Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 11

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 28. janúar var haldinn 11. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fara umræður um starfsdag menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem ráðgerður er þ. 1. febrúar nk. 
        Samþykkt að Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Elín Oddný Sigurðardóttir verði í undirbúningshópi vegna skipulags dagsins

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra dags. 24. janúar sl. um að Anna Jóhannsdóttir taki sæti í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur sbr. erindi safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 18. janúar sl. um fulltrúa í innkaupanefndinni. RMF14110010
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra dags. 24. janúar sl. um að Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, taki sæti í stjórn safnsins út yfirstandandi kjörtímabil ásamt Katrínu Atladóttur og Hjálmari Sveinssyni, sem skipuð voru í stjórnina af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði þ. 20. ágúst sl. RMF18080006
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir skipan í hússtjórn Borgarleikhússins. RMF18030006

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölmenningardag, sbr. 8. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. október 2018. RMF18100003

    Samþykkt að vísa tillögunni til fjölmenningarráðs.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á fundi þann 14. sept. sl. samþykkti fjölmenningarráð að fela mannréttindaskrifstofu undirbúning vinnu við ákveðnar breytingar á fjölmenningardeginum í takt við fyrirmynd frá Kristiansand. Vinna við endurskoðun fjölmenningardagsins er því þegar hafin á þeim vettvangi. Fulltrúar meirihluta í MÍT taka samt sem áður undir að mikilvægt sé að efla þátttöku innflytjenda í öllum borgarhátíðum með markvissum hætti samhliða þeirri vinnu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins telja eðlilegt að tillaga Sjálfstæðisflokksins  um fjölmenningarhátíð hefði verið borin upp til atkvæða. Mikilvægt er að hátíðin verði áfram viðburður og fögnum því að endurskoðun sé farin í gang á hlutverki fjölmenningarhátíðar og reynt verði að efla þátttöku fólks af erlendum uppruna í öllum hátíðum borgarinnar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram afgreiðsla menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna styrkja ráðsins á sviði menningarmála 2019 sem lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók ráðsins á fundi þess 10. desember sl., ásamt greinargerð faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar dags. 3. desember 2018. RMF18080005

    Svohljóðandi tillaga var lögð fram:

    Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2019-2020 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2020:

    4.000.0000 kr.     Rvk Dance Festival

    2.000.000 kr.     ASSITEJ Íslandsdeild alþjóðasamtaka um barnaleikhús
        
    2.000.000 kr.    Myndhöggvarafélag Reykjavíkur sem einnig er 
    tilnefnt Listhópur Reykjavíkur

    1.500.000 kr.     Múlinn Jazzklúbbur        

    1.000.000 kr.     Harbinger sýningarrými fyrir myndlist

    Styrkir til verkefna árið 2019:

    3.000.000 kr.    Lókal, leiklistarhátíð – Lókal leiklistarhátíð

    2.000.000 kr.    Hlynur Helgason – Hjólið II - Úthverfi    
    Pera Óperukollektíf – Áframhaldandi Óperudagar

    1.500.000 kr.    Íslensk grafik  – Íslensk grafík í hálfa öld, 1969-2019 
    Reykjavík Fashion Festival ehf – Reykjavik Fashion Festival 2019

    1.000.000 kr.    Lúðrasveit Reykjavíkur – Tónleikahald og önnur verkefni  2019
    Bára Kristín Kristinsdóttir – Ramkram - ljósmyndagallerí
    SÍM – Torg 2019, Listamessa í Reykjavík
    SÍM – Mánuður Myndlistar 2019 
    Félag um Ljósmyndahátíð Íslands – Ljósmyndahátíð Íslands 2020
    Afrika-lole, áhugamannafélag – FAR Fest Afríka Reykjavík 2019    
    Kvennakórinn Vox Feminae – Tónleikar, upptökur, samning tónverka, málþing
    Lúðrasveit verkalýðsins – Lúðrasveit verkalýðsins
    Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir – IBBY á Íslandi
    Evrópusamband píanókennara – Evrópusamband píanókennara á Íslandi í 40 ár
    Steinunn Þórarinsdóttir – Steinunn Þórarinsdóttir í Hallgrímskirkju
    Hönnunarmiðstöð Íslands ehf – DesignTalks - alþjóðleg ráðstefna í Hörpu
    Hinsegin dagar í Reykjavík – 20 ára afmælishátíð Hinsegin daga í Reykjavík

    800.000 kr.    Sigríður Heimisdóttir – Glerlíkaminn
    Freyja Eilíf Helgudóttir – Ekkisens, sýningar og viðburðarými 
    Alþjóðlega tónlistarakademian í Hörpu  – HIMA 2019

    750.000 kr.    Sigurbjartur Sturla Atlason – Haha
    Páll Einarsson – Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, tónleikar 2019
    Gunnsteinn Ólafsson – Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2019

    700.000 kr.    Alþýðuóperan, áhugamannafélag – KOK
    Margrét Arnardóttir – Reykjavík Folk Festival
    Jóna Elísabet Ottesen – Kátt á Klambra 2019

    600.000 kr.    Guðný Guðmundsdóttir – Hádegistónleikar
    Sólfinna ehf. – Freyjujazz

    500.000 kr.     Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar – Lífið er heimsins besta gotterí!
    Hala-leikhópurinn – Uppsetning á leikverki og rekstur leikhúss
    Handverk og hönnun – Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur
    Ármann Helgason – Kammertónleikar Camerarctica 2019
    Klassíski Listdansskólinn - Mjóddamamma
    Kjartan Ólafsson – ErkiTíð - íslensk tónlistarhátíð
    Pamela De S. Kristbjargardóttir – Börnin tækla tónskáldin 2019
    Töfrahurð sf. – Ólafía H. Jónsdóttir og Kammersveit Rvk. með Árstíðirnar 
    Leikfélagið Hugleikur – Leikhús við Langholtsveg
    Íslenski flautukórinn – Hádegistónleikaröðin Andrými 2019
    Ástbjörg Rut Jónsdóttir – Golden Age
    Þórunn Lárusdóttir – Konukot
    Tinna Hrafnsdóttir – Marinetti
    Hannesarholt – Hið nýja samfélag og Hannes Hafstein
    Jóhann Lúðvík Torfason – Húsin við Laugaveg
    Vignir Rafn Valþórsson – Góða Fólkið
    Ragnheiður Ásgeirsd. El Azan – Íslensk leiklestrarhátíð í París 2019
    Halldór Ásgeirsson – Myndfánar
    Sigrún Guðmundsdóttir – Söfnun skólahandavinnu í textíl    
    Bergljót Arnalds – Perlurnar okkar    
    Ragna Fróðadóttir – Heritage meets the future - Textílráðstefna
    Anna María Tómasdóttir – The last kvöldmáltíð
    Olga Sonja Thorarensen – SJÁLFIN    
    Birgir Örn Thoroddsen – Sýnishorn - annað starfsár
    Bergþóra Linda Ægisdóttir – Sónata - ævintýraópera

    430.000 kr.    Dudo ehf – Iceland Writers Retreat 

    400.000 kr.     Elfa Lilja Gísladóttir – Upptakturinn 2019
    Finnur Arnar Arnarson – Bók um Skúrinn    
    Ragnhildur Ásvaldsdóttir – Í skjóli fyrir vindum
    Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – ÉG BÝÐ MIG FRAM
    Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir – Reykjavík Underground - Grafískar konur
    Gerður Sif Ingvarsdóttir – Reykjavik Metalfest 2019
    Hringleikur - Sirkuslistafélag – Nýsirkus-vinnustofur Hringleiks    
    Listvinafélag Hallgrímskirkju – Dagskrá 37. starfsárs
        
    300.000 kr.    Wioleta Anna Ujazdowska – Hidden People    
    Ragnheiður Árnadóttir – Rödd og Raf     
    Jón Helgi Þórisson – Landnámsmenning 2019    
    Hallveig Rúnarsdóttir – Jóhannes í nýju ljósi - Jóhannesarpassía Bachs 
    Margrét Vilborg Tryggvadóttir – Reykjavík barnanna
    Kári Kárason Þormar – Brilliant Barrokk
    Les Fréres Stefson ehf. – Snælda
    Brynja Pétursdóttir – Street dans Einvígið
    Brassband Reykjavíkur – Brassband Reykjavíkur

    250.000 kr.    Emilía Rós Sigfúsdóttir – 10 ára afmælis- og útgáfutónl. Elektra Ensemble

    200.000 kr.     Ragnheiður Árnadóttir – Mógil tónleikar

    158.000 kr.    Lilja María Ásmundsdóttir – Tónleikar á Myrkum músíkdögum 2019    
    Samþykkt. 

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar faghópi vegna styrkveitinga á sviði menningarmála fyrir árið 2019 fyrir fagleg og vel unnin störf. Alls var 161 umsókn til umfjöllunar hjá faghópnum og verkefnið því umfangsmikið en að þessu sinni er lagt til að veittir verði 75 styrkir. Öllum þeim sem sóttu um er þakkaður áhugi á því að auðga menningarlíf Reykjavíkur.

    Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

    Gunnlaugur Bragi Björnsson vék af fundinum við meðferð málsins.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavik Fashion Festival, með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun til verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram skipan í ráðgefandi faghóp um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2019 sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 10. september 2018. Trúnaður ríkti um skipanina sem nú er aflétt í kjölfar úthlutunar styrkja árið 2019. RMF18080005

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf leiklistarhátíðarinnar Lókal dags. 3. janúar 2019. RMF18080005

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihluta í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði telja ekki ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem komið hefur verið á að faghópur geri tillögur um úthlutun til menningar- og listtengdra verkefna sem ráðið svo samþykkir. Okkar mat er að það fyrirkomulag hafi reynst vel. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs á umsókn Reykjavíkurborgar um að halda European Film Awards 2020. RMF18120001

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á dagskrá Vetrarhátíðar 2019, sem fram fer 7.-10. febrúar nk. RMF18090002

    Guðmundur Birgir Halldórsson, formaður stjórnar Vetrarhátíðar 2019, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á Iceland Airwaves 2018. RMF16080010

    Ísleifur Þórhallson, framkvæmdastjóri Senu Live, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:49

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf