Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 45

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 12. október var haldinn 45. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32.    Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:   Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR,  Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 5. október 2020 með tillögum um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna mótspyrnu vegna Covid-19. Lagt fram til kynningar. 

    -    kl. 13:39 viku Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Ingvar Sverrisson af fundi.

  2. Lögð fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 1. október 2020 og Hönnunarmiðstöðvar dags. 25. september 2020 með tilnefningum í ráðgefandi faghóp sem fjallar um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2021. 

    Samþykkt. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur farið fram. 

  3. Lagt fram erindisbréf dags. 12. október 2020 fyrir stýrihóp vegna vinnu við nýja menningarstefnu.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs vegna 2021.

Fundi slitið klukkan 14:40

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1210.pdf