No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 12. október var haldinn 45. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 5. október 2020 með tillögum um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna mótspyrnu vegna Covid-19. Lagt fram til kynningar.
- kl. 13:39 viku Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Ingvar Sverrisson af fundi.
-
Lögð fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 1. október 2020 og Hönnunarmiðstöðvar dags. 25. september 2020 með tilnefningum í ráðgefandi faghóp sem fjallar um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2021.
Samþykkt. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur farið fram. -
Lagt fram erindisbréf dags. 12. október 2020 fyrir stýrihóp vegna vinnu við nýja menningarstefnu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs vegna 2021.
Fundi slitið klukkan 14:40
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
mit_1210.pdf