Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, fimmtudaginn 9. apríl var haldinn 224. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Arnarholti 3. hæð og hófst hann kl. 14:20. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, S. Björn Blöndal varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Eva Baldursdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Kári Arnórsson Reykjavíkurráði ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun 2015 – valkosti og tækifæri.

- Kl. 14:40 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:

Öllum þessum hugmyndum, skuldbundnum sem og valkvæðum framkvæmdum sem hér er stungið upp á má fagna og styðja í framkvæmd og það sem fyrst. Hins vegar þarf að stórauka fé til framkvæma og bygginga nýrra íþróttamannvirkja í Reykjavík svo borgin anni þörfum íþróttafélagana og íþróttaiðkennda.

2. Rætt um framkvæmdaáætlun 2016-2020.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 30. mars sl. með kynningu á áfangaskýrslu um Reykjavíkurhúsin.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 30. mars sl. vegna samnings við Fylki um rekstur Fylkissels.

Samþykkt samhljóða.

- kl. 15:00 vék Steinþór Einarsson af fundi. 

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. mars með ósk um umsögn ÍTR vegna tillögu hverfisráðs Breiðholts um Rafræna Reykjavík.

Lögð fram umsögn ÍTR.

6. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 27. feb sl. – Fjarlægja aðgangsslár að búningsklefum í Vesturbæjarlaug.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir hugmyndina. Ekki var tekið jákvætt í hugmyndina.

7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 27. feb. sl. – Tónlist (eða útvarp) spiluð í sundlaugum um helgar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir hugmyndina. Ekki var tekið jákvætt í hugmyndina.

8. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 26. mars sl. um sturtupott í Breiðholtslaug.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir hugmyndina. Hugmyndinni er vísað til skoðunar í vinnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Breiðholtslaug.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. mars sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar 17. mars sl. hafi verið lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að glæða borgargarða nýju lífi. Óskað er eftir umsögn ÍTR.

Frestað.

10. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar- og flugvallarvina frá síðasta fundi um jafnlaunaátak innan ÍTR.

Í tilefni þess að í ár fagnar Reykjavíkurborg 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi þá mun ÍTR láta gera jafnlaunaúttekt innan sviðsins og skal ÍTR vera búið að ná svo staðfest verði jafnlaunavottun á afmælisárinu 2015.

Vísað til sviðsstjóra og kjaradeildar til skoðunar.

11. Lögð fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 24. og 27. mars sl. vegna fyrirspurnar frá fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um yfirbyggða knattspyrnuvelli frá 13. feb. sl. 

12. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 26. mars sl. um knattspyrnuhús í Breiðholti.

Frestað.

13. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna strandblakvalla.

Árið 2013 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að ráðist yrði í lagningu strandblakvallar við Árbæjarlaug til afnota fyrir sundlaugargesti og blakdeild Fylkis. Þrátt fyrir að fjárveiting fengist til verksins á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2014 var völlurinn ekki lagður á því ári. Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að völlurinn verði lagður á þessu ári í samræmi við áður gerða samþykkt og gildandi fjárhagsáætlun.

Samþykkt og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

14. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag keppnisvalla og grasæfingasvæða íþróttafélaganna í Reykjavík og yfirliti um hvernig þessi svæði hafa komið undan vetri.

Fundi slitið kl. 15:50

Þórgnýr Thoroddsen

S. Björn Blöndal Eva Baldursdóttir

Trausti Harðarson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir