Öldungaráð - Fundur nr. 31

Öldungaráð

Ár 2018, mánudaginn 24. september, var haldinn 31. fundur Öldungaráð. Fundurinn var haldinn í Dótabúð, Ráðhúsi og hófst klukkan 17:17. Viðstödd voru Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Gíslason, Álfhildur Hallgrímsdóttir, Bryndís Hagan. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fréttum af velferðarsviði - hjúkrunarheimilið við Sléttuveg og framkvæmdarsjóður aldraðra. 

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Félags eldri borgara í Reykjavík, dags. 23. ágúst 2018:

    Félag eldri borgara í Reykjavíkur leggur til að borgin taki þátt í að bjóða eldri borgurum heimaþjónustu um þjálfun og hreyfingu. Lagt er til að auglýst verði tilboð frá Rvík/FEB um heimsóknir þjálfara og kanni þannig þá eftirspurn sem fram komi frá öldruðum og vinnubrögð þar að lútandi. Ef árangur er jákvæður, skuli stjórn Félags eldri borgara og velferðarráð borgarinnar ganga frá þjónustu á þessum vettvangi. R18090197

    Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar velferðarsviðs.

    Fylgigögn

  3.  Fram fer umræða um ný lög um félagsþjónustu aldraðra og ný verkefni öldungaráðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:47