Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 12. júní var haldinn 228. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í hjá ÍSÍ Engjateigi og hófst kl. 15:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir varamaður fyrir Bjarna Þór Sigurðsson, Magnús Már Guðmundsson varamaður fyrir Evu Baldursdóttir,  Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Ingvar Sverrison ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 3. mánaða uppgjör ÍTR.

2. Lögð fram drög að dagskrá 17. júní.

3. Lögð fram tillaga ÍTR að verkefni við kynjaða fjárhagsáætlun 2016 – sumarstörf ÍTR.

Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs dags. 21. maí sl. vegna samþykktar hverfisráðs Grafarvogs um íþróttahús við Egilshöll.

5. Lagt fram svar Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júní sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi 22. maí sbr. 13. liður.

6. Lagt fram bréf Halldóru Gunnarsdóttur sérfræðings á Mannréttindaskrifstofu dags. 3. júní sl. varðandi aðgerðaráætlun í jafnréttismálum 2015-2019.

7. Lögð fram eftirfarandi tillaga íþrótta- og tómstundaráðs:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við ríkisvaldið að bundið slitlag verði lagt á veginn, sem liggur að útivistarsvæðinu í Skálafelli og að umrædd framkvæmd verði áfram á samgönguáætlun.

Samþykkt.

kl. 15:35  kom Kári Arnarsson Reykjavíkurráði ungmenna á fundinn.

8. Sameiginlegur fundur með stjórn ÍBR. Frá stjórn ÍBR sátu fundinn: Viggó H. Viggósson, Frímann Ari Ferdinardsson, Björn Magnús Björgvinsson, Haukur Þór Haraldsson, Örn Andrésson og Lilja Sigurðardóttir. Rætt var m.a. um eftirfarandi:

• Samning milli Reykjavíkurborgar og ÍBR f.h. félaganna.  Sviðsstjóra ÍTR falið að vinna að samningi milli aðila.

• Stefnu í íþróttamálum í Reykjavík 2010-2020

• Stefnumótun til 2020 verkefnastöðu og áframhald

• Lagt fram bréf ÍBR dags. 10 júní sl. þar sem óskað er eftir samstarfi við ráðið um sameiginlega stefnu í afreksíþróttamálum.

Fundi slitið kl. 17:30.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Magnús Már Guðmundsson

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson