Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 135

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 27. apríl kl. 9:03, var haldinn 135. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Ragna Sigurðardóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Anna Maria Wojtynska.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Inga Rún Sigurðardóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Kosning í skipulags- og samgönguráð,  MSS22020042         Mál nr. US200285

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. apríl 2021, þar sem tilkynnt er að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Katrínar Atladóttur.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. og 22. apríl 2022.

    -    Kl. 9:06 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.
    -    Kl. 9:08 tekur Alexandra Briem sæti á staðfundi í stað fjarfundar.

    Fylgigögn

  3. Rauðhólar, nýtt deiliskipulag        Mál nr. SN200198

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2021, br. 20. apríl 2022, ásamt greinargerð dags. 22. mars 2021, br. 20. apríl 2022, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúna að Helluvatni. Í tillögunni  eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið festar inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Enn fremur er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 217. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Skipulagsstofnun dags. 6. júlí 2021, Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 7. júlí 2021, Dagný Bjarnadóttir f.h. Fáks dags. 7. júlí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 15. júlí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, Umhverfisstofnun dags. 16. júlí 2021, Minjastofnun Íslands dags. 9. ágúst og 15. september 2021. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Helsta markmiðið ætti að vera núna að þeim hólum sem ekki hefur þegar verið spillt verði algjörlega látnir óáreittir. Þess vegna er gott að beina fólki ekki akkúrat að þeim hólum.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Kjalarnes, Prestshús, 
    nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN210265

    Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 um nýtt deiliskipulag  fyrir Prestshús að Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging Presthúsa til fastrar búsetu, samhliða því að byggja upp dvalar- og vinnuaðstöðu fyrir listafólk og áhugafólk um listir og náttúru. Byggð verða upp innan jarðarinnar íbúðarhús, vinnustofur og gestahús ásamt fjölnota sal á svæðinu. Staðsettur verður aðkomuvegur, gönguleiðir byggingarreitur og settir skilmálar fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 4. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Að mati skipulags- og samgönguráðs væri eftirsóknarvert að klára samkomulag um stígagerð á svæðinu samhliða gerð deiliskipulags.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Krókháls, GR reitur G1, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210583

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021, br. 11. apríl 2022, að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal. Um er að ræða nýja lóð þar sem er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum sem grafa sig inn í hæðina að hluta til að falla betur inn í umhverfið og halda hæð og ásýnd bygginga lægri út að golfvallarsvæði GR. Hæðarmunur á lóð er nýttur til að koma fyrir bílakjallara undir byggingunum og skýla útivistarsvæði GR frá bílastæðasvæði. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Kristjana Bjarnþórsdóttir hjá bílaumboði Öskju f.h. Krókháls 11 ehf. og Krókháls 13 ehf. dags. 3. janúar 2022, Bílabúð Benna dags. 6. janúar 2022, Þór hf. dags. 10. janúar 2022, Gísli Guðni Hall f.h. stjórnar GR dags. 11. janúar 2022, Yngvi Óttarsson dags. 11. janúar 2022, Jón Karl Sigurðsson dags. 11. janúar 2022, Védís Húnbogadóttir og Snorri Bergmann dags. 11. janúar 2022, Óskar Garðarsson dags. 12. janúar 2022, Gísli Óttarsson f.h. 8 aðila dags. 11. janúar 2022, Óttar Yngvason f.h. 12 félagsmanna í Golfklúbbi Reykjavíkur dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. apríl 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  6. Eggertsgata, stúdentagarðar, breyting á deiliskipulag         Mál nr. SN220107

    Lögð fram umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 18. febrúar 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir stúdentagarða að Eggertsgötu. Svæðið afmarkast af Suðurgötu til vesturs, Eggertsgötu til norðurs og byggð og opnu svæði til austurs og suðurs. Megin aðkoma að svæðinu er frá Eggertsgötu en einnig frá Suðurgötu. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir nýrri viðbyggingu við leikskóla, þjónustu- og félagshúsi ásamt stækkun á hverfisverslun, samkvæmt greinargerð Arkþings/Nordic ehf. dags. 18. febrúar 2022 og deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf. ódags. Einnig er lögð fram fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 220. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  7. Leirulækur 4 og 6, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220136

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytingunni felst að lóð Leirulækjar 6 er stækkuð til vesturs að göngustíg ásamt því að lega stígs breytist, byggingarreitir fyrir útiskýli eru skilgreindir á lóð og nýtingarhlutfall verður 0,26, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 25. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  8. Borgartún 8-16A, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220121

    Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar, dags. 23. febrúar 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 8-16A við Borgartún. Í breytingunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir minniháttar mannvirki sem rísa upp úr yfirborði kjallara. Innan þeirra er hægt að byggja minniháttar mannvirki svo sem útloftunnar stokka og lyftu- og stigahús, samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 23. febrúar 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupóstum skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 8. mars 2022 og skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. mars 2022 þar sem ekki eru gerðar athugasendir við breytinguna. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa mótt. 30. mars 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN210700

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar- Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 350 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verður 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PK Arkitekta ehf., dags. 16. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 9. febrúar 2022 til og með 23. mars 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Ström, dags. 8. mars 2022, Sif Cortes, dags. 22. mars 2022, Ragnheiður Bragadóttir f.h. íbúa í Starmýri 6, dags. 22. mars 2022 og Erla Hafrún Guðjónsdóttir, dags. 23. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Helgu Björnsdóttur f.h. eigenda og íbúa Starmýri 4, dags. 26. mars 2022, mótt. 28. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

    Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að gæta verði hófs í þéttingu í grónum hverfum og hafa gott samráð við íbúa. Hér er lagt til að gera breytingu á deiliskipulagi sem myndi veita heimild til þess að bæta við fjórðu hæð ofan á helming þakflatar þriggja hæða fjölbýlishúss sem nú er í byggingu. Í fylgiskjölum með tillögunni kemur fram að byggingu hússins sjálfs eftir upphaflegum teikningum hafi verið mótmælt af flestum íbúum í götunni fyrir tveimur árum. Nú er enn bætt við byggingamagni. Athugasemdirnar sýna jafnframt að það er upplifun einhverra íbúa í nærliggjandi íbúðum að standa hefði mátt betur að samráði vegna breytingatillögunnar sem er hér afgreidd og að þau hafi áhyggjur af atriðum eins og skuggavarpi og bílastæðamálum. Íbúar fengu ekki send bréf um tillöguna að deiliskipulagsbreytingunni heldur húsfélög.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1158 og 1159 frá 5. apríl og 12. apríl 2022.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, úthlutun styrkja 2022         Mál nr. US220001

    Lagt fram í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 11. apríl 2022 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2022. Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni. 

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  12. Starfshópur um varanlegan regnboga, drög að erindisbréfi         Mál nr. US220096

    Lögð fram drög, ódags., að erindisbréfi um starfshóp um varanlegan regnboga á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. 

    Samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skipulags- og samgönguráð samþykkti þann 3. júlí 2019 að regnboginn á Skólavörðustíg fengi varanlegt heimili þar. Þann fjórða júní 2019 samþykkti borgarstjórn samhljóða að festa regnbogann varanlega. Í hugum margra tengist regnboginn við Skólavörðustíg í dag. Það vekur því undrun að verið sé að hrófla við þessu fyrirkomulagi sem hefur átt breiðan stuðning og fara með regnbogann á flakk eða flytja hann á ótilgreindan stað. Vonandi næst sátt og niðurstaða um að hrófla ekki við varanlegu heimili regnbogans á Skólavörðustíg.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Verið er að leita að staðsetningu fyrir regnbogann, aftur. Hér er greinilega um stór pólitískt mál að ræða? Borgarfulltrúi hefur ekkert á móti slíku ferli og því síður regnbogahugmyndinni en finnst þetta ekki vera einkamál umhverfis- og skipulagssviðs eða skipulags- og samgönguráðs. Þetta er sameiginlegt málefni borgarbúa og ekki er rétt að ráð og svið borgarinnar liggi á svona ákvörðun eins og ormur á gulli og telji þetta sitt einkamál.  Flokkur fólksins mælist til þess að meirihlutinn tali almennt séð meira við borgarbúa og leyfi þeim að taka þátt í framkvæmdum og ákvörðunum sem og hinum ýmsu skreytingum í borginni. Þetta ferli hefði átt að vera opnara. Spyrja á fólkið hvað því finnst og ekki síst þá sem búa við þær götur sem koma til álita.

    Fylgigögn

  13. Gufunes, málefni Loftkastalans         Mál nr. US220099

    Umræða að beiðni áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gerð hafa verið stór mistök. Einkavegur var gerður fyrir 1 aðila sem er nú staðfest með gögnum að hafi ruglað alla hæðarsetningu í Gufunesi.  Gögnum hefur verið haldið frá aðstandendum og reynt að þagga málið í þrjú ár. Ekki hefur einu sinni verið fylgt lögbundnu samráðsferli. Svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa, hæð landslags á lóðum. Þetta er ákveðið og gert án vitundar og athugasemda- og ábendingarmöguleika almennings eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst. Haldinn var loks fundur 25. apríl þar sem boðið var lækkun á götu og seinkun á gjalddögum. Þetta er slakt tilboð eftir allt sem á undan er gengið. Tafir hafa verið miklar og skemmdir á starfsemi í rúm 3. ár. Eftir því sem næst er komist er búið að framkvæma alla gatnagerð þarna á rangan hátt og með því mögulega brjóta á aðstandendum Loftkastalans stjórnsýslulagabrot, eignarréttarbrot og hegningarlagabrot. Af hverju var ekki fenginn óháður aðili til að mæla? Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar að lenda þarf þessu máli og það fyrir kosningar. Málinu hefur verið vísað til innri endurskoðunar sem hefur nú hlutverk „umboðsmanns borgarbúa.

  14. Túngata 36A, kæra 22/2022, umsögn         Mál nr. SN220172

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. mars 2022, ásamt kæru, dags. 11. mars 2022, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 8. mars 2022 og athafnaleysi byggingarfulltrúa sem felst í sömu ákvörðun varðandi umsókn eiganda íbúðar í húsinu Túngötu 36A. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 19. apríl 2022.

  15. Fornhagi 1, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN220141

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. mars 2022, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1.

    Fylgigögn

  16. Fossháls 13-15, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210687

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. mars 2022, vegna staðfestingu borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 23. mars 2022 á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Fossháls.

    Fylgigögn

  17. Nýi Skerjafjörður, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210810

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. apríl 2022, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga nýja Skerjafjarðar.

    Fylgigögn

  18. Tillaga skipulags- og samgönguráðs, um að torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verði kennt við Kænugarð/Kýiv         Mál nr. US220098

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skipulags- og samgönguráðs:

    Lagt er til að torgið á norðausturhorni Túngötu og Garðastrætis fái heitið ,,Kænugarður“ og undirheiti þess verði „Kýiv-torg“. Ensk þýðing torgsins verði ”Kyiv-square” og sambærileg þýðing verði notuð á öðrum tungumálum.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umhverfis og skipulagssviði er falið að hefja undirbúning að gerð skiltis fyrir torgið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um mál að ræða sem sjálfsagt er að styðja. Bein og óbein tengsl við borgina Kænugarð hafa verið í um 1200 ár. Og nú viljum við styðja fólkið í Úkraínu.

    -    Kl. 11:20 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
    -    Kl. 11:20 tekur Þórdís Pálsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  19. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna landsvæðis á Hólmsheiði         Mál nr. US190262

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fyrirspurnin er frá ágúst 2019 og nú er loks að koma svar. Spurt var „Hvaða framtíðar hugmyndir eru hjá Reykjavíkurborg um landsvæðið á Hólmheiði?“ Í svari segir að gert sé  ráð fyrir því að Hólmsheiði verði að megninu til útivistarsvæði Reykvíkinga en svæðið hefur þjónað fjölbreyttum hópi útivistar iðkenda um árabil. Fulltrúi Flokks fólksins telur  að öll svæði sem ekki er byggt á séu nú eins konar útivistarsvæði. Svo það eru engin stórtíðindi. Var þetta svæði annars gert að útivistarsvæði með formlegum hætti? Um tíma var rætt um að þarna kæmi  flugvöllur. Þarna gæti komið allt mögulegt ef því er að skipa t.d. íbúðabyggð, hverfi með tilheyrandi atvinnutækifærum? Ætti  ekki að ræða þetta við borgarbúa?

    Fylgigögn

  20. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna framkvæmda við Bústaðaveg, umsögn         Mál nr. US190355

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði  fram  eftirfarandi  fyrirspurn 2021, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut: Verið er að gera breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000. Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla. Spurt var um hvort  lögum og reglugerðum sem og stöðlum hafi verið fylgt þegar framkvæmdin var skipulögð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Þar var málinu frestað. Aldrei kom svar við þessari fyrirspurn en núna, þremur árum seinna er verið að svara Sjálfstæðisflokknum með sambærilega fyrirspurn. Og þá er viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök, enn eitt embættismanna klúðrið.

    Fylgigögn

  21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hæð byggingar á Ægissíðu         Mál nr. US220021

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Spurt var um  hvort skipulagsyfirvöld telji að  allt að 5 hæða fjölbýli í lágstemmdari byggð Ægissíðu falli undir samningsmarkmið Reykjavíkurborgar sem samþykkt hafa verið af borgarstjóra en í þeim er lögð áhersla á  gæði og gott umhverfi og varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar. Í svari segir að málið sé allt í óvissu, svar sem segir ekkert. Kannski verður sett þarna stór hús og mun lóðarhafi þá græða vel.

    Fylgigögn

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðstæður hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal, umsögn - USK21120066         Mál nr. US210289

    Lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um aðstæður hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal þar sem eru tröppur á göngustígum. Þarna fer fólk einnig um með barnakerrur. Víða eru tröppur og hafa börn sem hjóla í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppurnar. Auk þess sem hjólastígar eru víða með krappar beygjur. Fulltrúi Flokks fólksins kallaði eftir endurskoðun á þessu en fékk þau viðbrögð að þetta væri í lagi við Urðarbrunn. Gerð var önnur tilraun til að ná til skipulagsyfirvalda með því að senda mynd að börnum sem reyna að redda sér með því að hjóla á grasbakka með fram göngustígum. Í svari segir að svona verði þetta bara að vera þar sem lagning stígs samhliða tröppum í miklum halla tryggir ekki nægt öryggi vegfarenda um stíginn. Segir að aðrar leiðir séu færar um hverfið þar sem minni halli er til staðar. Gott og vel en það er alþekkt að flestir vilja fara sem stysta leið frá einum stað til annars. Vanda þarf til þeirra leiða, svo sem að hafa tröppur þannig að hægt sé að fara um þær með margs konar kerrur og hjól.  Með vettvangsskoðun má sjá hvað bjátar á.

    Fylgigögn

  23. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um viðgerð á göngustíg         Mál nr. US220088

    Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem 
    lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. apríl sl.:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í viðgerð á göngustíg sem liggur í gegnum Fellin frá Rjúpufelli að Yrsufelli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingar um að þarna þarf viðhald og almenna hreinsun. Reynt hefur verið að vekja athygli borgarinnar á þessu en ekki tekist. Um er að ræða stíg sem liggur í gegnum eitt þéttbyggðasta svæði í Reykjavík. Það nota mjög margir þennan göngustíg og þarfnast hann viðgerðar og hreinsunar þegar sú tíðin er. Oft hefur verið glerbrot á stígnum, rusl og lauf á haustin. Líklegt þykir að þessi stígur hafi hreinlega gleymst  hjá borginni því enginn kemur og sópar hann hvað þá lagfærir hann.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs- og umhirðu.

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um Klappkort         Mál nr. US220089

    Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. apríl sl.:

    Hvernig geta einstaklingar sem eiga ekki snjallsíma eða nettengda tölvu nálgast upplýsingar um stöðu á Klappkorti sínu sem notað er í strætó? Hér er t.d. átt við 10 miða spjald. Strætófarþegar með slíkt þurfa að reiða sig á minnið til að muna hversu mörg skipti eru eftir á kortinu þar sem það er einungis sýnilegt á skjá sem er aðgengilegur þeim í strætó.

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um leiðarkerfisbreytingu strætó         Mál nr. US220090

    Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands  sem lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. apríl sl.: 

    Það vantar strætó sem fer í gegnum Hringbraut alla leið að Granda. Væri mögulegt að láta leið 3 fara frá Háskóla Íslands til Granda, í gegnum Hringbraut en ekki gegnum Lækjartorg eins og er núna í tillögu?

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  26. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um snjallgangbrautir         Mál nr. US220100

    Lagt er til að í samráði við íbúa farið verði í stórátak í öryggi gangandi í Norðlingaholti. Lagt er til að þar sem þörfin er mest verði lagðar snjallgangbrautir.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Frestað. 

    Fylgigögn

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut         Mál nr. US220101

    Aðdragandinn er sá að gerðar voru breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkinu átti að ljúka 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður var 91.000.000. Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um málið í fyrra. Nú er svo komið að búið er að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök. Spurt er um hvað kostuðu þessi mistök og á hvers ábyrgð eru þessi mistök?

    Frestað.

  28. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um veg í Gufunesi         Mál nr. US220102

    Óskað er eftir tæmandi talið öllum upplýsingum sem snúa að vegi í Gufunesi sem lagður var norðan megin við hús Loftkastalans. 
    1. Hvers vegna var vegurinn lagður í upphafi?
    2. Hvers vegna var vegurinn fjarlægður?
    3. Hvar var kostnaður Reykjavíkur í þessari vegalagningu?
    4. Hvar var kostnaður veitna?
    5. Hver var hæðarpunktamælingin á veginum? 
    6. Var hann fjarlægður vegna þess að lækka þurfti hæðarmælingar í hverfinu?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:32

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Sara Björg Sigurðardóttir Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
135._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_27._april_2022.pdf