Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 27. október, var haldinn 222. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 8 mánaða staða í rekstri Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál. 

2. Skipan dómnefndar  um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2015. Lagt fram bréf Rithöfundasambands Íslands dags. 15. október 2014 þar sem fram kemur að Bjarni Bjarnason verði fulltrúi RSÍ í dómnefnd. Samþykkt að dómnefndina skipi Páll Valsson formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason. (RMF14060011)

3. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF kynnir stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu, vöxt, uppbygging, stefnumótun og önnur brýn verkefni. 

4. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík kom á fundinn og kynnir starfsemi Meet in Reykjavík og gildi hennar fyrir Reykjavík. 

5. Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna og kynnir málefni skemmtiferðaskipa og tengdri ferðamennsku í Reykjavík.  

- kl. 15:58 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundi.

- kl. 16:15 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

6. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir aðgerðir og árangur sl. 12 mánaða og helstu verkefni framundan.

Fundi slitið kl. 16:33

Elsa Hrafnhildur Yeoman m.e.h.

Þórgnýr Thoroddsen m.e.h. Dóra Magnúsdóttir m.e.h.

Stefán Benediktsson m.e.h. Marta Guðjónsdóttir m.e.h.

Ingvar Jónsson m.e.h.