Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 11. nóvember var haldinn 253. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 12.07. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek og Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur. Einnig Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Steinþór Einarsson skrifstofutjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á mannvirkjakerfi ÍTR og ÍBR.

- kl. 12.10 kom Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Dóru Magnúsdóttur á fundinn.

- kl. 12.15 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

Jóhanna Garðarsdóttir verkefnastjóri hjá ÍTR, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. okt. sl. vegna samþykktar á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og ÍBR.

2. Fram fer umræða um styrki ráðsins 2017.

Samþykkt að skipa í úthlutunarnefndina á næsta fundi. 

4. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 27. október sl. vegna styrkjaúthlutana.

5. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 26. okt. sl. vegna jafnréttisúttektar á þremur íþróttafélögum í Reykjavík.  Kynnt síðar.

6. Lögð fram skýrsla um 17. júní 2016.

7. Lagt fram bréf hverfisráðs Háaleitis- og Bústaða vegna samninga við Knattspyrnufélagið Fram.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 11. október sl. með svari við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um aðsókn að knattspyrnuleikjum í Reykjavík.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. sl. vegna Knattspyrnufélagsins Víkings.

Samþykkt.

10. Lögð fram eftirfarandi tillaga fullrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og –K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, brugðust aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir reykvískra barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þar þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.10

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Björn Gíslasson