No translated content text
Skóla- og frístundaráð
104. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, mánudaginn 24. janúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 104. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Erna Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes Kr. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 20. janúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 2 mál.
2. Lögð fram áætlun um fundi fræðsluráðs frá janúar til júní 2000. Nokkrar tillögur um viðbætur og tilfærslur komu fram og verður tekið tillit til þeirra við endurskoðun áætlunarinnar.
3. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs um niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 1999. Forstöðumaður þróunarsviðs fylgdi minnisblaðinu úr hlaði.
4. Lagt fram yfirlit yfir markmið í starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 2000 og ábyrgð einstakra starfsmanna Fræðslumiðstöðvar á framkvæmd þeirra.
5. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs og deildarstjóra rekstrardeildar um skiptingu fjárveitingar til búnaðarkaupa grunnskóla borgarinnar, dags. 20. janúar sl. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna uppsetningar eftirlitsmyndavéla við fjóra skóla og yfirlit yfir kostnað vegna glerbrota í grunnskólum borgarinnar 1997 – 1999. Frestað til næsta fundar.
6. Lagt fram að nýju bréf fræðslustjóra, dags. 3. janúar sl., um drög að stefnumörkun um uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Samþykkt samhljóða.
7. Lagt fram að nýju yfirlit yfir umsóknir um styrki fræðsluráðs. Frestað til næsta fundar.
8. Lagður fram kynningarbæklingur um verkefnið Listamenn í skólum sem unnið er í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, ásamt boðsbréfi á viðburði í skólum í tengslum við opnunardag menningarársins, laugardaginn 29. janúar nk.
Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar sat fund undir þessum lið.
9. Formaður greindi frá því að Laugarnesskóli í Reykjavík hefði fengið umhverfisverðlaun Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar fyrir áherslu á náttúru og umhverfi í skólastarfi. Um var að ræða peningaverðlaun og minnismerki á lóð skólans sem umhverfisráðherra afhjúpaði 19. janúar sl.
10. Formaður óskaði eftir að kannað yrði á fjármálasviði Fræðslumiðstöðvar hvort hægt væri að taka upp svokölluð snjallkort til að greiða fyrir mat nemenda í mötuneytum, eins og gert hefur verið í einum skóla í Kópavogi.
10. Lögð fram tvö bréf foreldraráðs Húsakóla, dags. 21. janúar sl. Fræðslumiðstöð falið að afgreiða erindin.
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Guðrún Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Eyþór Arnalds