Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 10

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 13. desember, var haldinn 10. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 10:55. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Skúli Helgason, Katrín Atladóttir, Daníel Örn Arnarson, Kolbrún Baldursdóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Stöðuskýrslu starfshóps um innleiðingu stjórnendaupplýsinga. 

    -    Kl. 14.09 tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 14.12 tekur Guðrún Ögmundsdóttir sæti á fundinum.

    Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Fram fer kynning á skýrslu um niðurstöður rafrænna kosninga í Hverfið mitt 2018. 

    Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps um reglur mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki.
    Frestað.

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir mannréttinda- og lýðræðisráðs um styrki.
    Frestað.

  5. Fram fer kynning á stöðu mála í vinnu stýrihóps um hverfisráð.
    Frestað.

  6. Fram fer umræða um næstu skref í vinnu við Lýðræðisstefnu.
    Frestað.

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga frá fulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og lýðræðisráð sameini krafta sína velferðarsviði í þeim tilgangi að veita innflytjendum í Reykjavík sem eru með atvinnuleyfi sérstaka fræðslu á sínu tungumáli með það að markmiði að hjálpa þeim til að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn.

    Greinagerð fylgir tillögunni R19120129.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:04

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir