Öldungaráð - Fundur nr. 64

Öldungaráð

Ár 2022, mánudaginn 7. febrúar var haldinn 64. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.33. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Berglind Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Baldur Magnússon og Rannveig Ernudóttir. Einnig sat Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs fundinn með rafrænum hætti.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um akstursþjónustu aldraðra. MSS22020066

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð þakkar fyrir kynningu á reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða sem og samanburð á þeim við reglur um akstursþjónustu fatlaðra. Munurinn á reglunum skýrist af þeirri staðreynd að sveitarfélögum ber lögum samkvæmt að veita akstursþjónustu fyrir fatlaða, en ekki fyrir aldraða. Reykjavíkurborg býður hins vegar upp á niðurgreidda akstursþjónustu fyrir aldraða og eru núverandi reglur síðan 2018. Skörun getur verið á því hvort hinn aldraði ætti að fá þjónustu sem aldraður eða sem fatlaður og er þetta matsatriði hverju sinni. Einnig eru þættir í viðmóti þjónustuaðila, til dæmis tilmæli til aldraðra um að óska eftir akstursþjónustu utan álagstíma sem ber vott um öldrunarfordóma og samræmast þannig t.d. ekki því markmiði Reykjavíkurborgar að vera aldursvæn borg. 

  -    Kl. 9.47 tekur Jóhann Birgisson sæti á fundinum með rafrænum hætti. 
  -    Kl. 9.55 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 
  -    Kl. 10.00 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum. 

  Þórhildur Guðrún Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á SELMA öldrunarteymi Reykjavíkurborgar. MSS22020065

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð Reykjavíkur fékk kynningu á SELMU öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar og þeirri mikilvægu þjónustu sem teymið sinnir. Öldungaráðið fagnar þessari þjónustu sem stuðlar að því að eldri borgarar geti búið/dvalið lengur heima í sjálfstæðri búsetu við öryggi sem fylgir samhæfðri persónulegri læknisþjónustu. 

  Margrét Guðnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram umsögn velferðarsviðs dags. 4. febrúar 2022, um erindi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni dags. 21. nóvember 2021, um ráðstöfun styrks til velferðarsviðs. MSS21120013 

  Fylgigögn

 4. Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 26. janúar 2022, um atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. tilv. R20120043. MSS22010337 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:08