Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 13. maí var haldinn 245. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 12:12. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Sindri Smárason varamaður í Reykjavíkurráði ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. febrúar sl. með tillögu Sindra Smárasonar frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 23. febrúar sl. um afþreyingarmiðstöð við Rauðavatn. Sindri Smárason kom á fundinn og kynnti tillöguna og svaraði fyrirspurnum.
Tillagan er svohljóðandi:
Reykjavíkurborg myndi starfshóp til að skoða möguleika á afþreyingarmiðstöð við Rauðavatn fyrir íbúa í aðliggjandi hverfum. Starfshópurinn skili niðurstöðum til skóla- og frístundaráðs og Reykjavíkurráðs ungmenna fyrir árslok 2016.
Lögð fram eftirfarandi málsmeðferðartillaga íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Sindra Smárasonar, fulltrúa í Ungmennaráði Árbæjar og Holta, um að skipaður verði starfshópur til að skoða möguleika á afþreyingarmiðstöð við Rauðavatn fyrir íbúa í aðliggjandi hverfum. Starfshópurinn skili niðurstöðum til skóla- og frístundaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og Reykjavíkurráðs ungmenna fyrir árslok 2016. Við skipan fulltrúa í hópinn skal tekið mið af hugmyndum tillögu flytjanda þar að lútandi.
Samþykkt samhljóða.
Hulda Valdís Valdimarsdóttir frá Skóla- og frístundasviði sat fundinn undir þessum lið.
2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. febrúar sl. með tillögu Jóhönnu Lífar Sigurþórsdóttur frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 23. febrúar sl. um lægri aðgangseyri í sundlaugar. Jóhanna Líf Sigurþórsdóttir kom á fundinn og kynnti tillöguna og svaraði fyrirspurnum.
Tillagan er svohljóðandi:
Tillaga til ÍTR um að lækka aðgangseyri í sundlaugar Reykjavíkur og þá sérstaklega aðgangseyri fyrir fullorðna svo að börn og foreldrar geti leyft sér að nota sínar samverustundir í sundlaugum borgarinnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga íþrótta- og tómstundaráðs.
Lagt er til að Íþrótta- og tómstundasviði verði falið að koma með tillögur að því að boðið verði upp á sérstök fjölskyldukort í sundlaugarnar og fleiri möguleikar skoðaðir varðandi gjaldtöku.
Samþykkt samhljóða.
Hulda Valdís Valdimarsdóttir frá Skóla- og frístundasviði sat fundinn undir þessum lið.
3. Kynning á verkefnum ÍTR í kynjaðri fjárhagsáætlun.
Á fundinn komu Hafliði Eiríkur Guðmundsson og Andrés B. Andreasen og kynntu rekstur íþróttafélaga.
kl. 13:10 vék Sindri Smárason af fundi.
Sigrún Thorlacíus frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Elísabet Pétursdóttir frá Hinu Húsinu kynntu verkefnið ráðningar í sumarstörf hjá ÍTR 2015.
4. Á fundinn kom Markús H. Guðmundsson forstöðumaður Hins Hússins og sagði frá hátíðarhöldum í Reykjavík á 17. júní og staðsetningu viðburða.
5. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
ÍTR óskar eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að barnaleiksvæði milli Tómasarhaga, Hjarðarhaga, Fornhaga og Ægisíðu verði lagfært og þá sérstaklega leiktækin. Aparóla leiksvæðisins er ónothæf, kastalinn án turns og stýri vantar á bílinn. Þá þarf að mála leiktækin.
Samþykkt samhljóða og vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.
6. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag keppnisvalla og grasæfingasvæða íþróttafélaganna í Reykjavík og yfirliti um hvernig þessi svæði hafa komið undan vetri.
Lagt fram svar sviðsstjóra vegna fyrirspurnarinnar.
7. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Óskað er eftir sundurliðaðrar samantektar á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til 17.júní hátíðarhalda fyrir árið 2013, 2014, 2015 og áætlunar 2016. Einnig er óskað eftir samantekt á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til Secret solstice tónlistarhátíðarinnar á sömu árum 2013, 2014, 2015 og áætlunar og staðfestrar fjárstyrkja fyrir árið 2016 til samanburðar
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Lagt er til að skilyrtur verði sumarstarfa styrkur til íþrótta-og æskulýðsfélaga Reykjavíkurborgar. Íþrótta-og æskulýðsfélög í borginni sem fá sumarstarfsmenn á launum frá Reykjavíkurborg verði að ráða 50% kk og 50% kvk í þau stöðugildi sem þeim er úthlutað sem styrk frá borginni til sumarstarfa.
Frestað.
9. Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar skrifstofu ÍTR og frístundamiðstöðinni Kampi innilega til hamingju með viðurkenningar úr könnuninni “Stofnun ársins borg og bær” sem afhentar voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fimmtudaginn 12. maí.
Fundi slitið kl. 14:15.
Þórgnýr Thoroddsen
Unnsteinn Jóhannsson Dóra Magnúsdóttir Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon Trausti Harðarson