No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2021, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 09:13, var haldinn 94. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Vindheimum. Viðstödd voru Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Daníel Örn Arnarsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2021.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN190323
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með megin áherslu á stefnu um íbúðarbyggð og tengsl húsnæðisuppbyggingar og fyrirhugaðrar Borgarlínu. Eftirfarandi gögn eru lögð fram:
a. Reykjavík 2040. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. í janúar 2021, þar sem lýst er megin forsendum breytingartillagna og framlengingu skipulagstímabils og sett fram ný bindandi megin markmið, sem bætast við gildandi aðalskipulag.
b. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði (bindandi stefna), ásamt fylgiskjölum í viðauka, dags. í janúar 2021. Uppfærður kafli aðalskipulagsins er lýsir stefnu um landnotkun og byggingarmagn, ásamt ýmsum sérákvæðum. Vakin er athygli á því að allar tillögur að breytingum og viðbótum í umræddu skjali eru feitletraðar. Annar texti í skjalinu, sem ekki er feitletraður, er hluti af gildandi aðalskipulagi og mun ekki taka breytingum samkvæmt tillögunum.
c. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Þéttbýlisuppdráttur (1:20.000) dags. í janúar 2021 og sveitarfélagsuppdráttur (1:50.000) dags. í janúar 2021. Skipulagsuppdrættir uppfærðir sbr. breytingartillögur og áorðnar breytingar síðan 2014, með nýrri yfirskrift skipulagstímabils.
d. Umhverfisskýrsla, VSÓ-ráðgjöf dags. í janúar 2021.
Jafnframt er lagt fram yfirlit athugasemda, dags. 6. janúar 2021, sem komu fram við forkynningu tillögunnar (sjá Viðauka 8, í greinargerð sbr. b-liður).
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata að auglýsa framlagða tillögu að breytingu að aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Aðalskipulagið 2010-2030 markaði tímamót í skipulagssögu borgarinnar. Horfið var frá bílmiðuðum hugmyndum seinustu aldar og stefnan sett á þétta, mannvæna, nútímalega borgarbyggð þar sem virkir samgöngumátar eru í fyrirrúmi. Með tillögunum nú er lagt til að aðalskipulagið sé framlengt og uppfært til ársins 2040. Ný viðmið eru sett um þéttleika, gæði og yfirbragð byggðar og skipulagið fléttað við húsnæðisáætlun og loftslagsstefnu borgarinnar. Rými er skapað fyrir Borgarlínu og stokka. Hér er áfram er haldið á braut sjálfbærar borgarþróunar og áhersla lögð á þéttingu byggðar innan vaxtarmarka. Við styðjum þessar tillögur heilshugar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýr viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur gildir til 2040, eða tíu árum lengur en núgildandi aðalskipulag. Aðalskipulagið er samtvinnað húsnæðisstefnu og því nauðsynlegt að íbúðaframboð sé fullnægjandi og raunsætt á tímabilinu. Ef spá varðandi kröftugan vöxt rætist er þörf borgarinnar metinn 1.210 íbúðir ári til 2040, eða 24.200 íbúðir. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga. Áhyggjur vekur að ekki er áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug, hvorki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit sem þó er í hugmyndasamkeppni. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til húsnæðisuppbyggingar. Þá er beinlínis gengið út frá því að yfir 4.000 íbúðir verði byggðar á skipulagstímanum þar sem flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru nú. Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar, bæði hvað varðar fjölda íbúða, en þó sérstaklega hvað varðar byggingu á hagkvæmum byggingarreitum. Tillagan gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika hvað varðar notkunarheimildir atvinnuhúsnæðis. Undanfarin ár hafa sýnt hversu mikið getur breyst á stuttum tíma. Sú leið að hafa starfsemiskvóta takmarkar notkunarmöguleika atvinnuhúsnæðis, ekki síst á jarðhæðum. Af þessum sökum öllum leggjumst við gegn þessum viðauka.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynnt var á fundinum voru kynnar breytingar á aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040 og eru leiðarljós stefnunnar þessi: Íbúðarbyggð og blönduð byggð rísi innan vaxtarmarka til ársins 2040. 80% nýrra íbúða til 2040 verði innan áhrifasvæðis Borgarlínu og 80% nýrra íbúða verði í grennd við öflugan atvinnukjarna. Minnst 90% nýrra íbúða rísi á röskuðum eða þegar byggðum svæðum og ekki verði gengið á opin svæði með hátt náttúrufars- og /eða útivistargildi. Yfir 90% starfa í Reykjavík verði innan vaxtarmarka árið 2040 og 80% nýrra starfa til ársins 2040 verði við Borgarlínu. Hér er verið að boða massíva þrengingarstefnu sem flestir sjá að ekki gengur upp. Ljóst er að ef 80% nýrra íbúða verði á áhrifasvæði svokallaðrar borgarlínu þá þýðir það rosalega röskun í rótgrónum hverfum með tilheyrandi álagi á umhverfið og íbúana. Það er sláandi að ekki er gert ráð fyrir frekari úthlutun lóða í úthverfum Reykjavíkur þar sem möguleiki væri á stórkostlegri uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Mjög miklar líkur eru á að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki á förum næstu áratugi en samt er gert ráð fyrir 4.000 íbúða byggð þar í þessum áformum. Því má segja að þessar breytingar byggi á mjög veikum grunni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur í gögnum að reynt verði að setja ,,fyrstu kaupendur" -ungt fólk- í forgang við uppbyggingu húsnæðis við borgarlínuna. En þeir geta auðvitað selt eign sína. Ætlar borgin að skipta sér af því? Eru ekki allar íbúðir á opnum markaði? Í umhverfisskýrslu segir frá fjörufyllingum en fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að friða fjörur í stað þess að notast við landfyllingu þegar eitthvað á að gera við ströndina. Hjólastígar: Lítið þýðir að tala um hjólastíga sem samgönguæð ef þeim er ekki haldið við og vetrarþjónustu sinnt. Hugtakið líffræðileg fjölbreytni er misnotað í skýrslunni. Líf í einstökum beðum eða “grænum trefli” hefur ekkert með líffræðilega fjölbreytni að gera. Í Skýrslunni er hins vegar gert lítið úr áhrifum af stórfelldum landfyllingum við ósa Elliðaánna. Kolefnisspor: Í umhverfisskýrslunni segir:“Vistferilsgreiningar unnar hjá VSÓ Ráðgjöf sýna að kolefnisspor bygginga lækkar um 40% með því að velja timbur í stað steinsteypu” Er þetta ekki einföldun? Steinsteypa endist í áraraðir, en timburbyggingar endast ekki lengi í röku loftslagi nema að þær verði fúavarðar. Til þess þarf eiturefni og þau þarf að taka með í reikninginn. Ef á að kolefnisjafna er hægt að rækta skóg á óbyggðum austursvæðum. Planta mætti langleiðina upp í Bláfjöll og Hengil.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, borgarlína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborg Mál nr. SN200153
Að lokinni kynningu eru lögð fram að nýju drög að tillögu og umhverfisskýrsla ásamt verk- og matslýsingu Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar dags. í febrúar 2020 vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Kynning stóð yfir frá 7. apríl 2020 til og með 9. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Þorsteinn Sæmundsson og Berglind Ásgeirsdóttir dags. 7. maí 2020, Samtök um betri byggð dags. 8. maí 2020, Háskóli Íslands dags. 27. maí 2020, Skipulagsstofnun dags. 4. júní 2020, Vísindagarðar Háskóla Íslands dags. 9. maí 2020, Skipulagsstofnun dags. 4. júní 2020, Réttur - Aðalsteinsson & Partners ehf. f.h. Barnavinafélagsins Sumargjöf ehf. dags. 9. júní 2020, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 10. júní 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 10. júní 2020, Vegagerðin dags. 16. júní 2020, Minjastofnun Íslands dags. 14. júlí 2020.
Samþykkt að drögin fari í forkynningu sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarlínan er öflugt hraðvagnakerfi sem tengir byggð höfuðborgarsvæðisins saman með tíðum ferðum og háu þjónustustigi. Hún verður byggð upp í sérrými til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir. Hún er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka og skapa mikla umferð. Borgarlínan verður drifkraftur sem knýr höfuðborgarsvæðið í átt að sjálfbæru kolefnislausu borgarsamfélagi. Fyrsta lota borgarlínunnar liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar fjalla um legu borgarlínunnar, staðsetningu kjarnastöðva og breytingar á Sæbraut og Miklubraut í Reykjavík.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að tryggja samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu og er samgöngusáttmálinn viðleitni til þess. Flestir eru sammála um að ráðast þurfi í fjárfestingar í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, bæði efla vegakerfið og almenningssamgöngur. Útfærslan skiptir miklu máli, en enn hafa frumdrög að fyrsta áfanga borgarlínu ekki verið kynnt opinberlega. Vegagerðin bendir á í umsögn sinni við þessa kynningar- og samráðsáætlun að ekki megi skerða afkastagetu stofnvegakerfisins. Sömu ábendingar er að finna í meirihlutaáliti samgöngunefndar vegna samgönguáætlunar og eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sammála þeim fyrirvara.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Allt í sambandi við þessa svokölluðu borgarlínu er í þoku. Verkefnið er stefnulaust og áttavillt. Hér eru til umræðu breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborgar. Eggið er komið á undan hænunni í þessu máli. Málið er í mikilli þoku og lýsir draumsýn á margra tugi milljarða fjárútlát sem búið er að sýna fram á að ekki eru þjóðhagslega hagkvæm. Framkvæmdirnar eiga eftir að valda gríðarlegu raski á þeim íbúðasvæðum sem áætlað er að borgarlínan liggi m.a. með stokkalausnum og fleiru.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki allir geta búið við borgarlínustöðvarnar þótt þétta eigi byggð þar hvað mest. Samt er, í skýrslunni, sem lögð er fram hér gert ráð fyrir að helmingur ferða borgarbúa 2050 verði með almenningssamgöngum. Þessu er sennilega ómögulegt að spá fyrir um. Gera þarf ráð fyrir stæði við borgarlínustöðvar þar sem fólk getur geymt bíla sína og önnur farartæki ætli það sér að nota borgarlínu. Hagkvæmt kann að vera að gera gott brauta- og stígakerfi fyrir önnur samgöngutæki og samtengja við borgarlínukerfið og bjóða upp á að lítil einstaklingsfarartæki megi flytja með borgarlínuvögnum. Tryggja þarf að allir sem vilja geti komist auðveldlega að borgarlínustöðvum. Af öðru, það hljómar sérkennilega þegar talað er um hágæðakerfi vs. gæðakerfi án þess að tíundaður sé hver munurinn er nákvæmlega. Hvað kostar hágæðakerfi í samanburði við gæðakerfi og hvað er fengið meira með hágæðakerfi sem réttlætir aukinn kostnað? Við erum varla að byggja upp kerfi sem er t.d. sambærilegt við ,,metro” kerfi í Kaupmannahöfn? Borgarlína er b.s. (byggðasamlög) verkefni með öllum göllum þess kerfis og Reykjavík þarf að gæta sín í slíku kerfi. Ástæðan, hlutur borgarinnar er rýr í stjórnun en rík í fjárhagslegri ábyrgð. Sporin hræða.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags, Hrafnkell Á. Proppé verkefnastjóri Borgarlínunnar og Stefán Gunnar Thors frá VSÓ Ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun,
breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN200325Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, síðast uppfærð 11. desember 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Breytingartillagan nær til landsvæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar í Skerjafirði og varðar meðal annars breytta landnotkun, fjölgun íbúða, breytta legu stíga og breytt umfang fyrirhugaðrar landfyllingar. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. október 2020, Vegagerðin dags. 15. október 2020, Umhverfisstofnun dags. 16. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Eyjólfur Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Trausti Eyjólfsson, Atli Már Eyjólfsson og Magnús Daði Eyjólfsson dags. 27. október 2020, Anna S. Haraldsdóttir dags. 28. október 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 28. október 2020, Hildur Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson dags. 28. október 2020, Jens Pétur Jensen dags. 28. október 2020, Guðjón Haraldsson dags. 28. október 2020, Daníel B. Sigurgeirsson, Elín Björk Jónasdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Birgir Arnór Birgisson dags. 28. október 2020, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir dags. 28. október 2020 og Sigríður Ragna Sigurðardóttir dags. 28. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. desember 2020 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2020 ásamt ákvörðun um matsskyldu vegna Landfyllingar í Nýja Skerjafirði. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. desember 2020.
Afgreiðslu frestað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn á að landfylla og því ætti að hætta. Þótt hér sé um lítinn hluta af strandlengjunni að ræða þá er enn og aftur minnt á, með hliðsjón af samlegðaráhrifum, að að búið er að skerða mikinn hluta fjörusvæða á höfuðborgarsvæðinu þ.m.t. í nágrenni fyrirhugaðrar landfyllingar. HER bendir einnig á að þar sem fyrirhuguð landfylling liggur að verndarsvæðum auk þess sem fyrirhugað er að friðlýsa Skerjafjörð í heild sinni þarf að gæta vel að áhrifum á lífríki og gæta þess að áhrif á strauma og setflutninga sé í lágmarki.” Ætla skipulagsyfirvöld að taka mark á þessari umsögn? Heilbrigðisnefnd bendir jafnframt á í skýrslu sinni að við flutning staðsetningar á grunnskóla og meðfylgjandi lóð er farið nær því svæði sem staðfest hefur verið að er olíumengun í jarðvegi. Huga þarf að því að strangari kröfur þarf að gera til hreinsunar og jarðvegsskipta þegar um er að ræða starfsemi fyrir börn. Gera þarf ráð fyrir slíkum ströngum skilyrðum í skipulagsskilmálum.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði,
breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN200329Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 síðast uppf. 1. febrúar 2021 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. Í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is). Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. október 2020, stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 28. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. febrúar 2021.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. febrúar 2021, sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þörfin fyrir húsnæði fyrir fólk með miklar og sérstakar stuðningsþarfir er aðkallandi og þurfa sveitarfélög að hafa nauðsynlegar heimildir til að bregðast við ef um yfirvofandi neyð er að ræða. Því er nauðsynlegt að í aðalskipulagi sé nægjanlegur sveigjanleiki til að hægt sé að koma fyrir tímabundnum búsetuúrræðum á fjölbreyttum lóðum. Í tillögunum er lagt til að ávallt sé hugað sé að nálægð við samgönguinnviði, verslun og þjónustu og friðsæl og heilnæm útivistarsvæði við val á lóðum undir smáhýsin. Eins og sjá má af reynslunni til dæmis á Gufunesi er um snotur hús að ræða sem eru prýði í umhverfinu jafnframt því að vera íbúum heimili og skjól.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista fagnar auknum sveigjanleika til þess að bregðast við heimilisleysi.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag Mál nr. SN190734
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
511202-3450 Íslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 ReykjavíkLögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta ehf. að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi,
sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 26. mars 2020 síðast br. 22. janúar 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019, Húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020, greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 22. janúar 2021, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. janúar 2021 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2020.Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði,
breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.33) Mál nr. SN200408Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar Klettasvæðis til að koma fyrir allt að 3 smáhýsum (ca. 35 m2 hvert) fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 22. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf. dags. 22. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021 þar sem lagt er til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum frekari uppbyggingu smáhýsa í borginni til handa þeim einstaklingum sem ekki eiga þak yfir höfuðið.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi (01.804.1) Mál nr. SN190296
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni felst að færa almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta lóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Hlemmur, reitur 1.240.0, breyting á deiliskipulagi (01.2) Mál nr. SN210017
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, eða deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Breytingin felur í sér að norðvestur horn skipulagssvæðisins er teygt í norður meðfram Snorrabraut að sjávarmáli. Vestari ytri mörk deiliskipulagsins fylgja áfram lóðarmörkum lóða sem liggja vestan megin við Snorrabraut, nú alla leið framhjá lóð við Skúlagötu nr. 21. Við þetta er borgarland fært sem hluti af deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. Austari ytri mörk fylgja lóðamörkum Guðrúnartúns nr. 1. Frá lóðarlínum og norður að sjávarmáli er miðað við að mörk deiliskipulagssvæðisins nái 35 m í hvora átt frá miðlínu Snorrabrautar. Undantekning er gerð vegna sérafnotareits meðfram lóð Skúlagötu nr. 21, sem áfram verður hluti af deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Borgartúnsreitur vestur 1.216,
breyting á deiliskipulagi (01.216) Mál nr. SN210018Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur, afm. af Borgartúni, Snorrabraut, Sæbraut og Katrínartúni, samþykkt þann 7. apríl 2011. Þessi breyting felst í breyttum skipulagmörkum við Snorrabraut og Borgartún og er lögð fram vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Breyta þarf gild. deiliskipulagi svo ekki verði skörun á skipulagsmörkum á milli deiliskipulagssvæða. Breytingin felur í sér að deiliskipulagsmörk eru færð að austurhlið lóðamarka Sætúns nr. 1. Þá eru deiliskipulagsmörk færð að lóðarmörkum lóða við Borgartún, það eru lóðir við Borgartún nr. 1, 3 og 7 ásamt suðurhlið lóðar við Sætún nr. 1, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Breytingin nær aðeins til götusvæða og borgarlands. Breyting á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis verður auglýst samhliða þessari tillögu. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Skúlagötusvæði,
breyting á deiliskipulagi vega breyttra skipulagsmarka við Snorrabraut (01.15) Mál nr. SN210034Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, samþykkt 13. maí 1986. Frá samþykkt hafa verið gerðar allnokkrar breytingar en sú nýjasta tók gildi þann 27. apríl 2020. Í breytingunni felst breyting á skipulagmörkum á austurenda svæðisins, nánar tiltekið deiliskipulagsmörk við Snorrabraut, vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Þar stendur til að færa gatnamót Snorrabrautar ásamt borgarlandi inn í þá skipulagsáætlun, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Sundaborg 1-15 og 8,
breyting á deiliskipulagi (01.336.7) Mál nr. SN200791
Sturla Þór Jónsson, Ótilgreint, 101 Reykjavík
630407-0600 Xprent-hönnun og merkingar ehf., Sundaborg 3, 104 ReykjavíkLögð er fram umsókn Sturlu Þórs Jónssonar dags. 18. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundaborgar 1-15 og 8. Í breytingunni felst að bætt er við heimild í skilmála til að setja upp auglýsingaskilti á austurhlið Sundaborgar 1, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fylgigögn
-
Landsbankareitur 1.174.0, Hverfisgata 90, breyting á deiliskipulagi (01.174) Mál nr. SN210078
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 HafnarfjörðurLögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 28. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reist 1.174.0 vegna húss að Hverfisgötu 90, lóð nr. 88 við Hverfisgötu. í breytingunni felst að heimilt verði að rífa húsið og endurbyggja í samræmi við uppfært útlit hússins, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Einnig lagt fram ástandsmat Þráins og Benedikts verkfræðistofu, umsögn Minjastofnunar og umsögn skipulagsfulltrúa .
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1100 frá 26. janúar 2021.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Hólmasel 2, kæra 129/2020, umsögn (04.937.7) Mál nr. SN200764
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. desember 2020 ásamt kæru dags. 3. desember 2020 þar sem kærð er afgreiðsla og samskipti m.a. við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar vegna ýmissa erinda er varða fasteign kæranda að Hólmaseli 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 26. janúar 2021.
-
Ártúnshöfði, austurhluti, kæra 94/2020, umsögn, úrskurður (04.071) Mál nr. SN200623
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. október 2020 ásamt kæru dags. 6. október 2020, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 25. júní 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri, afmörkun nýrrar lóðar fyrir allt að þrjú smáhýsi. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. nóvember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá 28. janúar 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 25. júní 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Eystri.
Fylgigögn
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 8/2021 Mál nr. SN210049
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Til vara er jafnframt farið fram á stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. janúar 2021 um stöðvunarkröfu og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. janúar 2021 þar sem kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda er hafnað.
Fylgigögn
-
Sægarðar 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.33) Mál nr. SN200616
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. janúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Sægarða.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210021
Óskað er eftir upplýsingum um nagladekkjanotkun á farartækjum sem eru í notkun hjá Reykjavíkurborg. Hver er heildarfjöldi bíla sem borgin notar og hvert er hlutfall þeirra sem eru á nagladekkjum? Hér er líka spurt um bílaleigubíla sem borgin hefur í notkun. Tilgangur fyrirspurnarinnar er að skoða hver staða mála sé hjá borginni í samanburði við almenna notkun nagladekkja.
Vísað til umsagnar Fjármála- og áhættustýringarsviðs, eignaskrifstofu.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210022
Lögð var fram í trúnaði á fundi skipulags- og samgönguráðs frumdrög að skýrslu sem ber heitið "Borgarlínan - frumdrög að fyrstu lotu". 1. Hver er ábyrgðaraðili skýrslunnar? 2. Hvað kostar skýrslan? 3. Hver borgar fyrir gerð skýrslunnar? 4. Hvaða aðilar komu að gerð skýrslunnar? 5. Hvað var hverjum aðila/fyrirtæki borgað fyrir sig tæmandi talið?
Vísað til umsagnar verkefnastofu borgarlínu.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að lækka hámarkshraða við Korpúlfsstaðaveg Mál nr. US210008
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að lækkaður verði hámarkshraði við Korpúlfsstaðaveg og að farið verði í að skoða hraðann við stoppistöð milli Brúnastaða og Bakkastaða. Þar er lýsing nánast engin, hraðinn mikill, merkingar nánast engar og þarna er stærsti hópurinn af yngsta stigi að taka skólarútuna á hverjum morgni og koma svo aftur seinni partinn heim. Báðar tímasetningar eru á háanna tíma og þegar umferðin er sem mest og birtan sem minnst. Mælingar sem borgin gerði sl haust til þess að skoða eðli umferðarinnar á veginum voru villandi að mati íbúa. Mælingarnar voru gerða milli Brúnastaða og Garðsstaða þar sem hraðahindranir eru fyrir og merktar gangbrautir. Skoða þarf þessi mál betur og endurtaka mælingar sem og mæla á fleiri stöðum. Skoða þarf eðli umferðarinnar þegar strætó og eða skólarúta stoppar þarna. Framúrakstur er algengur þrátt fyrir litla "eyju" milli akreina sem eykur enn hættuna.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210020
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að aðkomuleið að Sorpu í Jafnaseli verði lýst. Sorpa í Jafnaseli er grenndarstöð fyrir íbúa í Breiðholti. Aðkomuleiðin er án lýsingar. Þar er svartamyrkur þegar dagsbirtu nýtur ekki. Opnunartími Sorpu er að hluta til þegar dagsbirtu nýtur ekki.
Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þó aðkomuleið að Sorpu kunni að vera óupplýst seinustu 1-2 tíma af opnunartíma endurvinnslustöðva yfir hávetur er ekki víst að það sé réttasta forgangsröðun fjármuna að koma fyrir sterkari lýsingu þar. Tillagan er felld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um betri lýsingu á aðkomuleið að Sorpu Jafnaseli er felld. Þarna er kolniðamyrkur þegar dimmt er orðið og afar óaðlaðandi aðkoma. Rökin eru þau að verkefnið sé ekki rétt forgangsröðun fjármuna. Kannski ekki en vel má segja að margt sem skipulagsyfirvöld setja í forgang finnst öðrum ekki vera forgangsmál. Um forgang má sannarlega deila. Það er dimmt meirihluta árs og koldimmt um 5 mánuði. Ef fólk veit ekki hvar aðkomuleið að Sorpu er, er erfitt að finna hana og þessi stutta leiði frá beygju og að inngangi er niðdimm. Þarna þyrfti ekki mikið til ef vilji væri til að bæta úr t.d. að setja upp 1-2 ljósastaura sem er varla dropi í hafið ef horft er til milljarða sem skipulagsyfirvöld setja í utanaðkomandi ráðgjöf af ýmsu tagi við nánast hvert einasta verkefni sem skipulagsyfirvöld ákveða að framkvæma.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210023
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að aðkoma að iðnaðarhverfi sem staðsett er á Flötunum í Grafarvogi verði bætt. Núna er aðeins hægt að koma inn í hverfið á einum stað. Mikilvægt er að aðkoma að hverfinu sé frá tveim stöðum, því er lagt til að gerð verði aðkoma að hverfinu sem tengist Hallsvegi. Einnig er það lagt til að núverandi aðkoma sem er að hverfinu við Strandveg/Rimaflöt verði lagfærð. Þar eru núna umferðarljós og börn mikið að fara yfir þessar götur til þess að komast í Gufunesbæ. Mikil hætta hefur oft skapast við þessi gatnamót og því mikilvægt að gera á þeim úrbætur áður en slys verða þar.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:49
Pawel Bartoszek Alexandra Briem
Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0302.pdf