Skóla- og frístundaráð
Ár 2022, 21. nóvember, var haldinn 241. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.15. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Helgi Áss Grétarsson (D), Kristinn Jón Ólafsson (P), Marta Guðjónsdóttir (D), Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Áslaug Björk Eggertsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson, sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Sigrún Sveinbjörnsdóttir.
Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, um svohljóðandi tillögu Sigríðar Erlu Borgarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, sem á fundi borgarstjórnar 8. febrúar 2022 var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2022:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela mannréttindaskrifstofu í samstarfi við skóla- og frístundasvið að bjóða upp á hinseginfræðslu fyrir foreldra og forráðamenn í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Lagt er til að Reykjavíkurborg leiti samninga við Samtökin ‘78 um framkvæmd fræðslunnar frá og með haustönn 2022 og tryggi fjármögnun verkefnisins.
Greinargerð fylgir.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að skóla- og frístundasvið og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa vinni í sameiningu að rafrænni fræðslu um hinsegin málefni fyrir foreldra barna í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Fræðslan verði send til allra foreldra barna í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík árlega og uppfærð eftir þörfum. Þegar rafræna fræðslan hefur verið send til foreldra verði boðið upp á opinn fund í hverjum borgarhluta með foreldrum þar sem þeim gefst tækifæri til að dýpka þekkingu sína, spyrja spurninga og taka þátt í umræðum. Rafræna fræðslan verði tilbúin á árinu 2023 og þá fari jafnframt fram fundir með foreldrum.
Samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. MSS22020121
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar skóla- og frístundarráðs þakka fyrir tillögu frá fulltrúum í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um hinsegin fræðslu fyrir foreldra krakka í grunn- og leikskólum borgarinnar og taka undir mikilvægi þess að foreldrar barna séu upplýst um hinseginleika. Skóla- og frístundasvið og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa munu vinna í sameiningu að rafrænni fræðslu um hinsegin málefni fyrir foreldra barna í grunnskólum í Reykjavík, og leita ráðgjafar viðeigandi félagasamtaka ef þörf krefur. Fræðslan verði send til allra foreldra barna í grunn- og leikskólum í Reykjavík árlega og uppfærð eftir þörfum. Skóla- og frístundasviði og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verður falið að vinna að fræðslunni í sameiningu og leita ráðgjafar félagasamtaka á borð við Samtökin ´78 þegar og ef þörf krefur. Um er að ræða rafræna fræðslu sem send verður út í tölvupósti og telja fulltrúar meirihlutans að kostnaðaraukningin sem af því hlýst að senda fræðsluna á fleiri viðtakendur sé óverulegur.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að breytingar meirihlutans séu ekki til bóta í samanburði við upphaflegu tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 8. febrúar síðastliðinn. Fulltrúarnir sitja því hjá í málinu. Til þess verður að líta að upphaflega tillagan beindist með markvissum hætti að fræðslu til foreldra og forráðamanna í grunnskólum Reykjavíkur. Hún hefur hins vegar verið efnislega útvötnuð þar eð hún á fyrst og fremst að vera í rafrænu formi ásamt því að engar tryggingar eru fyrir hendi að fjármagn fylgi til að hrinda verkefninu úr vör. Einnig er hætta á að framkvæmd verkefnisins verði ómarkvissari með því að fræðslan nái einnig til foreldra barna í leikskólum í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst 2021 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. nóvember 2022:
Upp á síðkastið hefur afgreiðsla mála þeirra sem sækja um hæli orðið hraðari sem er af hinu góða. Dvöl barns í stoðdeildinni hefur samhliða styst því þegar foreldrar þeirra fá hæli þá flytjast þau út í almennan hverfisskóla án tillits til hvort þau eru tilbúin til þess eða ekki. Dæmi eru um að barn sem er ekki tilbúið er flutt út í almennan bekk þar sem einstaklingsþjónusta er minni en veitt er í stoðdeildinni. Barnið er jafnvel ekki farið að tala mikla íslensku. Fulltrúi Flokks fólksins studdi tilkomu stoðdeildarinnar og hefur reynt að fylgjast með hvernig gengur s.s. í samskiptum barnanna sem eru af ólíkum menningarheimum. Stoðdeildin er skammtímaúrræði og eiga börnin að fara út í almennan bekk þegar þau er tilbúin að mati fulltrúa Flokks fólksins, hvorki fyrr né seinna. Flutningur út í hverfisskólann á að vera á þeirra forsendum en ekki kerfisins. Ef aðkoma ráðuneytis getur liðkað til í þessum málum s.s. með aðstoð frá íslenskuverum þarf það að ræðast strax svo hægt sé að koma á móts við þarfir allra barna með fullnægjandi hætti.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá. SFS22020255
- Kl. 13.32 tekur Guðrún Jóna Thorarensen sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Stoðdeild Birtu, var fyrst staðsett við Álftamýrarskóla en hefur flust til Seljaskóla, er skólaúrræði fyrir börn í 3. – 10. bekk sem eru í umsóknarferli fyrir alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur deildin verið starfrækt frá ágúst 2019. Samkvæmt starfsreglum stoðdeildarinnar eru börn að hámarki eitt skólaár í stoðdeild Birtu og er skýrt verklag um yfirfærslu yfir í almennan bekk grunnskóla og/eða framhaldsskóla þegar það á við. Tillögunni er vísað frá þar sem fyrirliggjandi stefna er að tengja nemendur inn í hverfisskólann sem fyrst þegar horft hefur verið í þarfir hvers barns fyrir sig á einstaklingsgrundvelli.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 23. júní 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs:
Fyrir tæpum þremur árum var sett á laggirnar móttökudeild fyrir börn umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um var að ræða skólaúrræðið Birtu sem var hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Staðsetning deildarinnar var í samnýttu húsnæði í frístundaheimilinu Álftabæ og félagsmiðstöðinni Tónabæ en starfsmenn deildarinnar og nemendur voru hluti af Álftamýrarskóla. Aðbúnaður fyrir bæði nemendur og kennara hafa bæði verið erfiðar og ábótavant. Birta var hugsuð sem mikilvægur stökkpallur fyrir börn sem eru í umsóknarferli um alþjóðlega vernd þar sem mörg þeirra eru með takmarkaða skólagöngu. Flokkur fólksins leggur til að fundið verði fullnægjandi skólaaðstaða fyrir börn hælisleitenda og er þá átt við að aðstæður séu barn- og nemendavænar þannig að vel fari um börnin og kennarana. Kennarar þurfa að geta sinnt börnunum á einstaklingsgrunni jafnt og í hóp. Nægt rými þarf að vera til að geyma kennslugögn, kennslutæki og kennsluefni barnanna auk þess að hengja upp myndir og verk á veggi. Húsnæðið þarf að hafa bæði stór og minni rými og vera búið húsgögnum sem passa börnunum í skólaaðstæðunum.
Greinargerð fylgir.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá. MSS22060180
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði telja að afar brýnt sé að allir samningar séu teknir til endurskoðunar þar sem öll verkefni tengd leikskóla, grunnskóla og frístundastarfi barna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd eru verulega vanfjármögnuð í samningum milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. Rekstur stoðdeildar Birtu byggir á fjármagni sem kemur frá ríkinu, en árið 2017 var gerður samningur milli Útlendingastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd þar sem Útlendingastofnun greiðir daggjald til þjónustuaðila fyrir hvert barn í þjónustu á meðan umsókn þeirra er í ferli. Stoðdeild Birtu er þar af leiðandi að stórum hluta til fjármögnuð af fjármagni sem kemur vegna þess. Um leið og barn fær annað hvort stöðu flóttafólks eða er vísað úr landi falla niður allar greiðslur. Skóla- og frístundasvið hefur undanfarið ár bent á þá viðkvæmu stöðu sem börn með rofna skólagöngu standa frammi fyrir og mikilvægi þess að þau fái viðeigandi stuðning inn í skóla- og frístundastarfi til að eiga möguleika til jöfnunar. Það er afar brýnt að samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins verði teknir til gagngerrar endurskoðunar þar sem öll verkefni tengd leikskóla, grunnskóla og frístundastarfi barna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd eru í dag verulega vanfjármögnuð.
Fylgigögn
-
Aleksandra Kozimala og Dagbjört Ásbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun:
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. nóvember 2022, um staðfestingu starfsáætlana frístundamiðstöðva starfsárið 2022-2023 ásamt starfsáætlunum frístundamiðstöðvanna Brúarinnar, Kringlumýrar, Miðbergs og Tjarnarinnar 2022-2023.
Samþykkt. SFS22110155
Guðrún Kaldal, Haraldur Sigurðsson og Kristrún Lilja Daðadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna bera vott um sérþekkingu og áhuga fyrir fjölbreyttu starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva um alla borg. Sérstaklega er ánægjulegt hve starfsfólk og stjórnendur hjá Kringlumýri, Miðbergi, Tjörninni og Brúnni eru að leggja sig fram um að innleiða með markvissum hætti menntastefnu, frístundastefnu borgarinnar og vinna með málefni líðandi stundar eins og ofbeldi, orðræðu og fjölmenningu. Stjórnendum og starfsfólki frístundamiðstöðvanna er þakkað fyrir vel unnin störf og skýra framtíðarsýn í vinnu við starfsáætlanirnar og afburða störf á krefjandi tímum í þágu barnanna í borginni.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 14. desember 2021:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að á næsta fundi skóla- og frístundaráðs verði fjallað um málefni leikskóla Reykjavíkur. Farið verði yfir styttingu vinnuvikunnar og hvort að hún sé að hafa áhrif á starf leikskólanna þannig að meira álag sé að myndast á starfsfólk. Eins verði farið yfir mönnunarmál og það hvort að mikið hafi verið um það síðustu mánuði að leikskólar hafi orðið að senda börn heim vegna manneklu. Fulltrúum Sjálfstæðisflokks hafa borist töluvert af erindum þess efnis að foreldrar hafa orðið að hafa börn sín heima vegna manneklu, fulltrúarnir vilja að málið sé sett á dagskrá næsta fundar til þess að geta áttað sig betur á stöðunni og rætt til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að lagfæra hana.
Samþykkt. SFS22020253
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Betra er seint en aldrei að tillagan sé tekin fyrir en hún var lögð fram á fundi skóla- og frístundaráðs 14. desember 2021. Það er mikilvægt að tillögur séu teknar fyrir eins fljótt og auðið er svo að fulltrúar ráðsins séu upplýstir hverju sinni um gang mála og hvernig tekist hefur til með einstök verkefni sem snúa að starfsstöðvum sviðsins.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um styttingu vinnuvikunnar á skóla- og frístundasviði. SFS22110169
- Kl. 15.44 víkur Atli Steinn Árnason af fundinum.
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. nóvember 2022, um stöðu ráðninga í skóla- og frístundastarfi, 15. nóvember 2022. SFS22080136
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá því skólar hófust í haust og enn eru 204 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili og ennþá eru 350 börn í hlutavistun. Brýnt er að bregðast við þessari stöðu sem fyrst með því að leita allra leiða til að manna frístundaheimilin svo hægt verði að tryggja þessum börnum pláss sem fyrst.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. nóvember 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um stuðning handa kennurum og starfsfólki grunnskóla vegna Covid, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. ágúst 2021. SFS22020249
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. nóvember 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda barna sem nýtti sumaropnun leikskóla sumarið 2022, sbr. 21. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 7. nóvember 2022. SFS22110031
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. nóvember 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um stöðu tillögu Flokks fólksins um að innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. október 2022. MSS22080111
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS22050155
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að vinna hefjist sem fyrst við gerð nýs fjárhagslíkans fyrir leikskóla Reykjavíkur. Í þeirri vinnu er lagt til að samráð verði haft við leikskólastjórnendur og að þeir eigi fulltrúa í vinnuhópnum.
Frestað. SFS22110184
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs dags. 21. september 2022, um tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leikskólann Nes/Bakka, var vikið að þrem sviðsmyndum um hver gæti verið framtíðarnýting leikskólahúsnæðis sem hafði hýst leikskólann/leikskóladeildina Bakka frá haustinu 2003. Hver hefur verið þróun mála síðan minnisblaðið var ritað og hvaða sviðsmynd er núna talin líklegust að verði að veruleika?
SFS22110185
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi borgarráðs 6. október sl. var lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs, dags. 30. september 2022, varðandi uppbyggingarverkefni í leikskólamálum. Þetta minnisblað var einnig tekið til umfjöllunar á fundi skóla- og frístundaráðs 17. október síðastliðinn. Eitt umfjöllunarefni minnisblaðsins laut að úrræðum sem hefðu það að markmiði að styrkja dagforeldrakerfið (svokölluð tillaga 5 í minnisblaðinu). Hver er staðan á þessum tillögum sem ætlað er að efla dagforeldrakerfi?
SFS22110186
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir leik- og grunnskólum um hvar mygla og rakavandamál hafa komið upp frá árinu 2018 - nóvember 2022. Þá er óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða leik- og grunnskólum hefur þurft eða þarf að loka meðan framkvæmdir standa yfir. Þá er óskað upplýsinga um hvað slíkt rask snertir marga nemendur.
SFS22110187
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um hversu margir leikskólakennarar og leikskólastjórar hafa sagt upp störfum eða óskað eftir starfslokasamningum hjá Reykjavíkurborg á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 21. nóvember 2022. Þá er jafnframt óskað upplýsinga um hversu margir leikskólastjórar og leikskólakennarar hafa farið í leyfi vegna langtímaveikinda á sama tímabili.
SFS22110188
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir liggur skýrsla og annað efni frá starfshópi um mótun stefnu Reykjavíkurborgar um aðkomu að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum, sbr. greinargerð starfshópsins til borgarráðs, dags. í október 2022 og bréf starfshópsins til borgarstjórnar, dags. 14. nóvember 2022. Hvernig samrýmist það fyrirmælum um samþykktir skóla- og frístundaráðs að ráðið hafi á engum tímapunkti verið upplýst um vinnu þessa hóps og lokaafurðir hans, sbr. sérstaklega 1. og 15. töluliði 2. mgr. 3. gr. samþykkta fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkur? Er það hefðbundið af hálfu borgarráðs að tíðka svona samráðsleysi af þessu tagi um stefnumótun á sviði skóla- og frístundaráðs? Að lokum, hvernig getur það samrýmst eðlilegum starfsháttum við samningu áðurnefndrar greinargerðar starfshópsins að lítið sem ekkert samband var haft við Samtök sjálfstæðra skóla, sbr. umsögn þeirra samtaka til borgarráðs, dags. 9. nóvember 2022?
SFS22110189
-
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í apríl 2021 auglýsti Reykjavíkurborg á evrópska efnahagssvæðinu eftir tilboðum í nýbyggingu og lóðarhönnun fyrir Miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð að Njálsgötu 89, 105 Reykjavík. Á þessu ári hafa tvö útboð verið haldin þar sem boðið hefur verið út bygging leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar á áðurnefndum reit á Njálsgötu. Í ágúst sl. barst ekkert tilboð í verkið og núna 12. nóvember sl. var í fjölmiðlum upplýst að eitt tilboð hafi borist í síðara útboðinu sem var 71,6% hærra en kostnaðaráætlun, þ.e. tilboðið hljóðaði upp á tæpa 2,6 milljarða kr. en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir byggingarkostnaði upp á rétt rúman 1,5 milljarð kr. Spurt er: Kemur til greina að falla frá því að bjóða út verkið á þeim forsendum sem hönnun húsnæðisins gerir ráð fyrir?
SFS22110190
Fundi slitið kl. 16:03
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Kristinn Jón Ólafsson Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf Sara Björg Sigurðardóttir
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
241. Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. nóvember 2022.pdf