Skóla- og frístundaráð
31. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1997, fimmtudaginn 10. júlí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 31. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Svanhildur Kaaber, varaformaður, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Kristín Dýrfjörð. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok og Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sat fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Lagðar fram að nýju umsóknir um stöðu skólastjóra Dalbrautarskóla.
Lagt fram baréf frá Sveini Kjartanssyni, dags. 9. júlí 1997, þar sem hann dregur umsókn sína um stöðu skólastjóra Dalbrautarskóla til baka.
Lögð fram tvö bréf varðandi ráðningu skólastjóra frá kennurum Dalbrautarskóla, annað dags. 8. júlí 1997, en hitt ódagsett.
Meirihluti fræðsluráðs leggur til við borgarráð að Guðmundur Ingi Leifsson verði ráðinn skólastjóri Dalbrautarskóla. Tillagan hlaut 3 atkvæði.
Fram kom tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Ólafur Ólafsson verði ráðinn skólastjóri. Tillagan hlaut 2 atkvæði.
Fundi slitið kl. 12.40
Svanhildur Kaaber
Inga Jóna Þórðardóttir Hulda Ólafsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Kristín Dýrfjörð