Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, fimmtudaginn 5. júní var haldinn 206. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 16:20. Viðstödd voru: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig: Ingvar Sverrisson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar og Besta flokksins frá síðasta fundi varðandi Klambratún.
Aðstaða til íþróttaiðkunar við Klambratún/Miklatún verði löguð hið fyrsta. Í fyrsta lagi að fótboltavöllur við Lönguhlíð verði fjölnota. Tveir eða þrír vellir verði gerðir í stað eins svo fleiri geti nýtt völlinn. Tveir af þremur völlum eða einn af tveimur völlum verði tyrfðir eða gervigras notað en einn áfram með möl fyrir fjölbreytta notkun, t.d. brennibolta. Þá verði körfuboltavöllur lagaður og sett undirlag á pari við það sem er við Hagaskóla. Mikið líf er á þeim velli og notkun - bæði barna- og unglinga en einnig fullorðna. Tillagan er í samræmi við tillögu hóps sem vann framtíðarskipulag á Miklatúni sbr. www.hlidar.com/index.php/id/1966. Þá er mælst til þess að við frekari uppbyggingu við Miklatún verði horft til framangreindra hugmynda sem unnar voru í samráði við íbúa. Tillagan er einnig til þess fallin að gera dásamlegt útivistarsvæði enn betra. Þá er hún í samræmi við þá stefnu að gera almenningsíþróttum hærra undir höfði og stuðla að aukinni lýðheilsu borgarbúa.
Vísað til SEA og USK
2. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi varðandi viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um Stjörnugróf.
3. Lagt fram svar við fyrirspurn fullrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi varðandi Keilugranda 1.
4. Lagt fram bréf Skautasambands Íslands dags. 10. maí sl. varðandi alþjóðlegt skautamót í listhlaupi í Reykjavík 15.-18. janúar 2015.
5. Lagt fram bréf Skíðagöngufélagsins Ullar dags. 22. maí sl. vegna aðstöðumála félagsins í Bláfjöllum.
6. Lagt fram bréf Skíðagöngufélagsins Ullar dags. 27. maí sl. vegna aðstöðu til skíðagöngu við Ártúnsbrekku.
Vísað til USK.
7. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 2. júní sl. vegna aðstöðumála lyftingadeildar félagsins.
8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 4. júní sl. vegna aðstöðumála Brettafélags Reykjavíkur.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 2. júní sl. vegna skipulagsvinnu við svæði ÍR í S-Mjódd.
10. Lagt fram erindi frjálsíþróttadeildar ÍR vegna Evrópukeppni félagsliða í ár.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.
11. Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu sagði frá stöðu mála vegna skýrslu um sundlaugarnar í Reykjavík, framtíðarsýn til 20 ára.
12. Lagt fram að nýju rekstraruppgjör ÍTR 2013.
13. Lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu um framkvæmd styrkjareglna á árinu 2013.
14. Lagt fram fjárhagsyfirlit ÍTR fyrir janúar - apríl.
15. Lögð fram handbók um kynjaða fjárhagsáætlun.
16. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 3. júní sl. vegna aðstöðumála Fylkis.
17. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Áformað er að Brettafélag Reykjavíkur flytji starfsemi sína úr Héðinshúsinu, Seljavegi 2. innan skamms. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vekja athygli á því að eftir brottflutning félagsins verður engin skipulögð íþrótta- og æskulýðsstarfsemi eftir í Gamla Vesturbænum þar sem búa um sex þúsund manns. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er rekið sunnan Hringbrautar á vegum Knattspyrnufélags Reykjavíkur, félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls, Skátafélagsins Ægisbúa og fleiri aðila en ljóst er að mun færri börn og unglingar sækja það starf úr Gamla Vesturbænum en úr hverfinu sunnan Hringbrautar. Óskað er eftir upplýsingum um þátttöku barna- og unglinga úr Gamla Vesturbænum í frístundastarfi og hve mörg þeirra notfærðu sér að jafnaði þjónustu frístundastrætós sl. vetur.
18. Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundarráð 2010 – 2014 vill þakka fulltrúum í ráðinu, starfsfólki ÍTR, ÍBR, félagssamtökum og borgarbúum öllum kærlega fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Gleðilegt sumar og áfram íþróttaborgin Reykjavík.
Fundi slitið kl. 17:55
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason