Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 10. nóvember var haldinn 271. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 12.20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek og Hermann Valsson. Einnig: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt að Tomasz Chrapek og Trausti Harðarson taki sæti í styrkjahópnum ásamt fulltrúum skipuðum af ÍBR og Hinu Húsinu.
2. Fram fer umræða um framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundasviðs vegna 2018.
- Kl. 12.25 taka Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
3. Lagt fram bréf Leiknis vegna tilraunaverkefnis í Breiðholti vegna knattspyrnuiðkunar.
4. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis, dags. 12. október 2017, vegna íþróttafrístundar í Grafarvogi.
5. Lagt fram bréf Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi, dags. 19. október 2017,. vegna afgreiðslutíma sundstaða í Reykjavík.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 20. sept. 2017, vegna afgreiðslutíma sundstaða.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirskriftasöfnun hefur verið í Grafarvogi og Árbæ og hafa um 2.000 íbúar skorað á borgaryfirvöld að tryggja sama helgar opnunartíma sundlaugana í hverfunum eins og opnunartíminn er í Vesturbæjarlaug, Breiðholtslaug, Laugardalslaug og miðbæjarlauginni Sundhöllinni.
7. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða um jól og áramót.
8. Lagt fram bréf hverfisráðs Háaleitis og Bústaða vegna íþróttaaðstöðu í Safamýri. Einnig lögð fram ályktun íbúasamtaka Háaleitis.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
17. mars 2016 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur eftirfarandi ályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins: ,,Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur telur mikilvægt að íþróttasvæði verði áfram rekið í Safamýri í þágu íþróttastarfs barna og ungmenna í Háaleitishverfi, óháð því hvort Knattspyrnufélagið Fram hættir starfsemi í hverfinu.“ Íþrótta- og tómstundaráð ítrekar þá afstöðu sem fram kemur í áðurnefndi samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs. Í samræmi við þessa samþykkt var gervigrasvöllurinn í Safamýri endurnýjaður sl. sumar í því skyni að hætta sem fyrst notkun á svörtu úrgangsdekkjakurli (SBR) á yfirborði hans. Íþrótta- og tómstundaráð telur rétt að öðrum íþróttamannvirkjum í Safamýri verði einnig viðhaldið sómasamlega og að séð verði til þess að á svæðinu verði áfram stundað öflugt íþrótta- og æskulýðsstarfs í þágu íbúa í Háaleitishverfi.
9. Lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um framtíðaruppbyggingu Knattspyrnufélagsins Víkings.
10. Lögð fram viljayfirlýsing varðandi samvinnu Reykjavíkurborgar og KR vegna uppbyggingar við Frostaskjól.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að farið verði í deiliskipulagsvinnu á svæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Frostaskjól á grunni tillagna sem félagið hefur lagt fram, svo unnt sé að ráðast í uppbyggingu íþróttamannvirkja þar. KR glímir nú þegar við mikinn aðstöðuvanda og er því frekari uppbygging íþróttamannvirkja í Vesturbænum löngu tímabær. Sjálfsagt er að skoða hugmyndir um byggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á svæðinu svo fremi að tryggt sé að þær fari vel í umhverfinu og hafi ekki neikvæð áhrif á framtíðarmöguleika KR til að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta- og æskulýðsmála. Rétt er að hafa í huga að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í Vesturbænum á næstu árum sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um a.m.k. 5.500 manns eða 33%. Slík fjölgun mun stórauka kröfur til KR og er því mikilvægt að borgaryfirvöld tryggi félaginu nægilegt athafnarými til framtíðar. Jafnframt þarf að ræða hvort eðlilegt sé að hverfisíþróttafélag eins og KR þurfi að ganga á takmarkað athafnasvæði sitt og ráðstafa hluta þess undir þétta byggð til að fjármagna eðlilega uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Það að KR fái að nýta skipulagt íþróttasvæði til að byggja upp á milli 100 til 200 íbúðir til að skapa félaginu tekjur í komandi framtíð skapar fordæmi fyrir önnur íþróttafélög borgarinnar og skapar ójafna tekjugefandi möguleika milli Reykvískra íþróttafélaga. Áætlað er að byggingar þessar muni skapa félaginu árlegar tekjur í komandi framtíð til að byggja upp íþróttamannvirki auk þess að fara í annan rekstrarkostnað s.s. laun knattspyrnumanna og annarra starfsmanna félagsins. Land það sem nýta á var gefið til félagsins til að nýta í íþróttastarfssemi sína og er ljóst að ef landið er tekið í íbúðabyggðir núna að í komandi framtíð verði Reykjavíkurborg að gefa/veit annað land til þeirra íþróttabygginga sem gæti þurfti eftir einhverja áratugina. Ljóst er að mjög varlega þarf að stíga til jarðar ef Reykjavíkurborg samþykkir að veita KR leyfi til að byggja hundruð leiguíbúða á íþróttasvæði sínu.
11. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra dags. 18. okt. 2017, til borgarráðs vegna framtíðar Laugardalsvallar.
12. Lögð fram viljayfirlýsing vegna GR.
13. Lagt fram samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á aðalvelli Fylkis.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér kemur Íþróttafélagi Fylkir og óskar/krefst að fá 20% af söluverðmæti lands sem þeir eiga ekki, ef land sem þeir fengu að nýta verði selt á yfir 400 milljónir en Reykjavíkurborg á landið og hefur í stuttan tíma leyft þeim að nýta. Það er athyglisvert að hér er enn eitt íþróttafélag Reykjavíkurborgar sem vill ná tekjum úr lóðar og byggingar framkvæmdum.
14. Lagt fram erindisbréf vegna stýrihóps um mótun stefnu um hjólabrettaiðkun í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 13.45
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Dóra Magnúsdóttir
Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Hermann Valsson