Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 26. október var haldinn 171. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.08. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Jarþrúður Ásmundsdóttir. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundaráð vegna 2013.
Samþykkt að Björn Gíslason, Stefán Benediktsson, Eva Einarsdóttir og Hermann Valsson sitji í styrkjahópnum.

2. Lagt fram bréf Hverfisráðs Grafarvogs dags. 3. okt. sl. vegna íþróttaaðstöðu í
Grafarvogi.
Vísað til skoðunar framkvæmdastjóra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita leiða til að bæta úr aðstöðuvanda Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fyrir inniíþróttagreinar.
Frestað.

kl. 11.15 kom Frímann Ari Ferdinardsson á fundinn.

3. Á fundinn mætti Guðmundur Ísidórsson og kynnti drög að rekstarúttekt íþróttafélaganna.

kl. 11.55 vék Jarþrúður Ásmundsdóttir af fundi.
kl. 12.00 vék Steinþór Einarsson af fundi.

4. Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsráðgjafi kynnti drög að siðareglum og jafnréttisáætlun íþróttafélaga í samstarfi við ÍBR og mannréttindaskrifstofu.

Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar þeim sem hafa nú unnið að samræmdum siðareglum og jafnréttisáætlun íþróttafélaga, hjá ÍTR, ÍBR og mannréttindaskrifstofu, fyrir vel unnin störf. Ráðið vonar að helstu niðurstöður og tillögur geti nýst félögunum vel og hvetur íþróttafélög og iðkendundur til að koma þeim til framkvæmda sem allra fyrst.

kl. 12.20 vék Ásdís Ásbjörnsdóttir af fundi.

5. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 12. október sl. vegna viðhaldsmála.
Vísað til framkvæmdastjóra.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. október sl. vegna fjárhagsáætlunar 2013 og viðhaldsverkefna íþróttafélaga.

7. Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri kynnti verkefnaskrá ÍTR 2013.

kl. 13.00 kom Steinþór Einarsson á fund.

kl. 13.15 vék Björn Gíslason af fundi.

8. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 28. sept. sl. - Virkja Tjörnina betur sem skautasvell þegar veður leyfir.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Framkvæmda- og eignasvið annast rekstur skautasvells á Tjörninni, þegar þannig viðrar. Þar er m.a. lýsing. ÍBR annast rekstur Skautahallarinnar og á skauta til útleigu.
ÍTR þakkar fyrir hugmyndina og mun taka málið upp um samstarf ÍBR og Framkvæmda- og eignasviðs um lýsingu, skautaleigu o.fl.

9. Lagðir fram undirskriftalistar áhugafólks um opnun Skálafells og bréf Skíðadeildar KR um snjógerð í Skálafelli.
Frestað.

10. Lögð fram eftirfarandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sendir Skátasambandi Reykjavíkur og Bandalagi íslenzkra skáta góðar hamingjuóskir í tilefni af því að 100 ár
eru um þessar mundir liðin frá upphafi skipulagðs skátastarfs á Íslandi og 70 ár frá upphafi skátastarfs að Úlfljótsvatni. Um leið og ráðið þakkar skátahreyfingunni fyrir öflugt mannræktarstarf í þágu reykvískrar æsku í hundrað ár, er skátum óskað góðs gengis við áframhaldandi heillaríkt starf í þágu lands og lýðs.

11. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í tilefni af því að 100 ár eru um þessar mundir liðin frá upphafi skipulagðs skátastarfs á Íslandi, beinir Íþrótta- og tómstundaráð því til borgarráðs að skátahreyfingin fái afmælisstyrk frá Reykjavíkurborg í samræmi við það, sem sambærileg félagssamtök hafa fengið á liðnum árum.
Vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 13.30

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Karl Sigurðsson Kjartan Magnússon