Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 19. desember var haldinn 218. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Trausti Harðarson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga styrkjahóps ráðsins að úthlutun styrkja 2015.

Samþykkt samhljóða.

kl. 11:10 kom Frímann Ari Ferdinandsson á fundinn.

2. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. des. sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins vegna skipulagsmála í S-Mjódd.

3. Sviðsstjóri sagði frá stúkumálum  hjá Fjölni,  Fram og Leiknis.

4. Á fundinn komu Rúnar Gunnarsson frá Umhverfis- og skipulagssviði, Heba Hertervig og Magdalena Sigurðardóttir frá VA arkitektum og kynntu verðlaunatillögu í Úlfarsárdal.

Fundi slitið kl. 12:00.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson