Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

2

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Föstudaginn 7. desember var haldinn 297. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 15:15. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir, Snorri Hjaltason og Reynir Ragnarsson. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. í dag um embættisfærslur erinda sem borist hafa skrifstofu ÍTR.

2. Lagðar fram að nýju reglur um húsaleigu- og æfingastyrki ÍBR og ÍTR. ÍTR samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

3. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra dags. 25. okt. sl. vegna bréfs Tals dags. 11. sept. sl. með beiðni um aðstöðu í Laugardal fyrir senda. ÍTR getur ekki fallist á erindið.

4. Lagt fram bréf SAMFÉS dags. 22. okt. sl. þar sem íþrótta- og tómstundaráði er þakkaður stuðningur við ráðstefnu er haldin var í okt. sl.

5. Lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 29. nóv. sl. varðandi tillögu að aðalskipulagi 2001-2004.

Kl. 15:30 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

6. Lagt fram bréf Sesselju Pétursdóttur dags. 5. nóv. sl. vegna sölu sælgætis á sundstöðum. Sent til kynningar til vinnuhóps um stefnumörkun og þróunaráætlun í sundlaugum ÍTR.

7. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. nóv. sl. þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu vöffluvagns við Laugardalslaug. ÍTR gerir ekki athugasemdir við erindið en óskar eftir að haft verði samráð við framkvæmdastjóra ÍTR um staðsetningu.

Kl. 15:40 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR dags. 21. nóv. sl. vegna aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir í Laugardal.

9. Lagt fram bréf Fylkis vegna viðræðna við ÍTR o.fl. vegna Grafarholtshverfis. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi Fylkis dags. 27. nóv. sl. til skipulags- og byggingarnefndar v/vallarmála.

10. Lagt fram bréf formanns ÍBR dags. 27. nóv. sl. og formanna íþróttafélaga vegna húsaleigustyrkja.

11. Lagt fram bréf borgaryfirvalda Åbo vegna vinabæjarráðstefnu um íþrótta- og æskulýðsmál á næsta ári í Åbo.

12. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. nóv. sl. varðandi samþykkt borgarráðs um leigu á Frostaskjóli.

13. Lögð fram ársskýrsla Gufunesbæjar fyrir árið 2000 ásamt hugmyndum að útivistarsvæði og nýtingu mannvirkja.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 6. des. vegna samkomulags um Vesturgarð.

15. Snorri Hjaltason lagði fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að íþrótta- og tómstundaráð beiti sér fyrir því að farið verði að ræða við stjórn Orkuveitunnar, Stangveiðifélags Reykjavíkur og Veiðimálastofnun, um það hvort grundvöllur sé fyrir því, að hægt verði að ala upp lax í vesturkvísl Elliðaár. Síðan taki Stangveiðifélagið að sér að kenna börnum og unglingum í Reykjavík, hvernig þau skuli bera sig að, með umhirðu og veiðiskap, við veiðiár landsins. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl.15:55.

Steinunn V. Óskarsdóttir

Ingvar Sverrisson Sigrún Elsa Smáradóttir
Kjartan Magnússon Snorri Hjaltason