No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Ár 2014, mánudaginn 23. júní var haldinn 216. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:33. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir, Ingvar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist: 1. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að kjósa Þórgný Thoroddssen varaformann menningar- og ferðamálaráðs.
2. Lögð var fram tillaga um að reglulegir fundir ráðsins verði haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar kl. 13:30-16:00. Að auki verði undirbúningsfundir haldnir 1. og 3. mánudag hvers mánaðar kl. 13:00. Tillagan var samþykkt.
3. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2015-2020 ræddur.
4. Samþykkt að óska eftir tilnefningum um áheyrnarfulltrúa Bandalags íslenskra listamanna og Samtaka ferðaþjónustunnar.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga: Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela eftirtöldum að meta umsóknir um styrki vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur og úthluta á grundvelli auglýsingar, umsókna og nýsamþykktrar menningarstefnu Reykjavíkurborgar: Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, María Karen Sigurðardóttir deildarstjóri minjavörslu og rannsókna Borgarsögusafni og Gísli Helgason verkefnastjóri rannsókna og skráningar Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Dómnefndin gerir ráðinu grein fyrir störfum sínum á fundi þess í ágúst 2014. Með tillögunni fylgdi greinargerð. (RMF14060007) Tillagan var samþykkt.
6. Kynning á starfsemi Menningar- og ferðamálasviðs: • Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti skipulagningu, rekstur og helstu verkefni Menningar- og ferðamálasviðs. • Einar Bárðarson forstöðumaður kynnti Höfuðborgarstofu. • Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti Listasafn Reykjavíkur. • Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kynnti Borgarbókasafn Reykjavíkur. • Guðrún Dís Jónatansdóttir forstöðumaður kynnti Menningarmiðstöðina Gerðuberg. • Guðbrandur Benediktsson safnstjóri kynnti Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 15:47
Elsa Hrafnhildur Yeoman m.e.h.
Þórgnýr Thoroddsen m.e.h. Dóra Magnúsdóttir m.e.h.
Stefán Benediktsson m.e.h. Börkur Gunnarsson m.e.h.
Marta Guðjónsdóttir m.e.h. Ingvar Jónsson m.e.h.
Þorgerður Agla Magnúsdóttir m.e.h.
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 23.6.2014