Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 122

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 1. desember kl. 09:00, var haldinn 122. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti með fjarfundarbúnaði: Inga Rún Sigurðardóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Landfylling í Nýja Skerjafirði, frummatsskýrsla, kynning         Mál nr. US210351

    Lögð fram til kynningar frummatsskýrsla um mögulega landfyllingu í Nýja Skerjafirði, dags. 3. nóvember 2021, ásamt viðaukahefti.

    Kynnt.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í tengslum við nýja byggð í Skerjafirði er fyrirhugað að gera 4,3 ha landfyllingu á um 700 metra kafla, um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun nýtast undir nálæga byggð, undir samgöngutengingar og til útivistar. Framkvæmdin er ekki matsskyld en ákveðið var að ráðast í mat á umhverfisáhrifum að frumkvæði borgarinnar. Fyrir liggja tillögur að mótvægisaðgerðum eins og að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Við þökkum vandaða vinnu við gerð frummatsskýrslu sem er nú komin í opið umsagnarferli. Í framhaldi verður unnið úr þessum gögnum og lagður grunnur að næstu skrefum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við landfyllingu við Skerjafjörð sem mun raska náttúrulegri fjöru sem hefur hátt verndargildi og til stendur að friða. Opinberir fagaðilar hafa bent á að landfyllingin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilegan fjölbreytni. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að skv. lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir, 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Ennfremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Náttúra Skerjafjarðar, ef svo má að orði komast, á ekki að gjalda fyrir að ástæða þyki til þess að skipuleggja byggð við fjörðinn eða á flugvallarsvæðinu.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilegan fjölbreytileika. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg áformar að gera 4,3 ha landfyllingu í Skerjafirði og er áætluð efnisþörf um 245.000 m3, sem nemur rúmlega 14.400 trailera/12 metra langra vörubíla. Í fyrri áfanga er gert ráð fyrir 0,5 hektara landfyllingu og í seinni áfanga 3,8 hektara. Mikið umhverfisslys er í uppsiglingu og mikið inngrip í náttúruna. Shellvík er með síðustu náttúrulegu og óröskuðu fjörunum í Reykjavík fyrir utan Kjalarnes. Áætlað er að fullbyggður Nýi Skerjafjörður hýsi 2.300–2.500 íbúa í 1.400 íbúðum og þar af eiga 300 íbúðir verði á fullbyggðri landfyllingu. Áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki, fuglalíf og verndarsvæði – samkvæmt skýrslunni eru metin í hæsta neikvæða flokki. Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst. Umferðarálagið er nægt fyrir og nýlega var boðað að þrengja að Suðurgötu og breyta henni í borgargötu. Efnisflutningar verða gríðarlegir í gegnum Skerjafjörð og á Menntavegi framhjá HR og á ólögðum vegi við enda flugbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Þá er ótalin áhrifin af eknum kílómetrum, eyðslu bíla, slit gatna og losun CO2 af verkinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta viðaukahefti styður það sem fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að segja undanfarin ár sem er að það á alls ekki að fylla upp í fjörur þegar eitthvað á að gera við ströndina. Þrátt fyrir hagstæð skilyrði fyrir landfyllingu á þessum stað kemur í ljós að tjónið fyrir lífríki fjörunnar er mikið og óvissa um árangur mikil. Í rammaskipulagi Skerjafjarðar er lögð áhersla á að leitast verði við að líkja eftir náttúrulegri strönd með notkun grjóts af sömu stærðargráðu og fjölbreytileika eins og er nú í fjörunni. Þetta er augljóslega ekki hægt samkvæmt þessari skýrslu: Um 2,7 ha af 3,7 ha núverandi fjöru sem geymir fínefni munu hverfa undir landfyllinguna og fláa hennar. Niðurstöður greininga sýna að varnargarðar munu aðeins veita staðbundið skjól fyrir öldu. Verulega stóran varnargarð þyrfti því til að skapa almennar skjólaðstæður við landfyllinguna. Þessi ,,tilbúna” þyrfti að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði Ragnhildur Gunnarsdóttir, Sigurður Örn Jónsson og Anna Rut Arnardóttir frá EFLU, Páll Gunnlaugsson frá ASK arkitektum, Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Hannes Bjartmar Jónsson, ráðgjafaverkfræðingur. 

    Eftirtaldir fulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Baldur Borgþórsson.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2021.

    Fylgigögn

  3. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga     (06.1)    Mál nr. SN160263

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. maí 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 21. júní 2021, Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig eru lögð fram svör við athugasemdum dags. 26. nóvember 2021.

    Samþykkt sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. nóvember 2021.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með hverfiskipulaginu er mótuð heildstæð sýn fyrir Breiðholtið. Reykjavíkurborg er að vinna hverfisskipulag fyrir öll hverfi til þess meðal annars að auka gagnsæi og jafnræði í kringum skipulagsheimildir og auðvelda fólki að gera breytingar á eigin húsnæði. Hverfisskipulagið skapar þannig skýra umgjörð um breytingar og viðbyggingar við núverandi húsnæði og einfaldar líf íbúa sem ætla að standa í framkvæmdum. Niðurstaðan er afrakstur víðtæks og metnaðarfulls samráðsferlis sem staðið hefur yfir frá árinu 2016. Komið er til móts við ákall íbúa um öflugri hverfiskjarna með þróun Arnarbakka og Völvufells og fleiri þróunarreita sem unnir hafa verið samhliða gerð hverfisskipulagsins. Vetrargarðurinn fær sinn sess í skipulagi Seljahverfis sem og fyrirhuguð dansmiðstöð í Efra-Breiðholti. Við þökkum starfsfólki hverfisskipulags mikla og góða vinnu og fögnum því að það sé að verða að veruleika.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að rýmka almennar heimildir húseigenda í hverfinu og er margt af því til bóta. Athugasemdir vegna samgangna ber að virða og er mikilvægt að bætt verði úr sem allra fyrst til þeim til að létta á umferð. Þá skortir á að Mjóddin sé skipulögð í heild eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. Rétt er að benda á að Elliðaárdalurinn er ekki heldur hluti þessa hverfisskipulags.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi meingölluðu skipulagi. Er það eðlilegt að annað sveitarfélag sé að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag mun fara yfir mörkin í umferðarspá í umhverfismatinu frá 2003. Verður ekki að gera nýtt umhverfismat? Einnig má spyrja af hverju það hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga     (06.2)    Mál nr. SN160264

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. apríl 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Jóhanna Björk Gísladóttir dags. 8. júlí 2021, Svava Björg Hjaltalín Jónsdóttir f.h. eigenda við Akrasel 6 dags. 18. ágúst 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Helga Kristín Gunnarsdóttir f.h. Vina Vatnsendahvarfs dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig eru lögð fram svör við athugasemdum dags. 26. nóvember 2021.

    Samþykkt sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. nóvember 2021.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með hverfiskipulaginu er mótuð heildstæð sýn fyrir Breiðholtið. Reykjavíkurborg er að vinna hverfisskipulag fyrir öll hverfi til þess meðal annars að auka gagnsæi og jafnræði í kringum skipulagsheimildir og auðvelda fólki að gera breytingar á eigin húsnæði. Hverfisskipulagið skapar þannig skýra umgjörð um breytingar og viðbyggingar við núverandi húsnæði og einfaldar líf íbúa sem ætla að standa í framkvæmdum. Niðurstaðan er afrakstur víðtæks og metnaðarfulls samráðsferlis sem staðið hefur yfir frá árinu 2016. Komið er til móts við ákall íbúa um öflugri hverfiskjarna með þróun Arnarbakka og Völvufells og fleiri þróunarreita sem unnir hafa verið samhliða gerð hverfisskipulagsins. Vetrargarðurinn fær sinn sess í skipulagi Seljahverfis sem og fyrirhuguð dansmiðstöð í Efra-Breiðholti. Við þökkum starfsfólki hverfisskipulags mikla og góða vinnu og fögnum því að það sé að verða að veruleika.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að rýmka almennar heimildir húseigenda í hverfinu og er margt af því til bóta. Athugasemdir vegna samgangna ber að virða og er mikilvægt að bætt verði úr sem allra fyrst til þeim til að létta á umferð. Þá skortir á að Mjóddin sé skipulögð í heild eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. Rétt er að benda á að Elliðaárdalurinn er ekki heldur hluti þessa hverfisskipulags.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að nokkur útivist verði á svæðinu. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru í Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er slegin yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem við kemur Arnarnesveginum. Kópavogur vill stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgunarsvæði verði stórt og það svæði verði að fullu nýtt, mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleika Vetrargarðsins. Kópavogur vill hafa áhrif á skipulagið og virðist hugsa einungis um eigin hagsmuni. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna Vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur? Af hverju er ekki hægt að skoða að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga     (06.3)    Mál nr. SN160265

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. apríl 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti dags. 2. júlí 2021, Björn Ólafsson mótt. 12. júlí 2021, ótilgreindur aðili, vegna umferðar við Austurberg, dags. 12. júlí 2021, Bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig eru lögð fram svör við athugasemdum dags. 26. nóvember 2021

    Samþykkt sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. nóvember 2021.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með hverfiskipulaginu er mótuð heildstæð sýn fyrir Breiðholtið. Reykjavíkurborg er að vinna hverfisskipulag fyrir öll hverfi til þess meðal annars að auka gagnsæi og jafnræði í kringum skipulagsheimildir og auðvelda fólki að gera breytingar á eigin húsnæði. Hverfisskipulagið skapar þannig skýra umgjörð um breytingar og viðbyggingar við núverandi húsnæði og einfaldar líf íbúa sem ætla að standa í framkvæmdum. Niðurstaðan er afrakstur víðtæks og metnaðarfulls samráðsferlis sem staðið hefur yfir frá árinu 2016. Komið er til móts við ákall íbúa um öflugri hverfiskjarna með þróun Arnarbakka og Völvufells og fleiri þróunarreita sem unnir hafa verið samhliða gerð hverfisskipulagsins. Vetrargarðurinn fær sinn sess í skipulagi Seljahverfis sem og fyrirhuguð dansmiðstöð í Efra-Breiðholti. Við þökkum starfsfólki hverfisskipulags mikla og góða vinnu og fögnum því að það sé að verða að veruleika.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að rýmka almennar heimildir húseigenda í hverfinu og er margt af því til bóta. Athugasemdir vegna samgangna ber að virða og er mikilvægt að bætt verði úr sem allra fyrst til þeim til að létta á umferð. Þá skortir á að Mjóddin sé skipulögð í heild eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. Rétt er að benda á að Elliðaárdalurinn er ekki heldur hluti þessa hverfisskipulags.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði í nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga. Hentar kannski hagsmunum og kosningaloforðum bæjarráðs Kópavogs, en framkvæmdin mun koma sér illa fyrir íbúa Breiðholts. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Íbúaráð Breiðholts og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð og Arnarnesvegur mun auka á vandann.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  6. Gufunes, samgöngutengingar, nýtt deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN210218

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi. Um er að ræða ca. 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Einnig er Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag o.fl., samkvæmt uppf. uppdrætti Verkís dags. 24. júní, br. 19. nóvember 2021, og greinargerð Verkís dags. 24. júní 2021, br. 19. nóvember 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur skýrsla nr. 218. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2021 til og með 15. september 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Umhverfisstofnunar dags. 12. ágúst 2021, íbúaráð Grafarvogs dags. 17. ágúst 2021, Sigurjón P. Stefánsson dags. 23. ágúst 2021, Veðurstofa Íslands dags. 26. ágúst 2021, Jón Dal Kristbjörnsson og Sigríður María Jónsdóttir dags. 6. september 2021, Skipulagsstofnun dags. 15. september 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. september 2021 og Minjastofnun Íslands dags. 22. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2021.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að tillögur um bráðabirgðaveg í Gufunesi og göngutengingar á svæðinu verði bornar upp í tvennu lagi þar sem um tvö aðskilin mál er að ræða. Annars vegar er um að ræða bætt aðgengi til framtíðar fyrir gangandi og hjólandi sem búa í Gufunesi og þá sem vilja njóta útivistar á svæðinu og hins vegar bráðabirgðaveg sem er umdeildur þar sem hann mun liggja á veghelgunarsvæði Sundabrautar.

    Málsmeðferðartillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni. 

    Deiliskipulagstillaga samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2021. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Helsta markmið með deiliskipulaginu er að búa til betri samgöngutengingar frá nýskipulögðu svæði í Gufunesi upp á Strandveg. Lagðir verðar stígar og innanhverfisvegur í þeim tilgangi. Jafnframt er Hallsteinsgarður festur í sessi sem borgargarður. Fyrirhuguð lega Sundabrautar verður höfð til hliðsjónar við breytingar á deiliskipulag í framtíðinni, og samráð haft við Vegagerðina varðandi þann þátt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að skipuleggja bráðabirgðatengingar frá Gufunesi að Strandvegi sem að hluta fer yfir veghelgunarsvæði Sundabrautar. Mikilvægt er að raska í engu uppbyggingarmöguleikum Sundabrautar og að þessar fyrirætlanir tefji í engu það verkefni.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  7. Köllunarklettsvegur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.330.9)    Mál nr. SN210759

    Lögð fram umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst hækkun á núverandi byggingu úr tveimur hæðum í fjórar hæðir, stækkun á byggingarreit til suðvesturs til að koma fyrir viðbyggingu fyrir flóttastiga og breyting á fjölda bílastæða samkvæmt reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþings - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1141 frá 23. nóvember 2021.

    Fylgigögn

  9. Vesturgata 64, Fjölbýlishús - mhl.01     (11.301.13)    Mál nr. BN060025

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 6-7 hæða fjölbýlishús með 51 íbúð í tveimur stigahúsum sem verða mhl. 01 á lóð nr. 64 við Vesturgötu. 

    Kynnt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn nokkrar efasemdir um að mótvægisaðgerðir nái að milda ásýnd þessara stóru bygginga. Búið er að rannsaka birtu og skuggavarp í inngörðum og gera breytingar sem eru af hinu góða. En dugar það til til að gera þetta aðlaðandi og hlýlegt? Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið sem og fólki. Um er að ræða mikið byggingarmagn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.

    Fylgigögn

  10. Vesturgata 64, Fjölbýlishús - mhl.02     (11.301.13)    Mál nr. BN060202

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02, sem er 7 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 44 íbúðum á bílakjallara á lóð nr. 64 við Vesturgötu. 

    Kynnt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn nokkrar efasemdir um að mótvægisaðgerðir nái að milda ásýnd þessara stóru bygginga. Búið er að rannsaka birtu og skuggavarp í inngörðum og gera breytingar sem eru af hinu góða. En dugar það til til að gera þetta aðlaðandi og hlýlegt? Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið sem og fólki. Um er að ræða mikið byggingarmagn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, 

    uppgjör janúar til september 2021,         Mál nr. US200295

    Lagt fram níu mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umhverfis- og skipulagssvið 9 mánaða uppgjör lagt fram. Það sem fulltrúi Flokks fólksins finnst eftirtektarvert er „leiga gatna“. Fulltrúi Flokks fólksins veltir vöngum yfir hvers vegna sá rekstrarliður hefur farið nokkur hundruð milljónir fram úr áætlun? (Tilvitnun: Leiga gatna var 396 m.kr. umfram fjárheimildir, einkum vegna verðbótaþáttar leigunnar.) Verðbótaþátturinn skýrir þetta alls ekki út. Umframkeyrslan á liðnum í heild sinni er yfir 11%. Á ekki að reikna verðbótaþáttinn inn í fjárhagsáætlun? Er það ekki gert? Verðbótaþátturinn á ekki að koma neinum á óvart. Verðbólgan á árinu er 3-4%. Það sést ekki hvað grunnfjárhæð fyrir „leigu gatna“ er hár liður og því ekki hægt að reikna út hvað umframkeyrsla upp á 396 milljónir króna er hátt hlutfall af grunnfjárhæðinni.

    Fylgigögn

  12. Bergstaðastræti 81, kæra 168/2021     (01.196.4)    Mál nr. SN210788

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. nóvember 2021 ásamt kæru dags. 23. nóvember 2021 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 16. nóvember 2021 um leyfi til að gera bílgeymslu með tilheyrandi innkeyrslu frá götu við suðaustur lóðarmörk, og að þak bílgeymslu verði hluti af efri verönd lóðar húss á lóð nr. 81 við Bergstaðastræti.

  13. Krókháls, GR reitur G1, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210583

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. nóvember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal.

    Fylgigögn

  14. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi     (05.8)    Mál nr. SN210665

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. nóvember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði.

    Fylgigögn

  15. Vogabyggð svæði 5, breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN210675

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. nóvember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis 5 í Vogabyggð.

    Fylgigögn

  16. Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN210489

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. nóvember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I.

    Fylgigögn

  17. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýbyggingar á árunum 2014 til 2021, umsögn         Mál nr. US210280

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 22. nóvember 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurnin fjallar m.a. um að gengið sé á græn svæði þegar ákveðið er hvar á að byggja. Græn svæði hafa tapast samkvæmt svari og þau skuli bætt upp með grænu yfirbragði innan hinnar nýju byggðar, rúmgóðum og fjölbreyttum garðsvæðum, blágrænum ofanvatnslausnum, grænum húsþökum, grænum bílastæðum, gróðri í göturýmunum og almennt lausnum sem tryggja gegndræpi yfirborðsins. Þetta er auðvitað ekki það sama og “græn svæði” að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tökum sem dæmi Hljómskálagarðinn og ef ákveðið yrði að byggja þar, hvernig yrði Hljómskálagarðurinn bættur upp með grænum bílastæðum, blágrænum ofanvatnslausnum eða grænum húsþökum? Einnig eru fjörur fylltar í gríð og erg til að byggja á. Ekki er minnst á þá röskun í svarinu. Með því að taka fjörur borgarinnar undir steypu er eiginlega gengið eins langt og hægt er í að skemma náttúru. Um er að ræða aðgerðir sem eru með öllu óafturkræfar.

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum, svar - USK2021110017         Mál nr. US210273

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 26. nóvember 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borist hefur svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um notkun skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar á hugtakinu „líffræðilegur fjölbreytileiki“ og skilgreiningu þar á. Spurt var vegna þess að embættismenn, ráðgjafar og þeir sem skrifa um breytingar á ræktun innan borgarinnar nota það hins vegar mest þegar áætlað er að planta í einstök beð eða einstaka garða. Það er misnotkun á hugtakinu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Pínulítil svæði hafa ekkert með líffræðilegan fjölbreytileika að gera. Í svarinu hins vegar er skilgreiningin sem birt er á líffræðilegum fjölbreytileika í nokkru samræmi við alþjóðlega skilning á hugtakinu sem er notað til að skilgreina margbreytileika lífríkisins bæði vistfræði- og erfðafræðilega. Hugtakið er einmitt notað í víðu samhengi t.d. þegar talað er um líffræðilega fjölbreytni á stórum landsvæðum en ekki þegar planta á í einstök beð eða einstaka garða.

    Fylgigögn

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um 18 ára aldurstakmark vegna notkunar rafhlaupahjóla og akstur á götum - R21110108         Mál nr. US210338

    Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 11. nóvember 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. Tillagan er svohljóðandi:

    Tillaga Flokks fólksins að borgarráð beiti sér fyrir að 18 ára aldurstakmark sé sett til að aka um á rafmagnshlaupahjóli sem náð geta meira en 25 km hraða. Samkvæmt skilmálum rafhlaupahjólaleiga þarf notandi að vera orðinn 18 ára til að leigja og samkvæmt Samgöngustofu mega börn aka um á rafhlaupahjólum með leyfi foreldra. Einnig er lagt til að borgaryfirvöld hvetji löggjafann til að breyta lögum þannig að rafhlaupahjól sem aka á og yfir 25 km/klst. megi aka á götum eftir atvikum en samkvæmt lögum mega þær einungis aka á gang,- og hjólastígum. Komin eru á markað rafhlaupahjól sem komast enn hraðar, allt að 45 km/klst. Löggjafinn hefur ekki enn ákveðið hvort setja eigi aldurstakmark á þau hjól sem komast svo hratt eða hvar þau eigi að aka. Reykjavíkurborg getur sett sínar eigin reglur t.d. um hvort rafhlaupahjól eigi kannski heima á götum, hjólastígum eða gangstéttum. Banaslys hefur orðið þar sem rafmagnshlaupahjól kemur við sögu og óttast fulltrúi Flokks fólksins um börnin bæði sem notendur hjólanna og einnig að þau gætu orðið fyrir þeim. Fulltrúi Flokks fólksins vill að borgarstjórn ræði um rafhlaupahjól og öryggi notenda á þeim og þá ekki síst börnin í þessu sambandi. Ýmis tegundir af hjólum eru í notkun. Ekki er öllum ljóst hvaða hjól eiga heima á gangstéttum eða göngustígum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur komið með tillögu um að fræðsla verði um öryggismál rafhlaupahjóla innan skólakerfisins.

    Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þarf að skoða í samhengi við að aldursmörk bílprófs, en bílpróf veitir leyfi til aksturs talsvert þungra ökutækja frá allt að 17 ára aldri. Reykjavíkurborg hefur áður sent erindi ríkisins og beðið um breytingu á lögum til að heimila akstur léttra bifhjóla í flokki 1 á umferðarminni götum. Sú skoðun borgarinnar liggur fyrir og verður áréttuð í framtíðarvinnu við breytingar á umferðarlögum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgaryfirvöld beittu sér fyrir að 18 ára aldurstakmark sé sett til að aka um á rafmagnshlaupahjóli sem náð geta meira en 25 km hraða. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þarf að skoða í samhengi við að aldursmörk bílprófs. Það er ábyrgðarhluti að hunsa þessa tillögu nú þegar sprenging hefur orðið í tíðni alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum Reykjavíkurborg getur sent erindi til ríkisins og óskað eftir samvinnu um þessi mál hið snarasta enda líf í húfi. Reykjavíkurborg verður að gera allt sitt til að draga úr slysum og beita sér fyrir að hjólin séu notuð með ábyrgum og öruggum hætti. Fram undan er hálkutíð og í hálku eru rafhlaupahjólin hættuleg. Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól “rétt” svo enginn hljóti skaða af. Reykjavíkurborg getur beitt sér fyrir því að efla vakningu meðal foreldra og fræðslu til barnanna um notkun hjólanna og um hætturnar í umferðinni. Annað vandamál er að dæmi eru um að hlaupahjól fari hraðar en leyfilegt sé, það er á 25 km hraða og eru þar með ólögleg.

  20.     Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um áhrif borgarlínu á Hverfisgötu         Mál nr. US210346

    Lagt er til að skipulags- og samgöngusvið kanni áhrif á verslun og aðra rekstraraðila ef almenn umferð um Hverfisgötu verði hverfandi með tilkomu borgarlínu. Samgöngustjóra verði falið að leiða þessa vinnu og skila niðurstöðum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 15. febrúar 2022. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  21. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, varðandi ástand skólahúsnæðis         Mál nr. US210349

    Lagt er til að ástand skólahúsnæðis í borginni verði á dagskrá næsta fundar skipulags- og samgönguráðs. Óskað er eftir að farið verði yfir viðhaldsþörf og hvernig henni verði forgangsraðað. Þá er jafnframt óskað eftir að farið verði yfir þær nýlegu úttektir sem gerðar hafa verið á ástandi skólahúsnæði.

    Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mjög ítarleg umræða um ástandsúttektir á húsnæði leikskóla grunnskóla og frístundar fór fram á fundir borgarráðs þann 4. nóvember sl. Á sama fundi var samþykkt viðhaldsáætlun, stefna varðandi byggingar skóla- og frístundasviðs samþykkt og stýrihópur vegna forgangsröðunar mannvirkja skipaður. Umræðan hefur því þegar nýfarið fram í borgarráði og því þykir ekki rétt að endurtaka hana í skipulags- og samgönguráði sem heyrir undir borgarráð.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Viðhald skólabygginga hefur verið vanrækt árum saman með alvarlegum afleiðingum þannig að loka hefur þurft skólum. Nýlega hefur komið svo upp mygla við enn einn skólann í borginni með þeim afleiðingum að loka hefur þurft stórum hluta skólans og flytja kennsluna í önnur húsnæði. Það sýnir áhugaleysi og feluleik meirihlutans að fella tillögu um að skipulagsráð fái kynningu á viðhaldsþörf skólahúsnæðis í borginni.

  22. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kvöð um tímaramma þegar byggingaleyfi er veitt         Mál nr. US210314

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að veiti skipulagsyfirvöld byggingarleyfi fylgi því leyfi tímamörk sem viðkomandi hefur til að fullklára bygginguna. Útgefið leyfi þarf að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma. Um tímann má semja enda ýmislegt sem kemur til. Fram til þessa eru sum útgefin leyfi aðeins pappír um eitthvað sem kannski verður gert. Í einhverjum tilfellum eru engar sérstakar ástæður fyrir töfum nema kannski að það standi illa á hjá lóðarhafa, hann vilji jafnvel bíða og sjá hvert íbúðaverð er að þróast. Meirihlutinn segir nú vera metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en það sárvantar enn húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrum sinnum lagt fram fyrirspurnir um byggingarferli og tillögur um að einfalda ferlið en kvartað er yfir töfum og að flækjustig séu óþarflega mörg. Byggingarferli á nýjum íbúðum er tímafrekt við bestu aðstæður og enn tímafrekari þegar byggt er á þéttingarreitum. Verði Flokkur fólksins í næsta meirihluta borgarstjórnar mun hann vilja tryggja stöðugt framboð á lóðum og auka lóðaframboð á reitum sem ekki eru þegar byggðir.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

    Fylgigögn

  23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi móa við Hallsveg         Mál nr. US210350

    Mikil röskun hefur orðið á náttúrulegum móa við Hallsveg vegna framkvæmda við undirgöng og gangstíg móts við Fífurima á móti íþróttasvæði Fjölnis. Hvernig verður frágangi á svæðinu háttað og er ætlunin að náttúrulegi móinn sem þar er fái að halda sér og sáð verði í raskað svæðið.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi borgarlínu og væntanlegan ferðatíma         Mál nr. US210347

    Óskað er eftir yfirliti yfir væntanlegan ferðatíma milli staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiðakerfi fyrirhugaðrar Borgarlínu fyrsta áfanga og uppfærðs leiðakerfi Strætó verði samtvinnað. 

    1) Hver er áætlaður ferðatími frá miðbæ Reykjavíkur í miðbæjarkjarna nágrannasveitarfélaganna fimm; Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar? 2) Hver er áætlaður ferðatími frá helstu íbúðarhverfum í helstu þjónustukjarna eins og frá Árbæ, efra og neðra Breiðholti, Seljahverfi, Grafarvogi og Grafarholti í Smáralind. Ennfremur áætlaður ferðatími úr Grafarvogi í þjónustukjarnann við Urriðaholt. Frá Áslandi í Kringluna og frá Seltjarnarnesi á Korputorg, svo dæmi séu tekin. 3) Þá er óskað eftir töflu með áætluðum ferðatíma milli þessara þjónustukjarna innbyrðis sem og stórra skólakjarna og vinnustaða eins og Landsspítala Háskólasjúkrahúss og háskólanna.

    Vísað til umsagnar verkefnastofu borgarlínu.

  25. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um byggingarmagn lóða þar sem bensínstöðvar munu víkja         Mál nr. US210345

    Hvert er byggingarmagn á þeim reitum þar sem nú eru bensínstöðvar en fyrirhugað er að íbúðir og önnur þjónusta komi á svæðin? Óskað er eftir yfirliti skipt út frá þeim lóðum sem tilgreindir eru í minnisblaði nefnt: Fækkun bensínstöðva - áfangaskil samningaviðræðna við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík um uppbyggingu á ýmsum lóðum, lagt fram í borgarráði 24. júní 2021. 

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  26. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um nýtingu bílahúsa         Mál nr. US210348

    Hver var nýting bílahúsa í Reykjavíkurborg síðasta árið? Hvernig var nýtingin skipt eftir bílahúsum? Eru bílahúsin nýtt á einhverjum ákveðnum tímum frekar en öðrum? Þ.e.a.s. á ákveðnum dögum eða tímasetningum?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um álit umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum         Mál nr. US210310

    Fyrirspurn Flokks fólksins um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum. Hefur Reykjavík beint fyrirmælum til Bílastæðasjóðs um að breyta verklagsreglum í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að ekki væri heimilt að sekta vegna bifreiða sem lagðar eru í merkt stæði á göngugötum ef um er að ræða handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða? Stendur til að bregðast við áliti Umboðsmanns með því að hætta að sekta fyrir slík tilvik eða verður brugðist við álitinu á annan hátt?

    Fyrirspurninni fylgir greinargerð. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hjólhýsa og húsbíla mál         Mál nr. US210354

    Áhyggjur eru af orðum skipulagsfulltrúa í Reykjavík en hann segir í bréfi til íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulega staðsetningu á svæði fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi að "einkaaðilar á markaði gætu allt eins þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn frekar en að borgin útvegi land og setji upp grunnþjónustu." Um málið var fjallað í fjölmiðlum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort til standi hjá borginni að reka þennan hóp úr Laugardalnum án þess að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi í borgarlandinu? Ef á að reka þetta fólk úr Laugardal hvert á það þá að fara? Og hvar eiga einkaaðilar að finna lóðir?

    Frestað.

  29. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vistvottunarkerfi         Mál nr. US210355

    Vistvottunarkerfið BREEAM byggir á umhverfis- og auðlindafræði, áhrifa loftslagsbreytinga, sjálfbærni, umhverfisvottun og samfélagsábyrgð sem aðilar í byggingariðnaðinum og opinberir aðilar nota. 

    1. Varðandi fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði er áætlað að notast við vistvottunarkerfið BREEAM?

    2. Hver eru áætluð umhverfisáhrif af eknum kílómetrum við verkið? 

    3. Hefur verið reiknað út slit gatna við verkið?

    4. Hver er áætluð losun CO2 af verkinu?

    Frestað.

  30. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um snjallgangbrautir         Mál nr. US210356

    Lagt er til að snjallgangbrautir verði settar upp við alla grunnskóla í borginni til að auka umferðaröryggi skólabarna. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um framkvæmdir við Ánanaust         Mál nr. US210357

    Hvaða gatnaframkvæmdir eiga sér stað við Ánanaust og hversu langan tíma eiga þær að taka?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:54

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0112.pdf