Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 22. ágúst var haldinn 264. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Eyrún Eyþórsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar þar sem fram kemur að borgarráð hafi samþykkt á fundi sínum 18 ágúst 2016 að Eyrún Eyþórsdóttir taki sæti áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði í stað Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur.
2. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti Listasafns Reykjavíkur. Samþykkt.
3. Lögð fram skýrsla starfshóps menningar- og ferðamálaráðs um verklagsreglur ráðsins fyrir árið 2017. Endurskoðaðar verklagsreglur um styrki menningar- og ferðamálaráðs samþykktar. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til að auglýst verði eftir Borgarhátíðum Reykjavíkur 2017 - 2019. Nokkrar lykilhátíðir verða valdar sérstaklega af menningar- og ferðamálaráði og fá viðurkenninguna Borgarhátíðir Reykjavíkur 2017-2019. Þær þurfa að uppfylla sérstök skilyrði skv. sérstakri auglýsingu.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Starfshópur Menningar- og ferðamálaráðs hefur lokið störfum. Hlutverk hópsins var að endurskoða verklagsreglur menningar- og ferðamálaráðs um styrkveitingar og koma með tillögur til ráðsins um gerð nýrra. Hópurinn lagði mikla vinnu í að rýna til gagns, endurhugsa, einfalda og bæta verklagsreglur. Ljóst er að vinnu sem þessa þarf að vinna reglulega og að verklagsreglur séu í stöðugri endurskoðun og í takt við aðstæður hverju sinni.
(RMF16060006)
4. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar – júní 2016. (RMF16050012)
5. Lagður fram viðauki við samning við Leikfélag Reykjavíkur vegna Borgarleikhússins dags. 17. ágúst 2016. (RMF15080019)
- Kl. 14.40 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.
- Kl. 14.42 tekur Björn Birgir Þorláksson sæti á fundinum.
6. Ný samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð lögð fram til kynningar. (RMF16080005)
7. Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálaráðs og Menningar- og ferðamálasviðs um drög að stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík dags. 18. ágúst. Samþykkt (RMF16080002)
8. Lögð fram drög að samstarfssamningi við Hönnunarmiðstöð Íslands um starfsemi að Aðalstræti 2 í Reykjavík sbr. tillögu borgarstjóra til borgarráðs 18. ágúst 2016. (RMF16050005)
9. Einar Ólafsson formaður starfshóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun (KFS) á MOF og Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar kynna niðurstöður viðhorfskönnunar meðal barna í fjórðu bekkjum grunnskóla Reykjavíkur um opnunarviðburð Barnamenningarhátíðar 19. apríl 2016 dags. 19. ágúst 2016. Jafnframt er fjallað um aðrar KFS greiningar á sviðinu. (RMF13030013)
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 15.47 víkur Eyrún Eyþórsdóttir af fundinum.
10. Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með mjög vel heppnaða Menningarnótt og þakkar starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir afar vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd Menningarnætur árið 2016. Einnig þakkar ráðið öllum þeim samstarfsaðilum, listamönnum, borgarbúum og gestum sem þátt tóku.
Fundið slitið kl. 15.52
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Björn Birgir Þorláksson Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Börkur Gunnarsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 22.8.2016 - Prentvæn útgáfa