Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

106. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 21. febrúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Skúlatúni 2 og var þetta 106. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðrún Pétursdóttir og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Erna M. Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar, Ámundi Brynjólfsson, Rúnar Gunnarsson og Sighvatur Arnarsson frá byggingadeild borgarverkfræðings og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 18. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 3 mál.

2. Lagt fram yfirlit yfir stöðu bygginga- og lóðaframkvæmda við grunnskóla Reykjavíkur.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, kynnti yfirlitið.

3. Breytingar á Melaskóla, Fossvogsskóla, Fellaskóla, Korpuskóla og Austurbæjarskóla.
Sighvatur Arnarsson kynnti breytingar á Melaskóla, Fossvogsskóla og Fellaskóla, Guðmundur Pálmi Kristinsson kynnti breytingar á Korpuskóla og Ámundi Brynjólfsson kynnti breytingar á Austurbæjarskóla.

4. Staða í forsagnar- og byggingahópum.
Rúnar Gunnarsson kynnti vinnu forsagnarhóps vegna viðbygginga við Hlíðaskóla og vinnu byggingahópa vegna viðbygginga við Hólabrekkuskóla og Selásskóla og Ámundi Brynjólfsson kynnti vinnu byggingahóps vegna viðbyggingar Foldaskóla.

5. Lögð fram til kynningar drög að almennri forsögn um grunnskóla, dags. í dag.

6. Spurningalisti til skóla og form á vorskýrslu.
Vísað til þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvar að taka við og vinna úr athugasemdum.

7. Lagt fram yfirlit yfir vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2000, auk annarra frídaga.
Áheyrnarfulltrúi foreldra bar fram eftirfarandi tillögu:
Áheyrnarfulltrúi foreldra leggur til að skólastjórum borgarinnar verði sent bréf frá fræðsluráði þar sem fram komi:
1. Lágmarksfjöldi kennsludaga samkvæmt grunnskólalögum er 170.
2. Samkvæmt úrskurði menntamálaráðuneytisins eru starfsdagar kennara og foreldraviðtalsdagar ekki kennsludagar.
3. Fræðsluráð beinir því til skólastjóra að þeir endurskoði skóladagatöl í þessu ljósi og felli niður vetrarfrí þar sem það á við svo fjöldi kennsludaga verði ekki færri en 170.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 14.15

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Guðrún Pétursdóttir Eyþór Arnalds