Öldungaráð - Fundur nr. 60

Öldungaráð

Ár 2021, mánudaginn 4. október var haldinn 60. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:43. Fundinn sat Berglind Eyjólfsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhann Helgason, Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Jóhann Birgisson og Rannveig Ernudóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning um Alzheimer samtökin – heilabilun og úrræði vegna ofbeldi. R21090323 

  Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Öldungaráð vill beita sér fyrir að sett verði á fót nefnd eða stjórnvald sem hefur það hlutverk að kanna aðbúnað aldraðra og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæta illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum. Heimildum og hlutverki slíkrar nefndar myndi svipa til barnaverndarnefnda og gæti beitt úrræðum eftir atvikum hverju sinni, í samræmi við lög og reglur, og heppilegust þættu til að tryggja hagsmuni og velferð hins aldraða.

  Sigurbjörg Hannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram umsögn öldungaráðs dags. 10. september 2021, um drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða mál nr. 141/2021. R21080211

  Fylgigögn

 3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleg starfslok:  

  Lagt er til að öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykki að Reykjavíkurborg taki upp sveigjanleg starfslok, en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til að hætta í starfi við sjötugt. Reglur borgarinnar banna fólki að starfa eftir 70 ára aldurinn. Það er kominn tími til að breyta þessum ósanngjörnu reglum. R21090173

  Samþykkt að vísa tillögunni frá. 
  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Samtaka aldraðra, Korpúlfa samtaka aldraðra í Grafarvogi og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu leggja fram svohljóðandi bókun:

  Tekið er undir að þörf sé á auknum sveigjanleika í reglum borgarinnar sem geri fólki kleift að starfa eftir 70 ára aldurinn. Bent er jafnframt á að sama tillaga var lögð fyrir borgarstjórn þann 21. september sl., og vísað frá með þeim rökum að starfshópur um sveigjanleg starfslok, með fulltrúum Reykjavíkurborgar og stéttarfélaga, auk ráðgjafarfulltrúa lífeyrissjóða og Félags eldri borgara, hafi þegar verið skipaður og reiknað er með að hann muni skila af sér í apríl 2022. Meðal verkefna hópsins er að móta tillögur að breytingum sem svari breyttum þörfum bæði vinnuveitenda og starfsfólks varðandi starfslok vegna aldurs. Því væri ekki ástæða til að fela mannauðs- og starfsumhverfissviði að vinna að útfærslu og innleiðingaráætlun í verkefni sem þau eru nú þegar að vinna. Tekið er undir þessi rök og því er tillögunni frá. 

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokks telur ekki samræmast góðum fundarsköpum að vísa tillögunni frá heldur ætti hún að hljóta afgreiðslu fundarins, enda liggur vilji Öldungaráðs Reykjavíkurborgar um þetta mál ekki fyrir. Sveigjanleg starfslok hafa verið að velkjast í kerfinu í meira en níu ár án þess að nokkur niðurstaða hafi fengist. Enginn tímarammi er á innleiðingu þessara mikilvægu breytinga, sem eru mannréttindamál. Starfshópar og skýrslur hafa ekki skilað sér í niðurstöðu og nú er þessari tillögu vísað frá án þess að fyrir liggi áætlun eða ákvörðun um að heimila sveigjanleg starfslok.

  Fylgigögn

 4. Lagðar fram reglur um samfélagsmiðla Reykjavíkurborgar dags. júní 2021. R21090322

  Fylgigögn

 5. Öldungaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Starfshópur um sveigjanleg starfslok hóf störf þann 15. maí 2021. Óskað er eftir upplýsingum frá sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs, um hvar vinna starfshópsins er stödd. R21040086

  Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.

Fundi slitið klukkan 11:30