Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 55

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 22. mars var haldinn 55. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 17. mars 2021, þar sem fram kemur að Líf Magneudóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. Jafnframt var samþykkt að Elín taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Lífar. RMF18060004.

    -    Kl. 13.42 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning forstöðumanna Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur um áhættur og skuldbindingar 2022-2026. RMF21030001.

    Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 4. mars 2021 um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 28. janúar 2021 um að íbúaráð og MÍT-ráð útfæri 17. júní hátíðahöld í öllum hverfum borgarinnar. RMF21020001.

    Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022, þar sem gert er ráð fyrir að hátíðarhöld munu fara fram með svipuðu sniði í ár og árið 2020, sökum Covid-19.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. mars 2021, ásamt minnisblaði verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar þar sem lagt er til að ekki verði endurskipað í ráðgjafanefnd Tónlistarborgar Reykjavíkur sem var skipuð fyrir árin 2017-2020.

    Samþykkt.

    -    María Rut Reynisdóttir verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 18. mars 2021, ásamt beiðni forstöðumanna bókasafnanna um að bókasafnsskírteini almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu verði sameiginleg. RMF21030002.

    Samþykkt.

    -    Kl. 14:41 véku af fundi Huld Ingimarsdóttir,  Arna Schram, Sif Gunnarsdóttir, Arna Kristín Sigfúsdóttir og Erling Jóhannesson.

    -    Kl. 14:42 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Ingvar Sverrisson og Helga Björnsdóttir sem tók við fundarritun.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2021, þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að sjóböð í Nauthólsvík verði opin alla daga vikunnar.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta-, og tómstundasviði hefur þegar verið falið að skoða möguleikana á auknum opnunartíma Ylstrandarinnar. Niðurstöður sviðsins eru kynntar á þessum fundi.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2021 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um uppbyggingu á fleiri sjóbaðsstöðum.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í grænu plani borgarstjórnar er gert ráð fyrir nýrri ylströnd við Gufunes. Einnig hefur möguleiki á ylströnd við Laugarnes verið skoðaður.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. mars 2021, vegna Ylstrandar.

    Samþykkt að sett verði upp aðgangshlið í vor vegna búningsklefa.  Framhaldsumræða fari fram í sumar varðandi lengri opnunartíma.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- tómstundasviðs, dags. 15. mars 2021, vegna íþróttastarfs í Vogabyggð og Ártúnshöfða.

    Samþykkt að íþróttafélögunum Þrótti, Fjölni, Ármanni, Fylki og Víkingi verði gefið tækifæri til að kynna hugmyndir sínar varðandi íþróttastarf í hverfunum.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. mars 2021, vegna dans- og fimleikhúss í Breiðholti og erindi Leiknis og Íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2021, þar sem vísað er til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs erindi Skátasambands Reykjavíkur, dags. 5. mars 2021, um endurbætur á aðstöðu Skátafélagsins Seguls í Breiðholti.

    Sviðsstjóra falið að koma með minnisblað á næsta fund.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:41

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Líf Magneudóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2203.pdf