Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 11. október var haldinn 311. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Benedikt Geirsson og Frímann Ari Ferdinandsson Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri og Skúli Skúlason fjármálastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð ÍTR og Fasteignastofu um fyrirhugaðar framkvæmdir við gervigrasvelli.

2. Lögð fram drög að endurnýjuðum rekstrarsamningi við Bandalag sjálfstæðra leikhúsa vegna Tjarnarbíós.

3. Lagt fram bréf Knattspyrnuráðs Reykjavíkur dags. 7. okt. sl. varðandi mál knattspyrnuhreyfingarinnar í Reykjavík. Vísað til framkvæmdastjóra.

4. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra dags. 23. sept. sl. vegna styrkveitinga til íþróttafélaga vegna framkvæmda. Samþykkt.

5. Starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2003 kynnt fyrir fulltrúum ráðsins.

Kl. 12:20 vék Benedikt Geirsson af fundi.

Fundi slitið kl. 12:50

Anna Kristinsdóttir
Kolbeinn Óttarsson Proppé