Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, þriðjudaginn 24. september 2002, var haldinn 359. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Viðey og hófst hann kl. 18.20. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Pjetur Stefánsson fulltrúi BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Í aðdraganda fundar var farin stutt kynningarferð í Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Borgarskjalasafn og Borgarbókasafn í Grófarhúsi og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi.

1. Borgarminjavörður, sem var gestur fundarins og menningarfulltrúi kynntu málefni Viðeyjar og niðurstöður stýrihóps frá 21. nóvember 2001 um framtíðarsýn Viðeyjar og annarra eyja á Sundum. Umræður um stöðu mála og framtíðarsýn. Frestað.

2. Formaður lagði til að Ólafur Gíslason verði fulltrúi menningarmálanefndar í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur til tveggja ára, sbr. samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur. Samþykkt.

3. Lögð fram tillaga að skiptingu rekstrarramma menningarmála 2003. Samþykkt var 4% hækkun á framlagi til menningarstofnana milli ára að viðbættum 2 milljónum kr. vegna hafnargjalda Viðeyjar. Ákvörðun um aðra kostnaðarstaði frestað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

4. Lagður fram til kynningar samstarfssamninur um rekstararfélag Sarps sem er menningarsögulegur gagnagrunnur og undirritaður var þ. 21. júní sl. með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Einnig var kynnt kostnaðaráætlun vegna innleiðingar og reksturs á Sarpi en sótt hefur verið um styrk til Safnasjóðs fyrir 50% af kostnaði við innleiðingu. Borgarminjavörður gerði grein fyrir málinu. Menningarmálastjóra falið að fá upplýsingar hjá Borgarbókasafni um framgang innleiðingar á landskerfi bókasafna. 5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Í tilefni af bréfi frá leikurum og leikstjórum vegna slæmrar fjárhagsstöðu og jafnvel gjaldþrots Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu, leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að menningarmálanefnd taki sem allra fyrst til sérstakrar umfjöllunar á sínum vettvangi málefni leikhússins. Sú umfjöllun þyrfti m.a. að fela í sér kynningu á fjárhagsstöðu félagsins og umræðu um það hvernig borgaryfirvöld geta brugðist við því ástandi sem aðstandendur félagsins lýsa í umræddu bréfi. Menningarmálastjóra var falið að taka saman kynningu á stöðu mála hjá LR.

Fundi slitið kl. 20

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason