Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 236

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 5. september, var haldinn 236. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Stein Olav Romslo (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Soffía Pálsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Þórarna Ólafsdóttir.
Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram skýrslan Barnamenningarhátíð 2022, ódags. MOF22060005

  Harpa Rut Hilmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl. 13.39 tekur Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram skýrslan Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi, ódags. ásamt bréfi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 1. nóvember 2021 og umsögn foreldrafélags Laugarnesskóla, dags. 14. febrúar 2022; umsögn starfsfólks Laugarnesskóla, dags. 15. febrúar 2022; umsögn skólaráðs Laugarnesskóla, dags. 15. febrúar 2022; umsögn starfsfólks Langholtsskóla, dags. 15. febrúar 2022; umsögn foreldrafélags Langholtsskóla, dags. 8. janúar 2022; umsögn skólaráðs Langholtsskóla, dags. 15. febrúar 2022; umsögn starfsmanna Laugalækjarskóla, dags. 6. apríl 2022; umsögn skólaráðs Laugalækjarskóla, dags. 23. febrúar 2022; umsögn foreldrafélags Laugalækjarskóla, dags. 1. mars 2022; umsögn starfsmanna félagsmiðstöðvanna Laugó og Þróttheima, ódags.; umsögn frístundaheimila Kringlumýrar, dags. 16. febrúar 2022; samantekt á vinnu með börnum í 1.-4. bekk Langholtsskóla og Laugarnesskóla, ódags.; samantekt á vinnu með börnum í 5.-10. bekk Langholtsskóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla, ódags.; umsögn ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða, ódags. og umsögn íbúasamtaka Laugardals, dags. 31. janúar 2022. SFS22020010

  Sigrún Harpa Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Það er gífurlega mikilvægt að bæta aðstöðu skólanna í Laugarnes- og Langholtshverfi. Þeir eru í efst í forgangsröðun sem unnin var á síðasta kjörtímabili til að greina þarfir skólanna og liggur mikið á að það komist í framkvæmd. Til þess að verkefnið geti farið af stað þarf að velja úr þeim útfærslum sem fyrir liggja. Við verðum að taka afstöðu til hvernig við sjáum fyrir okkur skólastarf á þessu svæði til langrar framtíðar og hvernig við gerum skólasamfélagið sem best. Þarna erum við með öfluga skóla, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og skólahljómsveit og mikilvægt að glata ekki þeim styrkleika, en jafnframt skiptir máli að vera stórhuga og leysa úr þessum húsnæðismálum þannig að sem best sátt verði og þannig að við getum öll verið stolt af niðurstöðunni.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Samhliða uppbyggingu á þéttingarreitum er mikilvægt að tryggja að nauðsynlegir innviðir séu til staðar miðað við áætlaðan íbúafjölda. Lykilatriði er að leik- og grunnskólar séu í stakk búnir til að mæta aukinni nemendafjölgun en því miður hefur það misfarist í sumum hverfum borgarinnar, svo sem sjá má í Laugardalnum. Viðbrögð Reykjavíkurborgar við þessum vanda í Laugardalnum hafa verið of hæg og miðað við fyrirliggjandi gögn er enn ófyrirséð hvenær borgin hyggst grípa til viðunandi ráðstafana í þessu sístækkandi hverfi enda liggja hvorki kostnaðargreiningar né tímaáætlanir fyrir varðandi hugsanlega valkosti.

  -    Kl. 15.15 tekur Frans Páll Sigurðsson sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram á fundi borgarráðs 31. mars 2022 og vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. ágúst 2022:

  Tillaga um að lesfimipróf eða hraðlestrarpróf verði val og aðeins lagt fyrir barn í samráði við foreldra og sátt við nemandann. Fulltrúi Flokks fólksins telur að of mikil áhersla m.a. frá Menntamálastofnun (MMS) sé á leshraða (lesfimi) og mælingar á honum. Þess utan valda hraðlestrarpróf barni oft mikilli angist og kvíða. Hraðlestrarsamanburður getur almennt séð verið vafasamur, ekki einungis fyrir börn sem standa höllum fæti heldur einnig þá sem ná viðmiðum. Börn sem standa höllum fæti fá sífellt þau skilaboð að frammistaðan sé ekki nægilega góð jafnvel þótt hún batni. Að sama skapi getur verið að börn sem standa vel að vígi upplifi að þar sem þau séu búin að ná markmiðum þurfi þau ekki að bæta sig frekar. Færa má rök fyrir að leshraði sé stundum á kostnað lesskilnings. Á meðan hvatt er til að skólar mæli leshraða er e.t.v. ekki eins mikil áhersla á samræmdar mælingar á orðaforða, stafsetningu og lestur á sjónrænum orðaforða. Það er einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir að lesskilningur „bara komi“ hjá börnum þegar þau ná auknum hraða eins og stundum er haldið fram. MSS22030284

  Greinargerð fylgir.
  Tillagan er felld.
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

  Dröfn Rafnsdóttir og Sigrún Jónína Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hvetja Menntamálastofnun eindregið til að leggja áherslu á að mæla lesskilning og hanna í þeim tilgangi góð lesskilningspróf. Þó svo leshraði sé ekki markmið í sjálfu sér, þá er aukinn leshraði afleiðing betri lestrarkunnáttu og æfingar, afleiðing af betri lesskilningi. Að leggja of mikla áherslu á mælingu leshraða virkar gagnvart nemendum, foreldrum og kennurum eins og áherslan sé á röngum enda. Fulltrúarnir telja ekki sennilegt til að leysa vandann að gera þátttöku valkvæða, þar sem niðurstaðan gæfi þá ekki raunsanna mynd af stöðu hópanna, en til þess að ná árangri er mikilvægt að senda rétt skilaboð og einbeita okkur að réttum mælingum. Kennara vanta einnig góð tæki og tól til að bregðast við niðurstöðum hvers og eins nemanda úr þessum mælingum.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram drög að rekstrarleyfi fyrir sameinaða leikskólann Fossakot og Korpukot ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. júlí 2022, gildandi rekstrarleyfi, dags. 26. ágúst 2015, umsögn foreldraráðs leikskólanna, dags. 27. júní 2022 og reglum Reykjavíkurborgar um leyfi til reksturs leikskóla, dags. 26. nóvember 2008. SFS22070011
  Samþykkt.
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
  Vísað til borgarráðs. 

  Fylgigögn

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. júlí 2022, samningi um framlag skóla- og frístundasviðs til LFA ehf. vegna vistunar reykvískra barna í leikskólunum Korpukoti og Fossakoti, dags. 14. desember 2018, viðauka við samninginn, dags. 22. október 2021, reglum um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 18 mánaða til 6 ára, í gildi frá 1. janúar 2022, reglum um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna 6/9 mánaða til 36 mánaða og umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. ágúst 2022:

  Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að viðmið um hámarksfjölda reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna til LFA ehf. vegna leikskólanna Fossakots og Korpukots verði breytt með þeim hætti að heimilt verði að greiða framlag vegna 80 barna með lögheimili í Reykjavík á aldrinum 12 mánaða til sex ára þar af 17 barna á aldrinum 12-18 mánaða í húsnæðinu að Fossaleyni 4 og vegna 100 barna með lögheimili í Reykjavík á aldrinum 12 mánaða til sex ára, þar af 38 barna á aldrinum 12-18 mánaða í húsnæðinu að Fossaleyni 12. Þannig er hámarksfjöldi reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag í heild óbreytt eða 100 börn vegna Fossaleynis 12 og 80 börn vegna Fossaleynis 4. Breytingin taki gildi 1. september 2022. Gerður er fyrirvari um að breytt rekstrarleyfi verði samþykkt. Vegna þessa er sviðsstjóra falið að gera viðauka við núgildandi samning við LFA ehf. vegna leikskólanna Fossakots og Korpukots sem gildi til 31. desember 2022 til samræmis við tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs hvað varðar framlengingu samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík. Jafnframt er sviðsstjóra falið að gera nýjan samning við LFA ehf. vegna Fossakots og Korpukots á forsendum samnings vegna yngri barna á aldrinum 12 mánaða til 18 mánaða til samræmis við framangreint. Gildistími nýs samnings verði frá 1. september 2022 til 31. desember 2022 til samræmis við tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs hvað varðar framlengingu samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík.

  Samþykkt með sex atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna. Vísað til borgarráðs. SFS22070011

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

  Taka þarf til gagngerrar endurskoðunar samninga og fjárframlög til sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla og fara í saumana á því hverjar kröfur Reykjavíkurborgar eiga að vera þegar opinberum fjármunum er ráðstafað til einkafélaga og sér í lagi þeirra sem hafa tekið að sér að mennta börn. Það er stefna og hugmyndafræði Vinstri grænna að grunnmenntun eigi að vera endurgjaldslaus og ekki rekin af hagnaðardrifnum félögum í einkaeigu sem geta greitt sér arð. 
   

  Fylgigögn

 6. Lögð fram drög að rekstrarleyfi fyrir leikskólann Regnbogann ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2022, gildandi rekstrarleyfi, dags. 13. október 2021, umsögn foreldraráðs Regnbogans, dags. 23. maí 2022 og reglum Reykjavíkurborgar um leyfi til reksturs leikskóla, dags. 26. nóvember 2008. 
  Samþykkt.
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
  Vísað til borgarráðs. SFS22050133

  Fylgigögn

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknararflokksins og Pírata ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2022, samningi um framlag skóla- og frístundasviðs til Gaudium ehf. vegna vistunar reykvískra barna í leikskólanum Regnboganum, dags. 25. október 2021, viðauka við samninginn, dags. 15. ágúst 2022, reglum um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 18 mánaða til 6 ára, í gildi frá 1. janúar 2022, reglum um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna 6/9 mánaða til 36 mánaða og umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. ágúst 2022:

  Lagt er til með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2022, að viðmið um hámarksfjölda barna með lögheimili í Reykjavík sem heimilt er að greiða framlag vegna til Gaudium ehf. vegna leikskólans Regnbogans verði breytt með þeim hætti að heimilt verði að greiða framlag vegna 74 barna á aldrinum 12 mánaða til sex ára þar af 10 barna á aldrinum 12-18 mánaða og að framlag vegna þeirra barna verði til samræmis við samninga við sjálfstætt rekna ungbarnaleikskóla vegna barna á aldrinum 12-18 mánaða. Þannig er hámarksfjöldi reykvískra barna sem heimilt er að greiða framlag vegna í heild óbreyttur eða 74 börn. Breytingin taki gildi 1. september 2022. Sviðsstjóra er falið að gera viðauka við núgildandi samning Gaudium ehf. vegna eldri barna og nýjan samning við Gaudium ehf. vegna yngri barna til samræmis við framangreint sem gildi til 31. desember 2022 til samræmis við tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs hvað varðar framlengingu samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík.

  Samþykkt með sex atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna. 
  Vísað til borgarráðs. SFS22050133

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

  Taka þarf til gagngerrar endurskoðunar samninga og fjárframlög til sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla og fara í saumana á því hverjar kröfur Reykjavíkurborgar eiga að vera þegar opinberum fjármunum er ráðstafað til einkafélaga og sér í lagi þeirra sem hafa tekið að sér að mennta börn. Það er stefna og hugmyndafræði Vinstri grænna að grunnmenntun eigi að vera endurgjaldslaus og ekki rekin af hagnaðardrifnum félögum í einkaeigu sem geta greitt sér arð. 

  Fylgigögn

 8. Fram fer kynning og umræða um stöðu biðlista í frístundaheimili. SFS22080190

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Á hverju hausti þegar skólar hefjast myndast biðlistar á frístundaheimilin vegna manneklu. Bregðast þarf við þeirri stöðu með fleiri úrræðum en að manna þau með tímabundnum störfum námsmanna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa margítrekað bent á og komið með tillögur um að með því að gera störfin á frístundaheimilum að heilsársstörfum verði betur hægt að tryggja að öll börn komist inn á frístundaheimili um leið og skólar hefjast á haustin.

  -    Kl. 15.54 víkur Frans Páll Sigurðsson af fundinum. 

 9. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

  Lagt er til að börn í Staðahverfi í Grafarvogi haldi áfram að hafa forgang að plássum í leikskóla hverfisins (leikskóladeild), Bakka, og horfið verður frá áformum um að frá og með 1. janúar 2023 eigi börn í hverfinu að sækja leikskóla í öðru hverfi, leikskólanum Hömrum.

  Greinargerð fylgir. 

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

  Tillögu Sjálfstæðisflokks varðandi forgang barna í Staðahverfi að leikskóladeild að Bakka sem tilheyrir leikskólanum Nesi er vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá. SFS22080276

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Leikskólinn Bakki í Staðahverfi í Grafarvogi hóf starfsemi sína í desember 2003 en í ársbyrjun 2017 var skólinn sameinaður leikskólanum Hömrum, sem er í Víkurhverfi í Grafarvogi, og fékk sameinaður leikskóli nafnið Nes. Bakki hefur sem leikskóladeild fyrst og fremst þjónustað íbúa Staðahverfis og á þessu ári hafa foreldrar leikskólabarna þar haft áhyggjur af þróun starfseminnar. Þrátt fyrir að foreldrar hafa ítrekað beint fyrirspurnum til stjórnenda hjá Reykjavíkurborg hefur upplýsingagjöf til þeirra verið ófullnægjandi. Vandræðagangur gagnvart foreldrum jókst enn frekar eftir fund sem haldinn var 29. ágúst sl. og nú er sú óviðunandi staða komin upp að málefni leikskóladeildarinnar eru í uppnámi. Í ljósi þess að grunnskóla Staðahverfis, Korpuskóla, var lokað á síðasta kjörtímabili, á Reykjavíkurborg ekki að halda áfram að leika leiki gagnvart foreldrum barna í Staðahverfi. Taka á því pólitíska ákvörðun um að börn í hverfinu hafi áfram forgang að einu leikskóladeildinni í hverfinu og tryggja rekstrargrundvöll deildarinnar með öðrum hætti en þeim að skikka nemendur deildarinnar til að hefja leikskólagöngu í Hömrum.

  Fylgigögn

 10. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að leyst verði úr þeim hnút sem Skólamunasafnið er í og fundinn verði hið fyrsta varanlegur staður fyrir safnið sem er aðgengilegur öllu fólki. Það þarf að standa vörð um safnkostinn og þá merkilegu sögu sem hann hefur að segja og virða það merka hugsjónastarf sem þessi söfnun er. 

  Frestað. SFS22090014

  -    Kl. 16.14 víkur Líf Magneudóttur af fundinum.

 11. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 12. maí 2020 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2022: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði leggja til að gerður verði listi yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhaldsverkefni á starfstöðum skóla- og frístundaráðs sem samþykktar hafa verið á vegum borgarinnar. Yfirlitið verði sundurliðað eftir starfstöðvum og framkvæmdatíma. Þannig gæti starfsfólk skólanna, foreldrar og íbúar í nágrenni þeirra glöggvað sig á því með einföldum hætti hvaða framkvæmdir og viðhaldsverkefni eru framundan í sínu umhverfi. Gott væri að þau verkefni sem skilgreind eru sem sérstök átaksverkefni í tengslum við viðbrögð við COVID-19 ástandinu séu merkt sérstaklega.

  Frestað. SFS22020273

  Fylgigögn

 12. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. ágúst 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins varðandi skólahúsnæði fyrri börn umsækjenda um alþjóðlega vernd. MSS22060178

  Fylgigögn

 13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, varðandi fjölda leikskóla og leikskóladeilda sem opnaðir voru á kjörtímabilinu 2018 - 2022. SFS22060090

  Fylgigögn

 14. Lagt fram svar sviðsstjóra- skóla- og frístundasviðs, dags. 25. ágúst 2022, varðandi fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands varðandi stöðu foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. MSS22080114

  Fylgigögn

 15. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. ágúst 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi stöðu biðlista eftir leikskólarýmum. SFS22060093

  Fylgigögn

 16. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. ágúst 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi laus pláss í leikskólum. SFS22050102

  Fylgigögn

 17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. ágúst 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi veikindi barna vegna myglu. SFS22020242

  Fylgigögn

 18. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. ágúst 2022, við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands varðandi afslátt af leikskólagjöldum. SFS22080186

  Fylgigögn

 19. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. ágúst 2022, við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands varðandi fjölda reikninga í innheimtu. SFS22080187

  Fylgigögn

 20. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. ágúst 2022, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir við Kvistaborg. SFS22080193

  Fylgigögn

 21. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2022, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins varðandi stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. SFS22060094

  Fylgigögn

 22. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2022, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins varðandi stöðu ráðninga í frístundaheimilum. SFS22080191

  Fylgigögn

 23. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. ágúst 2022, við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins varðandi stöðu biðlista á frístundaheimilum sundurgreint eftir skólum og hverfum borgarinnar. SFS22080190

  Fylgigögn

 24. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS22050155

  -    Kl. 16.30 víkja Alexandra Briem og Guðný Maja Riba af fundinum.

 25. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að málefni skólamunasafns sem staðsett hefur verið í risi Austurbæjarskóla verði á dagskrá næsta reglulegs fundar skóla- og frístundaráðs.

  Frestað. SFS22090034

 26. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Reykjavíkurborg rekur 66 leikskóla og notar hugbúnaðinn Völu, m.a. til að sjá um innritun barna í leikskóla, á meðan það eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í Reykjavík sem nota sambærilegan hugbúnað sem nefndur er Karellen. Hver hefur verið meðaltals árlegur kostnaður Reykjavíkurborgar af notkun Völu frá því að það kerfi var tekið í notkun? Er hægt að afla upplýsinga um áætlaðan meðaltals árlegan kostnað af rekstri Karellen? Hvaða munur er á þessum tveim hugbúnaðarkerfum og hversu flókið er að samþætta þau? SFS22090035
   

 27. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Hver var meðalaldur barna við inngöngu (ekki innritun) í borgarreknum leikskólum í ágúst-september á ári hverju á tímabilinu 2011–2022? Tekið er fram að verið er að spyrja um meðalaldur barna sem hófu leikskólagöngu í fyrsta skipti, þ.e. höfðu ekki áður verið í leikskóla, t.d. í öðru sveitarfélagi eða hjá sjálfstætt starfandi leikskóla. SFS22090036

 28. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Komin er upp alvarleg staða á leikskólanum Grandaborg. Þrátt fyrir að húsnæði leikskólans hafi verið tekið í gegn og mygluhreinsað í sumar finnur þriðjungur starfsfólks fyrir einkennum myglu og 6 starfsmenn eru frá vinnu. Starfsemi leikskólans hefur því verið skert verulega þannig að börn hafa verið send heim, aðlögun barna breytt og foreldrar verða að vera heima með börn sín einn dag í viku. Óskað er upplýsinga um hvernig hefur verið brugðist við þessari stöðu og hvort gripið hafi verið til ráðstafana til að tryggja börnum og starfsfólki heilsusamlegt húsnæði á meðan verið er að gera húsnæði leikskólans myglufrítt. Þá er óskað upplýsinga um hvaða prófanir og myglumælingar voru gerðar áður en húsnæðið var tekið í notkun og hvaða aðilar sáu um það? SFS22090037

 29. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um hvort tekin hafi verið ákvörðun um að skólamunasafnið sem staðsett er í risi Austurbæjarskóla verði gert að flytja úr húsnæðinu? Ef svo er hefur verið boðið upp á annað húsnæði af hálfu borgarinnar til að koma safninu fyrir og þá hvar? Hafi slíkar ákvarðanir verið teknar er óskað upplýsinga um hver hafi tekið þær og hvers vegna þær hafi ekki verið ræddar í skóla- og frístundaráði. Ennfremur er óskað upplýsinga um hvort samráð hafi verið haft við hollvinasamtök skólamunasafnsins um hugmyndir um brottflutning safnsins úr Austurbæjarskóla. SFS22090038

Fundi slitið kl. 16:31

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Marta Guðjónsdóttir Stein Olav Romslo