Skóla- og frístundaráð
33. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1997, föstudaginn 22. ágúst, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 33. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sighvatsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Guðmundur Pálmi Kristinsson deildarstjóri byggingadeildar borgarverkfræðings, Pétur Orri Þórðarson skólastjóri Hvassaleitisskóla, Ragna Ólafsdóttir skólastjóri Melaskóla, Ögmundur Skarpéðinsson arkitekt og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.
1. Formaður bauð Guðmund Sighvatsson velkominn en hann situr nú fyrsta fund sinn sem fulltrúi skólastjóra.
2. Kynntar teikningar að viðbyggingum við Hvassaleitisskóla og Melaskóla. Guðmundur Pálmi Kristinsson útskýrði það fyrirkomulag sem viðhaft var við val á teikningu viðbyggingu Hvassaleitisskóla. Fimm arkitektastofum var boðið að gera tillögu að viðbyggingu og ein tillaga valin þar úr til útfærslu. Ögmundur Skarphéðinsson kynnti teikningar sínar að viðbyggingum Hvassaleitisskóla og Melaskóla. Fræðsluráð samþykkir að unnið verði áfram að þessum teikningum.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, Pétur Orri Þórðarson, Ragna Ólafsdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson viku af fundi á eftir þessum lið.
3. Rætt um fjárhagsstöðu fræðslumála. Fræðslustjóri lagði fram minnisblað með tillögum Fræðslumiðstöðvar um aðgerðir til að halda fræðslumálum innan fjárhagsramma ársins 1997.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Óskað er upplýsinga um hver kostnaður var við rekstur Skólaskrifstofu Reykjavíkur og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis áður en þær voru sameinaðar í eina skrifstofu Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Óskað er upplýsinga um hver heildarkostnaður við rekstur Fræðslumiðstöðvar er áætlaður í lok árs 1997.
Fulltrúar kennara bókuðu eftirfarandi: Við undirritaðir áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur lýsum sárum vonbrigðum okkar með fyrirliggjandi tillögur um niðurskurð í grunnskólum borgarinnar. Meginþungi tillögunnar beinist að því að skera niður launakostnað og kennslu. Finnst okkur lítið fara fyrir margítrekuðum metnaði sveitarstjórnarmanna í þessum tillögum og að margrómað góðæri hafi ekki skilað sér í borgarsjóð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu eftirfarandi: Við getum ekki fallist á að vanáætlanir sem verða að teljast til bernskuspora nýrrar Fræðslumiðstöðvar séu látnar bitna á grunnskólum borgarinnar meðal annars með niðurskurði á forfallakennslu og forvarnarverkefnum, samdrætti í félagsstarfi og óljósum kröfum um hagræðingu. Á sama tíma er verið að samþykkja 86 milljóna króna aukafjárveitingu til að bæta á sjálfvirkt útgjaldakerfi Félagsmálastofnunar. Þessi forgangsröðun er röng því forvarnir með vandaðri grunnmenntun eru mun farsælli en sjálfvirk fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar.
Fulltrúi foreldra óskaði bókað að hann lýsti sig sammála bókunum kennara og fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans bókuðu eftirfarandi: Fulltrúar meirihlutans leggja áherslu á að á þessum fundi var engin ákvörðun tekin um það hvernig hagræðingu á haustönn í málaflokki Fræðslumiðstöðvar verður háttað. Fræðslustjóra og starfsfólki Fræðslumiðatöðvar var falið að leita leiða til að koma í veg fyrir að skólastarf raskist. Varðandi bókun sjálfstæðismanna er nauðsynlegt að benda á að náist ekki hagræðing innan ramma fjárhagsáætlunar þarf aukafjárveiting að koma til. Slíkt er aðeins ávísun á lántökur sem fulltrúar D-lista hafa gagnrýnt.
Samþykkt að fela Fræðslumiðstöð að vinna áfram tillögur sínar um hagræð-ingu en að leita allra leiða til að ekki komi til skerðingar á forfallakennslu.
4. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um stöðu Starfsáætlunar Fræðslu-miðstöðvar á miðju ári 1997. Umfjöllun frestað til næsta fundar.
5. Fræðslustjóri kynnti heimboð í Miðbæjarskóla til allra starfsmanna grunnskóla Reykjavíkur 28. ágúst nk. og bauð fræðsluráðsmenn velkomna.
6. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dags. í dag.
7. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks: Óskað er skriflegra upplýsinga um hvort verið sé að loka aðstöðu Kvennaskólans og Tjarnarskóla í Miðbæjarskóla – en þessir skólar hafa nýtt leikfimiaðstöðu þar. Óskað er upplýsinga um hvað eigi að gera við leikfimiaðstöðuna.
Fundi slitið kl. 14.30
Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber