Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 18. febrúar var haldinn 240. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Arnarholti 3. hæð  og hófst kl. 12:25. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Frímann Ari Ferndinardsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. ásamt svörum nokkurra íþróttafélaga vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar- og flugvallarina á fundi ráðsins 15. janúar sl. 7. liður um fimleikadeildir.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. ásamt  svörum íþróttafélaga vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar- og flugvallarina á fundi ráðsins 15. janúar sl. 8. liðar um íþróttahús og íþróttamannvirki.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. með svari við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá fundi ráðsins 4. febrúar sl. 15. liður um fjölnota íþróttamannvirki.

4. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 15. febrúar sl. til fagráða vegna tíma og verkáætlunar fjárhagsáætlunar 2017-2021.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætós dags. 4. febrúar sl. sem svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina á fundi ráðsins 15. janúar sl.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar  dags. 15. febrúar sl. um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda.

kl. 12:30 koma Marta Guðjónsdóttir á fundinn.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. vegna fyrirspurnar  skrifstofu borgarstjórnar  um fundarsetu aðal- og varamanna í ráðum og nefndum.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. með yfirliti um styrki til viðhalds íþróttamannvirkja undanfarin ár.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. vegna styrkveitingar til viðhalds mannvirkja 2016.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. með yfirliti yfir styrkveitingar til ÍBR og félaga 2016.

kl. 12:38 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

11. Rætt um umhverfismál hjá ÍTR.  Fram kom að allir starfsstaðir eru að vinna eftir Grænu skrefum borgarinnar.  Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur uppfyllt öll 4 stigin, allur úrgangur nýttur, allt sem fellur til á verkstæði er flokkað og notuð eru umhverfisvæn efni.  

Mælst er til þess að upplýsingar verði settar upp á sundstöðum um hvernig staðið er að málum þar, til upplýsinga fyrir gesti.

12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. febrúar sl. vegna samþykktar borgarráðs um endurbætur á gervigrasvöllum.

Jafnframt lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra dags. 9. febrúar sl. til borgarráðs vegna gervigrasvallamála.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir þeim tilmælum til borgarráðs að gervigrasvöllurinn í Safamýri verði endurnýjaður og svart úrgangsdekkjakurl (SBR) fjarlægt úr yfirborði hans, óháð því hvort Knattspyrnufélagið Fram haldi áfram starfsemi í hverfinu eða ekki.

Frestað.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brýnt að endurnýjun á gervigrasvöllum í Reykjavík verði hraðað í því skyni að hætta sem fyrst notkun á svörtu úrgangsdekkjakurli (SBR) á yfirborði þeirra. Fyrirliggjandi áætlun staðfestir að borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna lítur ekki svo á að slík endurnýjun sé forgangsmál. Þá er samkvæmt áætluninni gert ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn í Safamýri verði ekki endurnýjaður nema Knattspyrnufélagið Fram hætti við flutning í Grafarholt-Úlfarsárdal. Slík framsetning er til skammar og óviðunandi með öllu að meirihluti borgarstjórnar geri Safamýrarvöllinn þannig að bitbeini í viðkvæmum samningaviðræðum Reykjavíkurborgar og Fram og valdi þar með uppnámi og óvissu meðal íbúa í Háaleitishverfi. Sjálfstæðismenn telja rétt að umræddur gervigrasvöllur verði áfram starfræktur í Safamýri og honum viðhaldið sómasamlega í þágu íþróttastarfs barna og ungmenna í Háaleitishverfi, óháð því hvort Fram verður þar áfram með starfsemi eða ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá tillögu sína að 3-4 gervigrasvellir verði endurnýjaðir á þessu ári og að forgangsröðun verkefna taki mið af því að hætta sem fyrst notkun á svörtu úrgangsdekkjakurli. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ekki viljað fallast á þessa tillögu en kýs að forgangsraða í þágu annarra verkefna, sem ekki eru aðkallandi en kosta mörg hundruð milljónir króna. Þar á meðal má nefna þrengingu Grensásvegar, viðbyggingu Grófarhúss og innanhússframkvæmdir í ráðhúsinu.

Lögð fram eftirfarandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur telur mikilvægt að íþróttasvæði verði áfram rekið í Safamýri í þágu íþróttastarfs barna og ungmenna í Háaleitishverfi, óháð því hvort Knattspyrnufélagið Fram hættir starfsemi í hverfinu. 

Frestað.

13. Lagt fram bréf Umboðsmanns borgarbúa dags. 22. janúar sl. vegna aldursmarka við gjald í sund fyrir börn.

Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns dags. 17. febrúar sl. 

14. Lagt fram bréf RIFF dags. 4. feb. sl. með ósk um styrk vegna námskeiðs fyrir stúlkur í kvikmyndagerð.

Íþrótta-og tómstundaráð bendir  á að búið er að úthluta styrkjum úr styrkjapotti þessa árs og bendir umsækjendum á að sækja um við næstu úthlutun. Verkefnið er metnaðarfullt og telur ráðið mikilvægt að auka áhuga stúlkna á kvikmyndagerð.

15. Lagt fram boðsbréf frá Kaupmannahafnarborg dags. 22. sept. á ráðstefnu um íþróttir sem haldin verður í júní n.k.  

Samþykkt samhljóða að tveir fulltrúar úr ráðinu fari á ráðstefnuna ásamt einum starfsmanni ÍTR.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. vegna samnings við Knattspyrnufélagið  Þrótt um ReyCup.

Samþykkt samhljóða.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. vegna samnings við ÍBR um Reykjavikurmaraþon og viðburði.

Samþykkt samhljóða.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. febrúar sl. vegna samnings við ÍBR um áhorfendastúku.

Samþykkt samhjóða. 

19. Lagt fram bréf verkefnastjóra Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, verkefnastjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, framkvæmdastjóra og deildastjóra Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og deildarstjóra Frístundamiðstöðvarinnar Kamps dags. 11. febrúar sl. með ósk um styrk vegna aukinnar áhættuhegðunar barna.

Frestað.

20. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. janúar sl. með ósk um umsögn um drög að nýrri mannréttindastefnu.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 

21. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar sl. – Köld böð í sundlaugum Reykjavíkur.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir hugmyndina, þrír slíkir pottar er í þessum laugum og vísar hugmyndinni til skoðunar hjá Umhverfs- og skipulagssviði. 

22. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavik dags. 31. janúar sl. – Fjölnota íþróttahús við Egilshöll.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna.  Málið er nú þegar til skoðunar.

23. 17. júní.

Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:

Lagt er til að hafnar verði viðræður við Menningar- og ferðamálasvið og Höfuðborgarstofu um að taka við skipulagningu dagskrár 17. júní. Enn fremur að þjóðhátíðarnefnd verði lögð niður samhliða þeirri yfirfærslu.

Greinargerð:

17. júní er þjóðhátíð Íslendinga og hátíðarhöldin í Reykjavík eru stór hluti af ímynd og upplifun dagsins fyrir marga Íslendinga. Verkefnastjóri hefur unnið að framkvæmd hátíðarinnar fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar. Hugmyndin með þessari tillögu er að taka umsjón verkefnisins úr höndum stjórnmálafólks og í hendur viðburðastofu, en viðburðastjórn Höfuðborgarstofu hefur gefist einkar vel á undanförnum árum. Ætla má að nokkur samlegðaráhrif verði af rekstri 17. júní samhliða öðrum hátíðum. 17. júní er eina stórhátíðin á vettvangi Reykjavíkur sem er skipulögð utan Höfuðborgarstofu og er ætlunin að bæta úr því.

Frestað.

Samþykkt að Þórgnýr Thoroddsen, Óttarr Guðlaugsson og Dóra Magnúsdóttir sitji í þjóðhátíðarnefnd og Þórgnýr verði formaður.

24. Rætt um stöðu ýmissa mála hjá ÍTR.

kl. 14:12 vék Kjartan Magnússon af fundi. 

25. Lög fram eftirfarandi fyrirspurn frá áheyrnendafulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir öllum þeim gögn og samningum sem nauðsynlegir eru til, til að fulltrúar ÍTR geti kynnt sér samstarfsamninga sem eru í gildi milli Fram og Reykjavíkurborgar og svo samninga Fram og Reykjavíkurborgar er snýr að flutningi félagsins úr Safamýrinni og upp í Grafarholt og Úlfársdal. 

26. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir afriti af þremur nýjustu ársreikningum/uppgjörum Rey Cup. 

27. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir afriti af nýjasta ársreikning/uppgjör Reykjavíkurmarþons. 

Fundi slitið kl. 14:15.

Þórgnýr Thoroddsen

Unnsteinn Jóhannsson Dóra Einarsdóttir

Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir

Trausti Harðarson