Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 27. júní var haldinn 208. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Hofi 7. hæð og hófst hann kl. 11:30. Viðstödd voru: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Trausti Harðarson, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason varamaður fyrir Kjartan Magnússon. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. júní þar sem tilkynnt er um kjör í íþrótta- og tómstundaráði til loka kjörtímabilsins á fundi borgarráðs 18. júní.

2. Samþykkt samhljóða að Eva Einarsdóttir verði varaformaður.

3. Lögð fram eftirfarandi tillaga íþrótta- og tómstundaráðs: Með vísan til 4. gr. samþykktar um íþrótta- og tómstundaráð þar sem segir m.a.: „Íþrótta- og tómstundaráð getur heimilað setu áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétt samkvæmt nánari ákvörðun ráðsins.“ Samþykkir íþrótta- og tómstundaráð að heimila fulltrúa ÍBR setu á fundum ráðsins eins og verið hefur. Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram bréf ÍBR dags. 25. júní sl. vegna áheyrnarfulltrúa. Ingvar Sverrisson verður áheyrnarfulltrúi ÍBR og Frímann Ari Ferdinandsson til vara. Samþykkt að Þórgnýr Thoroddssen verði áheyrnarfulltrúi íþrótta- og tómstundaráðs í ÍBR. 5. Lagður fram listi yfir fundartíma íþrótta- og tómstundaráðs fram að áramótum.

6. Lagður fram til kynningar samstarfssáttmáli meirihlutans. Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina: Í samstarfssamningi meirihlutans kemur skýrt fram að ekki er mikill metnaður lagður í íþrótta- og tómstundamálin. Reykjavík er orðin eftirbátur nágrannaveitarfélaganna þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi eins og dæmin sanna þegar reykvísk börn þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga. Uppbygging íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal hefur dregist allt of mikið á langinn og knýjandi þörf er að bæta aðstöðuna í Grafarvogi. Það sýnir ekki mikinn metnað að börn og unglingar í Grafarholti og Úlfarsárdal þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga og ekki gert ráð fyrir að íþróttamannvirki þar verði tilbúin fyrr en árið 2017.

7. Lögð fram skýrsla starfshóps um frístundaakstur félaganna 2010-2013.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. júní sl., þar sem fram kemur að borgarráð vísi erindi Kramhússins m.a. til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs. Íþrótta- og tómstundaráð telur að verkefnið sé jákvætt og forsendur þess jafnframt. Ráðið hefur lagt áherslu á að auka fjölbreytni tómstundatilboða í þeim hverfum sem verkefnið tekur til og ná til barna af erlendum uppruna. Er það samdóma álit ráðsins að verkefnið slái því tvær flugur í einu höggi. Ráðið vill benda á að samkvæmt forsendum verkefnisins er það tækt til aðildar að frístundakortinu.

9. Rætt um fjárhagsáætlun 2015.

Fundi slitið kl. 12:55

Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir
Tomasz Chrapek Trausti Harðarson
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason