Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 31. mars, var haldinn 242. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 11.00. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, og Trausti Harðarson. Einnig: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Andrés B. Andreason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf Blaksambands Íslands dags. 22. febrúar sl. með ósk um styrk vegna Evrópukeppni smáþjóða í blaki í Laugardalshöll 20.-22. maí n.k.

Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 22. mars sl.

Minnisblað sviðsstjóra samþykkt.

- Kl. 11.10 víkur Kjartan Magnússon af fundi og Björn Gíslason tekur þar sæti.

2. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands, dags. 23. mars sl., vegna umsóknar sambandsins um heimsmeistaramót U20 karla og A lið karla í Reykjavík í mars eða apríl 2017.

ÍTR styður umsóknina.

3. Lagt fram að nýju bréf Sundfélagsins Ægis, dags. 15. febrúar sl., með ósk um stuðning vegna sumarnámskeiða í sumar í skólalaug Ölduselsskóla.

Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR, dags. 22. mars sl. 

Tilhögun sú sem fram kemur í minnisblaðinu samþykkt.

- Kl. 11.35 víkur Hermann Valsson af fundi og Benóný Harðarson tekur þar sæti. 

4. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi, liður 20:

ÍTR beinir því til borgarráðs að 17 ára unglingum standi til boða störf hjá ÍTR í sumar enda full þörf fyrir starfskrafta þeirra við ýmis störf í tengslum við starfsemi sviðsins.

Tillagan felld með 4 atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna:

Tillögunni verði vísað til atvinnumálahópsins.

Samþykkt með 4 atkvæðum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna:

Samfylking, Björt framtíð, Vinstri græn og Píratar vísar tillögunni til stýrihóps um atvinnumál, enda ber hann ábyrgð á þeim málaflokki sem tillagan snýr að. Hópurinn var skipaður af borgarráði og því liggur það ljóst fyrir að ríkur vilji er til að vinna að atvinnumálum ungmenna, þar með talið 17 ára ungmenna. 

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að tekin verði ákvörðun sem fyrst um hvort bjóða eigi 17 ára unglingum störf í sumar enda styttist í sumarfrí skólanna því hörmum við að tillögunni sé vísað í starfshóp í stað þess að vísa henni til borgarráðs sem gæti tekið ákvörðun strax í málinu.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Reykjavíkurborg er stórlega að bregðast 17 ára unglingum borgarinnar og foreldrum þeirra með að skapa ekki sumarstörf fyrir þennan aldurshóp en auðvitað á Reykjavíkurborg að standa vörð um að tryggja þessum aldurshóp sumarstörf og það öllum 17 ára Reykvíkingum. Þessi árgangur er skilgreindur sem börn í vinnuumhverfinu og erfitt er fyrir þennan aldurshóp að fá vinnu á almennum vinnumarkaði þar sem gerð krafa er að starfskraftar séu orðnir 18.ára s.s. í byggingariðnaði, framleiðslufyrirtækjum og fleira.

5. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 17. mars sl. vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021.

Rætt um fjárhagsáætlun 2017, áherslur og forgangsröðun í áætlunargerðinni.

6. Lögð fram skýrsla um ráðningar í sumarstarf hjá ÍTR 2015 vegna greiningar og aðgerðaráætlunar með aðferðarfræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.

- Kl. 11.52 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinn og Björn Gíslason víkur af fundi. 

7. Lagt fram afrit af bréfi Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars sl. til borgarráðs vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi ferlinefnd fatlaðra og aðgengi að Laugardalslaug.

8. Rætt um ýmis málefni hjá ÍTR.

9. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Samkvæmt svari við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem barst frá framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar haust 2015 kom í ljós að framhaldsskólinn Borgarholtsskóli nýtir íþróttamannvirki Reykjavíkurborgar án greiðslna fyrir 3,5 milljónir á ári, þ.e. íþróttahúsið við Dalhús, knattspyrnuhús við Egilshöll. Lagt er til reikningsfært verði á Borgarholtsskóla 3,5 milljónir fyrir árið 2016 auk og framvegis árlega reikningsfærð verði öll notkun Borgarholtsskóla á íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar enda hlutfall kostnaðar við notkun íþróttamannvirkja fyrir framhaldsskóla ábyrgðar og kostnaðarmál menntamálaráðuneytis en ekki Reykjavíkurborgar.

Frestað.

10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisíþróttafélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2015 allra 9 stóru hverfisíþróttafélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk., meistaraflokks kvk. og svo barna og unglingastarfs.

Fundi slitið kl. 12.38

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Dóra Einarsdóttir

Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon Trausti Harðarson