Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 19. ágúst var haldinn 248. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 12.05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Dóru Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofutjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að borgarráð samþykki að veita íþrótta- og tómstundasviði auka fjármagn til að hægt verði að lengja opnunartíma sundlauga bæði á kvöldin og um helgar í sumar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa meirihluta:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að kannað verði hvort unnt sé að koma upp sjálfssölum í íþróttamannvirkjum borgarinnar með heilsusamlegra úrvali en fyrir er, og jafnframt hjá íþróttafélögum sem reka sín mannvirki sjálf. Enn fremur verði óskað eftir samstarfi við ÍBR um málið.
Vísað til ÍTR og ÍBR.
3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa meirihluta:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að við hönnun opinna rýma, almennings- og útivistarsvæða, hvort sem um endurgerð rými er að ræða eða ný, verði hugað að því hvernig rýmin geti einnig nýst iðkendum götuíþrótta, s.s. hjólabrettasports, parkour, hlaupahjólum og fleiru í þeim dúr.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu- eigna og atvinnuþróunar.
4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga ráðsins:
ÍTR óskar eftir að kannað verði hvort hægt sé að framlengja opnunartíma Ylstrandarinnar um eina klst eða til 20.00 á næsta ári án þess að auka rekstrarkostnað, t.d. með því að breyta vaktafyrirkomulagi og/eða að stytta opnunartíma veitingasölu.
Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að mikil eftirspurn er eftir lengri opnun á björtum sumarkvöldum og mikið um að fólk sem vinnur til ca kl 17:00 og börn sem eru á námskeiðum fram eftir degi, geti ekki nýtt sér bað- og strandferð snemmkvölds þar sem staðnum er lokað kl 19:00.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:
Lagt er til að málaflokkurinn, ábyrgð, uppbygging,viðhald og umsjón íþróttavalla á skólalóðum grunnskóla í Reykjavík verði færður ásamt fjármagni til viðhalds og uppbygginga til ÍTR. Hér er átt við battavelli/knattspyrnuvelli, körfuboltavelli, handboltavelli og annað sem telst til íþróttavalla á grunnskólalóðum innan Reykjavíkur. Innan borgarkerfisins virðist þessir skólaíþróttavellir verða utangátta er kemur að ábyrgð og reglulegu viðhaldi/utanumhaldi og því nauðsynlegt að málaflokkurinn sé færður til þess sviðs innan borgarkerfisins sem hefur yfirábyrgð íþróttamannvirkja innan Reykjavíkurborgar.
Frestað og vísað til skoðunar hjá ÍTR.
6. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 24. júní sl. varðandi umsókn Íþróttafélagsins Freyju um bogfimi í Leirdal.
Vísað til sviðsstjóra og til kynningar í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals.
7. Lagt fram bréf Arnars Snæberg Jónsson dags. 24. júní sl. f.h. hverfisráðs Breiðholts varðandi opnunartíma Breiðholtslaugar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 20. júní sl. varðandi samþykkt borgarráðs um endurnýjun gervigrasvalla.
9. Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 19. júlí sl. vegna gervigrasvalla.
10. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til borgarráðs dags. 5. júlí sl. varðandi tillögu um flutning og halla og afgangi vegna ársins 2015.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. júlí sl. með ósk um umsögn ráðsins um stefnu í frítímaþjónustu.
Frestað.
12. Rætt um þjónustutíma á Ylströnd veturinn 2016-2017 vegna sjósunds.
Tillaga að nýjum afgreiðslutíma samþykkt.
13. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 20. júní sl. varðandi kynlausa klefa og klósett.
Vísað til sviðsstjóra, skrifstofustjóra, Umhverfis- og skipulagssviðs og Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
14. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands ódags. vegna umsóknar um heimsmeistaramót kvenna í íshokkí í febrúar 2017.
15. Lagt fram bréf Dansfélags Reykjavíkur dags. 8. júlí sl. vegna húsaleigustyrks.
Einnig lögð fram umsögn ÍBR um málið.
Vísað til fjárhagsáætlunar.
16. Rætt um ósk vegna þjónustu fyrir ferðamenn í Laugardalnum.
17. Lögð fram ársskýrsla Reykjavíkurmaraþons 2015.
18. Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur vegna 2015.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa meirihluta Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG:
ÍTR beinir því til sviðs íþrótta- og tómstunda að koma með tillögur að staðsetningum fyrir 2-3 hjólabrettapalla og vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Frestað.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að endurnýja gólfefni í félagshúsi Leiknis. Gólfefni í húsinu eru ónýt og þarfnast endurnýjunar sem fyrst. Á það jafnt við um sal, ganga og búningsklefa. Víða hefur kvarnast upp úr gólfi hússins, sem veldur iðkendum og öðrum notendum hússins óþægindum.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl.13.55
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Bjarni Þór Sigursson Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Trausti Harðarson