Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Mánudaginn 9. desember var haldinn 315. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson, aðstoðar-framkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 9. des. sl. ásamt embættisfærslum sem fram hafa farið á skrifstofu ÍTR.

2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 2. des. sl. vegna málefna íþróttafélagsins Leiknis.

3. Lagt fram bréf Landmark teiknistofu dags. 26. nóv. sl. varðandi skipulagsuppdrátt af Íþróttasvæði Leiknis.

4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 22. nóv. sl. ásamt erindi Guðrúnar Jónsdóttur formanns íbúasamtaka Kjalarness dags. 13. nóv. sl. varðandi Fólkvang sem Menningarhús Kjalarness. Vísað til menningarmálanefndar.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 14. nóv. sl. þar sem tilkynnt er breyting á samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.

6. Lagt fram bréf nokkurra gesta Vesturbæjarlaugar dags. 30. okt. sl. varðandi gufubað karla í lauginni. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi forstöðumanns Vesturbæjarlaugar vegna málsins.

7. Lögð fram leyfishandbók KSÍ útg. í okt 2002. Geir Þorsteinsson og Lúðvík Georgsson mættu á fundinn og fóru yfir helstu atriði handbókarinnar og svöruðu fyrirspurnum.

8. Lagt fram bréf FÍRR dags. 7. nóv. sl. varðandi frjálsíþróttaaðstöðu.

9. Lagðar fram tillögur íþróttafulltrúa og forstöðumanns Laugardalslaugar varðandi böð- og búningsklefa í Laugardalslaug.

10. Lögð fram starfsáætlun ÍTR 2003.

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna 2003.

Fundi slitið kl. 13:35

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kolbeinn Óttarsson Proppé
Kjartan Magnússon Benedikt Geirsson