Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

19. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 11. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Hvassaleitisskóla og var þetta 19. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Þóra Melsteð frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Ólafur Darri Andrason forstöðumaður rekstrarsviðs Fræðslumiðstöðvar og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Pétur Orri Þórðarson skólastjóri sagði frá Hvassaleitisskóla og gekk með fræðsluráði um skólann.

2. Rætt um byggingamál Hvassaleitisskóla og fleiri skóla. Fræðsluráð samþykkir að beina því til borgarverkfræðings og borgarlögmanns að gera ráðinu grein fyrir hvernig standa eigi að ráðningu hönnuða að viðbyggingum við eldri skóla borgarinnar. Spurt er: Hversu lengi gildir höfundarréttur arkitekta og hvort erfingjar þeirra hafi heimild til að ráðstafa honum? Stangast það á við reglur um samskipti Reykjavíkurborgar við arkitekta í Arkitektafélagi Íslands að auglýsa eftir arkitektum að viðbyggingum skóla?

3. Formaður gerði grein fyrir stöðunni varðandi fimm ára áætlun vegna einsetningar grunnskóla Reykjavíkur. Byrjað er að skipuleggja fundi með foreldraráðum og skólastjórnendum og verður fyrsti fundur með foreldraráðum og skólastjórnendum í Árbæjarhverfi kl. 17.00 í dag. Í næstu viku verður fundað með foreldraráðum og skólastjórnendum í Mela- og Vesturbæjarskóla.

4. Lögð fram til kynningar bókun sameiginlegs fundar foreldrafélaga Selás-, Ártúns- og Árbæjarskóla varðandi skólabyggingar í hverfinu.

5. Forstöðumaður rekstrarsviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi uppsetningu öryggiskerfa í skólum í framhaldi af fyrirspurn Svanhildar Kaaber frá 3. mars s.l.

6. Fjallað um dagræstingu í skólum. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Fræðsluráð samþykkir að gera tilraun í 1-3 skólum með dagræstingar frá næsta hausti. Kannaðir verði möguleikar á að auka fjölbreytni og sveigjanleika í störfum þess fólks sem annast ræstinguna þannig að það annist eftirfarandi störf eftir þörfum: 1. Aðstoði nemendur í leik og starfi. 2. Hafi umsjón með nemendum í frímínútum, á göngum og í búningsklefum. 3. Fari í sendiferðir og sjái um innkaup. 4. Annist gangbrautarvörslu. 5.

Aðstoði á bókasafni og skrifstofu. 6. Sinni öðrum þeim störfum sem þeim kunna að vera falin af skólastjóra. Samþykkt.

7. Svanhildur Kaaber spurðist fyrir um ráðningarkjör stuðningsfulltrúa. Vísað til Fræðslumiðstöðvar.

8. Lagt fram nefndarálit frá febrúar 1996 um málefni tónlistarskóla. Samþykkt að setja á stofn nefnd tveggja starfsmanna Fræðslumiðstöðvar og eins fulltrúa frá STÍR, Samtökum tónlistarskóla, sem fjalla á um málefni tónlistarskóla og skólalúðrasveita.

9. Lagt fram til kynningar yfirlit frá starfsmannadeild um afgreidd kennaramál.

Fundi slitið kl. 13.55

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Svanhildur Kaaber