Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 21. ágúst var haldinn 231. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjósdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Kári Arnarsson fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. júlí sl. með ósk um umsögn um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á áhorfendastæðum við Leiknisvöll.

Jafnframt lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði um endurbætur á áhorfendasvæðum á Leiknisvelli.

Lagt fram drög að svari til borgarráðs vegna málsins.

Frestað. 

- Kl. 12:15 kom Kjartan Magnússon á fundinn. 

2. Lögð fram að nýju svofelld tillaga meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vegna Nauthólsvíkur:

Íþrótta- og tómstundaráð felur sviðsstjóra að útbúa hugmyndir um gjaldtöku við Nauthólsvík allan ársins hring. Tillögur verði lagðar fyrir ráðið.

Greinargerð.

Reykjavíkurborg greiðir þjónustu við Nauthólsvík svo sem búningsklefa, heitan pott og gufu og starfsmenn allan ársins hring. Eðlilegt er að iðkendur greiði fyrir þá þjónustu sem þar er veitt.

Samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram yfirlit um fundi ráðsins ágúst – desember 2015. 

4. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugum janúar – júlí.

5. Fjármálastjóri Andrés B. Andreasen kynnti 6 mánaða uppgjör ÍTR - trúnaðarmál.

6. Mannauðsfulltrúi Margrét Grétarsdóttir kynnti viðhorfskönnun meðal starfsmanna ÍTR. ÍTR hefur bætt sig áberandi mikið frá síðustu könnun 2013.

- Kl. 13:00 vék Margrét Grétarsdóttir af fundi. 

7. Fjárhagsáætlun 2016. Fjármálastjóri og sviðsstjóri sögðu frá forsendum við vinnu við fjárhagsáætlun 2016.

8. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. júní sl. – Nota saltvatn í staðinn fyrir klór í sundlaugum Reykjavíkur.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna og vill benda á eftirfarandi: Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum skal vatn lauganna sótthreinsað með klór.

ÍTR hefur gert breytingar í tveimur laugum, Laugardalslaug í inni- og útilaug og í Sundhöllinni, þannig að þar er nú framleiddur klór með rafgreiningu og matarsalti. Í þeim laugum er mun minna af klórtegundum í andrúmsloftinu en í laugum sem notast við aðkeyptan klór. Vonir standa til að ÍTR fái fjármagn til að koma þessu fyrirkomulagi á í öllum laugunum.

9. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. – Klórlausar sundlaugar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna og vill benda á eftirfarandi: Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum skal vatn lauganna sótthreinsað með klór.

ÍTR hefur gert breytingar í tveimur laugum, Laugardalslaug í inni- og útilaug og í Sundhöllinni, þannig að þar er nú framleiddur klór með rafgreiningu og matarsalti. Í þeim laugum er mun minna af klórtegundum í andrúmsloftinu en í laugum sem notast við aðkeyptan klór. Vonir standa til að ÍTR fái fjármagn til að koma þessu fyrirkomulagi á í öllum laugunum.

10. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. júní sl. – Fjölskylduklefar í Laugardalslaug.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til skoðunar ÍTR og Umhverfis- og skipulagssviðs.

11. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. – Aðskilnaður borgar og íþróttafélaga.

Frestað.

- Kl. 13:40 vék Kjartan Magnússon af fundi. 

12. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvinum:

Óskað er eftir upplýsingum um hversu marga nemendur, talið sem fjöldi bekkja við grunnskóla Reykjavíkur þarf að senda út fyrir sitt hverfi til að sækja skólasund komandi vetur. Óskað er eftir að í upplýsingum komi fram nafn skóla og í hvaða sundlaug viðkomandi bekkjarhópur er sendur í sem staðsett er fyrir utan hverfið.

13. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvinum:

Óskað er eftir upplýsingum um hvaða upphæðir Reykjavíkurborg í heild setur í og nýttir til reksturs Frístundastrætó og hvernig útdeilingu fjármuna er útdeild fyrir hvert hverfi fyrir sig í borginni er háttað 2015. Einnig er óskað eftir upplýsingum hvaða upphæðum er stefnt er að verði úthlutað verði árið 2016 á hvert hverfi fyrir sig.

Fundi slitið kl. 13:55.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson