Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 15. apríl var haldinn 243. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Hofi  og hófst kl. 12:14.Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Dóru Magnúsdóttur, Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, og Trausti Harðarson. Einnig: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri sagði frá stöðu mála varðandi Fjölni og Egilshöll.

Lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 12. apríl sl. varðandi byggingu fjölnota íþróttahúss við Egilshöll og rennibraut í Grafarvogslaug.

2. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi:

Samkvæmt svari við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem barst frá framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar haust 2015 kom í ljós að framhaldsskólinn Borgarholtsskóli nýtir íþróttamannvirki Reykjavíkurborgar án greiðslna fyrir 3,5 milljónir á ári þ.e. íþróttahúsið við Dalhús, knattspyrnuhús við Egilshöll. Lagt er til reikningsfært verði á Borgarholtsskóla 3,5 milljónir fyrir árið 2016 auk og framvegis árlega reikningsfærð verði öll notkun Borgarholtsskóla á íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar enda hlutfall kostnaðar við notkun íþróttamannvirkja fyrir framhaldsskóla ábyrgða- og kostnaðarmál menntamálaráðuneytis en ekki Reykjavíkurborgar.

Samþykkt að vísa tillögunni til sviðsstjóra ÍTR til meðferðar.

3. Sviðsstjóri sagði frá stöðu mála varðandi Knattspyrnufélagið Fram í Úlfarsárdal.

4. Sviðsstjóri fór yfir áherslur og forgangsröðun ÍTR vegna fjárhagsáætlunar 2017.

5. Sviðsstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi endurnýjun gervigrasvalla.

6. Lögð fram skýrsla Fjármálaskrifstofu Reykjavíkur um framkvæmd styrkjareglna 2015.

7. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að við yfirstandandandi hönnun íþróttamannvirkja í Grafarholti-Úlfarsárdal verði gert ráð fyrir aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð í þágu íbúa hverfisins. Líkamsræktarstöðin verði í góðum tengslum við væntanlega sundlaug og aðra íþróttastarfsemi á svæðinu. Unnið verði að málinu í góðri samvinnu við Knattspyrnufélagið Fram og m.a. kannað hvort félagið hafi hug á að taka að sér rekstur stöðvarinnar.

Frestað.

Fundi slitið kl. 12:55

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson

Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon Trausti Harðarson