No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 22. mars var haldinn 55. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 17. mars 2021, þar sem fram kemur að Líf Magneudóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. Jafnframt var samþykkt að Elín taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Lífar. RMF18060004.
- Kl. 13.42 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning forstöðumanna Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur um áhættur og skuldbindingar 2022-2026. RMF21030001.
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 4. mars 2021 um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 28. janúar 2021 um að íbúaráð og MÍT-ráð útfæri 17. júní hátíðahöld í öllum hverfum borgarinnar. RMF21020001.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022, þar sem gert er ráð fyrir að hátíðarhöld munu fara fram með svipuðu sniði í ár og árið 2020, sökum Covid-19.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. mars 2021, ásamt minnisblaði verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar þar sem lagt er til að ekki verði endurskipað í ráðgjafanefnd Tónlistarborgar Reykjavíkur sem var skipuð fyrir árin 2017-2020.
Samþykkt.- María Rut Reynisdóttir verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. mars 2021, ásamt beiðni forstöðumanna bókasafnanna um að bókasafnsskírteini almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu verði sameiginleg. RMF21030002.
Samþykkt.- Kl. 14:41 véku af fundi Huld Ingimarsdóttir, Arna Schram, Sif Gunnarsdóttir, Arna Kristín Sigfúsdóttir og Erling Jóhannesson.
- Kl. 14:42 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Ingvar Sverrisson og Helga Björnsdóttir sem tók við fundarritun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2021, þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að sjóböð í Nauthólsvík verði opin alla daga vikunnar.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta-, og tómstundasviði hefur þegar verið falið að skoða möguleikana á auknum opnunartíma Ylstrandarinnar. Niðurstöður sviðsins eru kynntar á þessum fundi.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2021 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um uppbyggingu á fleiri sjóbaðsstöðum.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Í grænu plani borgarstjórnar er gert ráð fyrir nýrri ylströnd við Gufunes. Einnig hefur möguleiki á ylströnd við Laugarnes verið skoðaður.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. mars 2021, vegna Ylstrandar.
Samþykkt að sett verði upp aðgangshlið í vor vegna búningsklefa. Framhaldsumræða fari fram í sumar varðandi lengri opnunartíma.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- tómstundasviðs, dags. 15. mars 2021, vegna íþróttastarfs í Vogabyggð og Ártúnshöfða.
Samþykkt að íþróttafélögunum Þrótti, Fjölni, Ármanni, Fylki og Víkingi verði gefið tækifæri til að kynna hugmyndir sínar varðandi íþróttastarf í hverfunum.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. mars 2021, vegna dans- og fimleikhúss í Breiðholti og erindi Leiknis og Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2021, þar sem vísað er til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs erindi Skátasambands Reykjavíkur, dags. 5. mars 2021, um endurbætur á aðstöðu Skátafélagsins Seguls í Breiðholti.
Sviðsstjóra falið að koma með minnisblað á næsta fund.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:41
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Líf Magneudóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2203.pdf