No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2012, mánudaginn 4. júní, var haldinn 168. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Sigurður Björn Blöndal, Stefán Benediktsson, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram 3ja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt skorkorti, embættisafgreiðslum borgarminjavarðar 1. janúar – 31. mars og yfirliti yfir almenn innkaup frá janúar til mars á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1.000.000.-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar og ferðamálaráð samþykkir að gera úttekt á því hvort hægt sé að hagræða í yfirbyggingu hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. Úttektin svari því hvort fýsilegt sé að samnýta starfsfólk og stjórnendur s.s. þá sem sjá um fjármál, kynningarmál og markaðssetningu eða sinna málum sem hægt væri að vinna fyrir báðar stofnanirnar í einu.
Vísað til sviðsstjóra til meðferðar.
2. Lagðar fram að nýju til afgreiðslu 43 umsóknir um skyndistyrki. Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni: Afkimi, tengiliður Baldvin Esra Einarsson vegna tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Music Mess #2 kr. 200.000-, Endemi tímarit um íslenska samtímalist kr. 50.000- , Myndhöggvarafélagið í Reykjavík v. rekstrar verkstæðis á Nýlendugötu 15 kr. 1.000.000- og Stelpur rokka! tengiliður Áslaug Einarsdóttir vegna rokksumarbúða fyrir stelpur kr. 250.000.-
Samþykkt.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til við borgarráð að svokallað Gunnarshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík verði afhent Rithöfundasambandi Íslands til eignar í tilefni af því að Reykjavík er orðin Bókmenntaborg UNESCO.
Tillögunni fylgdi greinargerð, drög að gjafaafsali og tilkynningar mennta- og menningarmálaráðherra um þá ákvörðun ráðherra að friða ytra borð Gunnarshúss þ. 19.5.2008 og innra byrði þ. 4.5.2012.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
4. Lagður fram tölvupóstur frá Einari Tómassyni Íslandsstofu um að stofan muni ekki eiga fulltrúa í eftirlitsnefnd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar 2012. Lögð fram sú tillaga að Signý Pálsdóttir komi í stað Einars í eftirlitsnefndinni.
Samþykkt.
5. Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofustjóra fjármála og rekstrar dags. 31. maí 2012 um stöðuna á Tjarnarbíói.
6. Lagt fram að nýju erindi um graff – efla metnaðarfulla götulist með aðgerðaráætlun m. kennslu og aðstöðu – frá 162. fundi. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra dags. 29. apríl 2012 vegna tillögu að samstarfi Reykjavíkurborgar til að sporna við veggjakroti. Lausn í vinnslu í samvinnu við Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. apríl 2012 um tillögu úr Reykjavíkurráði ungmenna að herferð gegn veggjakroti. Vísað til hverfisstjóra Breiðholts til úrlausnar.
8. Lögð fram til kynningar skýrsla skrifstofustjóra menningarmála dags. 31. maí 2012 um ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlandanna í Þórshöfn í Færeyjum 22. – 25. maí 2012.
9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
Í ljósi þess að fjöldi kvikmyndaverkefna erlendra og innlendra er nú unnin hér á landi og því að slíkum verkefnum fylgir oft að sækja þarf um ýmis leyfi t.d. vegna lokana gatna eða breytinga á umhverfi borgarinnar óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að fá upplýsingar um hvaða verklag er viðhaft þegar tekið er á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þessum aðilum hjá Reykjavíkurborg.
Skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs er falið að koma með minnisblað um málið.
10. Lagt fram erindi Ólafs Gíslasonar ásamt fylgiskjölum með ósk um aðkomu borgarinnar í tengslum við sýningu Rósu Gísladóttur í listasafni Rómaborgar í Traianusarmarkaðnum á Fori imperiali í Róm. Samþykkt að verða við erindinu og veita 300 þúsund kr. styrk vegna útgáfu og kynningarmála.
Fundi slitið kl. 14.30
Einar Örn Benediktsson
Sigurður Björn Blöndal Stefán Baldursson
Davíð Stefánsson Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Davíð Stefánsson