Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 29

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Bjarkarhlíðar. MSS24010180 

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Starfsemi og þjónusta Bjarkarhlíðar er gríðarlega mikilvæg fyrir þolendur ofbeldis og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Reykjavíkurborg hefur ávallt stutt við rekstur Bjarkarhliðar og mikilvægt er svo verði áfram. Fjárhagsstaða Bjarkarhlíðar hefur þróast með þeim hætti að núverandi tekjur duga ekki til ef starfsemin á að halda áfram í núverandi mynd og hvað þá heldur ef fjölga á þjónustuþegum. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð telur einsýnt að Reykjavíkurborg leggi meira af mörkum til Bjarkarhlíðar til þess að tryggja áframhaldandi kröftugan rekstur starfseminnar.

    Jenný Kristín Valberg tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. janúar 2024, um tíma- og verkáætlun kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar 2024. MSS23010175.

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stöðu aðgerða í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 - 2026. MSS23010102 

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Fylgigögn

  4. Umræðu um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi, er frestað. MSS23060018 

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 9. janúar 2024, um skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík. MSS22020030 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi skýrsla staðfestir að ójöfnuður og fátækt hefur aukist í Reykjavík. Þetta sýna einnig nýlegar niðurstöður Gallup. Um 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Hér er um ungt fólks að ræða, barnafjölskyldur. Staðan er misjöfn eftir hverfum. Aðskilnaður í búsetu hátekjufólks og lágtekjufólks hefur þannig aukist innan Reykjavíkur. Í Efra Breiðholti, Fellahverfi sem dæmi, búa langflestir innflytjendur og fólk sem glímir við erfiðan fjárhag, fátækt fólk. Þessi þróun hófst fyrir mörgum árum. Félagsleg blöndun mistókst í þessum hverfum. Til stóð hjá síðasta meirihluta að blanda saman húsnæði og atvinnumöguleikum. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Langt er á milli heimilis og atvinnu hjá flestum sem skapar mikla umferð í borginni. Ef borið er niður í skýrsluna þá eru fimm hverfi sem standa verr hvað varðar lágtekjuhlutföll eða vægi hópa sem búa við auknar líkur á fátækt. Lágtekjuhlutföllin eru hæst í skólahverfum Austur- og Vesturbæjarskóla en Fellaskólahverfi, Hólabrekkuskólahverfi, Breiðholts- skólahverfi eru með há hlutföll barna með lögheimili hjá einstæðum foreldrum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst áhugaverð sú niðurstaða að allt bendir til þess að rótgrónir lágtekjuhópar leita í auknum mæli út fyrir Reykjavík og að innflytjendur hafi komið í þeirra stað.

    Kolbeinn Hólmar Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um vinnufund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs þann 8. febrúar 2024. MSS23040118 

  7. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 18. janúar 2024,  við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um Hverfið mitt, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. janúar 2024. MSS23110145 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun;

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um ástæður þess að kosningaþátttaka í Hverfið mitt hefur dalað mikið milli ára. Árið 2021 var hún 16.4 % en er nú 12%. Áberandi lægst er útkoman í Breiðholti, Vesturbæ og Miðbæ. Fram kemur í svari að ekki er vitað um ástæðuna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur sínar skýringar á af hverju verkefnið er að dala. Fólk hefur einfaldlega ekki alltaf verið sátt við framkvæmdina og útkomuna. Vangaveltur eru um lýðræðisþáttinn þegar kemur að því hvaða verkefni sem er ofarlega á lista eru framkvæmdar og hvernig endanleg útfærsla er. Skemmst er að minnast á Vulgar stigann í efra Breiðholti sem fór fyrir brjóstið á fjölda manns. Þetta verkefni er mjög kostnaðarsamt. Þrátt fyrir mikinn kostnað og dræma þátttöku á að halda áfram með verkefnið í sömu mynd. Fulltrúi Flokks fólksins telur það ekki skynsamlegt og telur að betra væri að einfalda alla verkferla og skýra ferlið betur fyrir borgarbúum.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. janúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um starfsemi Bjarkarhlíðar, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. janúar 2024. MSS23110146 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um starfsemi Bjarkarhlíðar. Hvort starfsemin væri í samræmi við upphaflegt markmið? Hvort markmið og tilgangur hafi breyst í áranna rás og ef svo er þá hvernig? Svarið er ágætlega ítarlegt og fram kemur að öll þjónusta sé unnin á forsendum þolenda. Spurt var um greiningu eða skoðun á Bjarkarhlíð og hafa tvær úttektir verið gerðar. Gerð var þjónustukönnun og kom fram að mikill meirihluti svöruðu að þeir töldu að þjónustan væri í samræmi við sínar þarfir. Það er gott. Flokki fólksins finnst mikilvægt að Bjarkarhlíð sé úrræði sem hjálpar þolendum alla leið ef svo má að orði komast. Til dæmis ef einelti á sér stað á vinnustað þá fari aðili frá Bjarkarhlíð með viðkomandi á fundi honum til stuðnings og til að tryggja að unnið sé í málinu með faglegum hætti. Aðalatriðið er að skilja aldrei við þolandann út í miðri á. Mikilvægt er að þolandinn hafi iðulega einhvern sér við hlið í ferlinu sem hann getur treyst. Að hafa einhvern sem getur fylgt honum, stutt hann, gætt hagsmuna hans og fylgt honum eftir, eftir atvikum. Hlutskipti þolanda er mjög oft einmanaleiki og einangrun.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beini því til skóla- og frístundaráðs að verkferlar skóla- og frístundaráðs vegna ofbeldis innan skóla/leikskóla/frístundar verði uppfærðir í samræmi við 3. 4. og 19. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og í samræmi við áður framkominnar ábendingar í úttektum borgarinnar um að endurskoða þurfi verkferil og leiðbeiningar vegna óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni. Það er gríðarlegt valdajafnóvægi á milli leikskólabarna og leikskólakennara (faglegur eða ekki) og tryggja þarf að börn njóti alltaf vafans þegar upp koma mál sem varða, hvort heldur kynferðisbrot eða líkamlegt ofbeldi, í leikskóla eða skóla. Benda má í því samhengi á gildandi lög. sbr. ákvæði 3.gr.laga nr.19/2013, lög nr. 80/2002, lög nr. 76/2003 svo einhver séu nefnd.Það er brýnt að verkferlar gildi jafnt um kynferðisbrot eins og annað líkamlegt ofbeldi og það er mikilvægt að tryggja að stjórnendum skólanna sé ekki falið að miðla málum eða nálgast barn um ofbeldi sem það hefur hugsanlega verið beitt af undirmanni stjórnandans og stjórnandi ber því ábyrgð á, heldur sé tryggð aðkoma fagfólks að málum.

    Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24010218
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.15.40

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Friðjón R. Friðjónsson Helga Þórðardóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 25. janúar 2024