Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 24. febrúar var haldinn 157. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í húsnæði Faxaflóahafna og hófst kl. 10.10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Karl Sigurðsson og Stefán Benediktsson. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi. Frá skrifstofu ÍTR, Steinþór Einarsson, Snorri Jóelsson, Ómar Einarsson, Gísli Árni Eggertsson, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Bragi Þór Bjarnason, Svala Sigurjónsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir og Helga Björnsdóttir skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfsmenn kynntu stoðdeildir á skrifstofu ÍTR.

Kl. 10.40 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Farið yfir helstu verkefni í starfi ÍTR og mál varðandi undirbúning fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að verkefni ÍTR vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar verði Frístundakortið og sundlaugar.

- Kl. 12.00 vék Snorri Jóelsson af fundi.
- Kl. 13.00 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.
- Kl. 14.25 kom Snorri Jóelsson á fundinn.
- Kl. 14.45 vék Karl Sigurðsson af fundi.

Fundi slitið kl. 14.55

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Kjartan Magnússon