Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, þriðjudaginn 28. ágúst haldinn 266. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 12:00. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttir. Einnig: Benóný Harðarson varamaður fyrir Hermann Valsson VG, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B Andreasen fjármálastjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Leiknis, dags. 24. maí sl., vegna úthlutunar til félagsins úr mannvirkjasjóði KSÍ.

2. Lagt fram afrit af erindi til formanns íþrótta- og tómstundarráðs, dags. 11. júlí sl., vegna tónlistarskólans Hljómu í Hafnarfirði og aðgang að Frístundakortinu.

Synjað.

- kl. 12.08 tekur Trausti Harðarson sæti á fundinum.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. júlí sl. vegna samþykktar borgarráðs á samningi við Knattspyrnufélagið Fram um flutning félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal og Grafarholt og uppbyggingu mannvirkja og rekstur þeirra og afhendingu eigna í Safamýri til Reykjavíkurborgar.

- kl. 12.15 tekur Frímann Ari Ferdinandsson sæti á fundinum.

4. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 6. júlí sl., vegna samþykktar borgarráðs á nýjum styrkjareglum og styrkjahandbók.

5. Lagt fram bréf Brettafélags Reykjavíkur, dags. 5. júlí sl., með fyrirspurn um stefnu íþrótta- og tómstundaráðs gagnvart hjólabrettamenningu til framtíðar.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. júlí sl., vegna samnings við Stelpur rokka. Jafnframt lögð fram drög að nýjum samningi við Stelpur rokka.

7. Lögð fram leiðrétt greinargerð með fjárhagsáætlun ÍTR 2017.

8. Lagt fram sex mánaða uppgjör ÍTR.

9. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra, dags. 28. júní sl., til borgarráðs vegna fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2018.

10. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí sl., vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og fimm ára áætlun 2018-2022. Einnig lögð fram endurskoðuð tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar.

11. Lagt fram að nýju bréf ÍR, KR og KFR, dags. 16. júní sl., vegna aðstöðumála keiluíþróttarinnar.

Frestað.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 7. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. júní 2017:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur formlega undirbúningsvinnu með Ungmennafélaginu Fjölni við hönnun, teikningar og kostnaðaráætlun á yfirbyggðri áhorfendastúku við knattspyrnuvöll félagsins við Dalhús, Grafarvogi. Lagt er upp með að teikningar og kostnaðaráætlun verði tilbúin á haustdögum líðandi árs svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort hægt er að ráðast í að styðja félagið í framkvæmd á komandi vetri.

Samþykkt að vísa tillögunni til viðræðuhóps Reykjavíkurborgar og Ungmennafélagsins Fjölnis.

13. Lögð fram til kynningar stefna um frístundaþjónustu í Reykjavík 2017-2025.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 17. ágúst sl.,varðandi embættisfærslur skrifstofu ÍTR – 2 mál.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 17. ágúst sl. vegna endurbóta á skíðaskálum skíðadeilda í Bláfjöllum.

Vísað til sviðsstjóra.

16. Lagt fram bréf ÍBR dags. 9. ágúst sl. vegna Skautahallarinnar og fjölgun á æfingatímum fyrir skautafélögin.

Samþykkt.

17. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 15. ágúst sl., Gúmmímottur í Vesturbæjarlaug.

Vísað til ÍTR og umhverfis- og skipulagssviðs.

18. Fram fer umræða um sundlaugarnar, aðsókn, umgengni og viðhald.

19. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir því að upplýsingar verði lagðar fyrir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur um ástand alls húsnæðis sem notað er í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í borginni. Átt er við húsnæði sem er í eigu borgarinnar, sem og mannvirki í eigu íþrótta- og æskulýðsfélaga eða annarra aðila þar sem slík starfsemi er rekin. Óskað er eftir því að sérstök grein verði gerð fyrir því húsnæði þar sem orðið hefur vart við rakaskemmdir og/eða myglu.

20. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi ÍTR þann 31.október 2014 var samþykkt að leita til Strætó og athuga samstarfsgrundvöll ÍTR og Strætó fyrir hvatningarátaki til að hvetja börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir, en ekki virtist vera á þeim tíma svigrúm til framkvæmdar á hugmyndinni Strætó megin. Fyrirspurn þessi óskast nú endurtekin og send á stjórn Strætó. “Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja hvatningarátak til að hvetja börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir. Samið verður við Strætó um að í þrjá mánuði verði útvaldir strætisvagnar með stórum teiknuðum myndum af börnum og unglingum í hinum ýmsu íþróttum s.s. knattspyrnu, sundi, handbolta, frjálsum, skák, skíðum, körfubolta, skautum og fleira. Með þessu er hugmynd um íþróttir og íþróttaiðkun að birtast daglega börnum og unglingum í Reykjavík. Þessum myndum geta fylgt hvatningarorð eins og „Hvaða íþrótt langar þig að prófa að æfa“. „Hvernig væri að skella sér í sund í dag“, „Það er gaman að fara á skíði“.

21. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um iðkendasamsetningu hjá Skautafélögunum í Reykjavík. Hver er iðkendafjöldi í listskautum annars vegar og íshokkí hinsvegar, hvernig er aldursdreifingin, hvaðan koma iðkendurnir þ.e. hvernig er dreifing iðkenda milli hverfa í borginni og hversu margir iðkenndur koma frá öðrum bæjarfélögum.

Fundi slitið kl. 14.10

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson

Dóra Magnúsdóttir Trausti Harðarson

Kjartan Magnússon Björn Gíslason