Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 17. febrúar var haldinn 156. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 14.10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Ingvar Sverrisson, Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra SFS dags. 30. jan. sl. vegna fyrirspurnar íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. janúar sl. vegna íþróttaaðstöðu í Laugardal.

- Kl. 14.15 kom Geir Sveinsson á fundinn.

2. Lagt fram bréf SSR dags. 24. janúar sl. vegna húsnæðismála skátanna í Breiðholti.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. feb. sl. vegna ábendinga á samráðvefnum Betri Reykjavík um skátastarf í Breiðholti.
Samþykkt að óska eftir umsögn Framkvæmda- og eignasviðs vegna liðar 2. og 3.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 26. janúar sl. vegna samþykktar
borgarráðs um greiðslur til íþróttafélaga.

5. Lögð fram áætlun um fundi ráðsins til 22. júní n.k.

6. Lögð fram drög að dagskrá starfsdags ráðsins 24. feb. n.k.

7. Lögð fram samþykkt frá fundi skóla- og frístundasviðs frá 15. feb. sl. varðandi samstarf ÍTR, SFS og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Ráðið tekur undir samþykkt skóla- og frístundaráðs.

8. Lögð fram ábending af samráðsvefnum Betri Reykjavík varðandi byggingu útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur.
Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs:
Starfshópur á vegum borgarráðs hefur verið settur á laggirnar. Hlutverk hópsins er að skoða framtíðarsýn varðandi uppbyggingu við Sundhöllina. Þessari ábendingu verður vísað í starfshópinn.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

9. Lögð fram ábending af samráðsvefnum Betri Reykjavík þar sem lagt er til að Frístundakortið verði gert aðgengilegt fyrir börn undir 6 ára aldri.
Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs:
Samkvæmt Hagstofunni eru 4786 börn á aldrinum 3 – 5 ára í Reykjavík. Sé miðað við þátttöku barna 6 - 9 ára í skipulögðu starfi íþróttafélaga, lista- og menningarstarfsemi og starfi æskulýðsfélaga þá taka um 80#PR þátt í slíkri starfsemi og nýta Frístundakortið. Þátttaka í starfsemi frístundaheimila er þá ekki talin með.Ef sama hlutfall 3 – 5 ára barna myndi nýta Frístundakortið, þ.e. 80#PR, þá væri kostnaður vegna þess tæpar 100 milljónir.Fjárveiting í ár vegna Frístundakortsins er 350 milljónir. Fjárveitingin þyrfti því að hækka í 450 milljónir. Bent er á að samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð, 16. grein, geta foreldrar sem njóta fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar, fengið styrk vegna þátttöku barna sinna í skipulagðri frístundastarfsemi allt að kr. 12.640.- á mánuði. Einnig er bent á að fjöldi félaga nýtur umtalsverðra styrkja frá Reykjavíkurborg vegna starfsemi sinnar fyrir börn, unglinga og almenning. Starfsemi þeirra fyrir aðra aldurshópa en þá sem Frístundakortið nær til er því þegar niðurgreidd af hálfu borgarinnar.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

10. Lögð fram ábending af samráðsvefnum Betri Reykjavík þar sem lagt er til að verðskrá sundlauga verði ekki hækkuð.
Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs:
Samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 var gert ráð fyrir hækkun gjaldskrár að jafnaði um 12,58#PR. Rekstur lauganna í Reykjavík er niðurgreidd þjónusta af hálfu borgarinnar. Uppbygging gjaldskrár er með þeim hætti að gjöld fyrir þá sem oftast mæta er mjög stillt í hóf með árskortum, 10 skipta kortum og 20 skipta kortum. Stök gjöld eru kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 120 fyrir börn.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.
Fulltrúar minnihluta sátu hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lögð fram ábending af samráðsvefnum Betri Reykjavík varðandi Föstudagsopnun í Nauthólsvík.
Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs:
Frá og með febrúar hefur verið aukið við þjónustu sjósundsfólks. Nú er opið á Ylströndinni mánudaga, kl. 17-19, miðvikudaga kl. 11-13 og 17-19 og föstudaga kl. 11-13. Ný gjaldskrá hefur einnig tekið gildi fyrir vetrarþjónustu á Ylströnd. Stakt gjald er kr. 500. En kort fram á vorið er selt á kr. 4,000. Einnig er verið að bæta við 10 skipta korti á kr. 3,000.“
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

12. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftir áliti borgarlögmanns um hvort leyfilegt sé skv. lögum að hafa annað gjald í sund fyrir ferðamenn og þá sem búa í öðrum sveitarfélögum.

13. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu hjá ÍTR dags. 14. feb. sl. vegna sundlauga og Ylstrandar.

- Kl. 15.05 vék Geir Sveinsson af fundi.

14. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 3. feb. sl. um kynjaða fjárhagsáætlun. Á fundinn kom Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og kynnti forsendur og framkvæmd verkefnisins og hugmyndir að tilraunaverkefnum.

Kl. 15.10 komu Ásdís Ásbjörnsdóttir verkefnisstjóri á mannauðsskrifstofu og Bragi Þ. Bjarnason fjármálastjóri á fundinn.

15. Kynnt samstarfsverkefni ÍTR og ÍBR vegna vinnu við gerð jafnréttisáætlunar hjá íþróttafélögum. Ásdís Ásbjörnsdóttir gerði grein fyrir verkefninu.
Svofelld bókun samþykkt:
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með vinnu samstarfshóps ÍTR, ÍBR og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um gerð jafnréttisáætlunar íþróttafélaga og siðareglna fyrir starfsfólk íþróttafélaga. ÍTR bindur miklar vonir um að niðurstaða verkefnisins geti bætt gott starf íþróttafélaganna enn frekar í takt við jafnréttisstefnu Reykjavíkur og áherslur í þeim efnum.

Kl. 15.35 vék Ásdís Ásbjörnsdóttir af fundi.

16. Rætt um rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir undirbúningi að opnun skíðasvæðisins í Skálafelli.

17. Lagt fram minnisblað dags. 14. feb. sl. vegna embættisfærslna á skrifstofu framkvæmdastjóra.

Fundi slitið kl. 16.00

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Karl Sigurðsson Marta Guðjónsdóttir
Kjartan Magnússon