Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 27. janúar var haldinn 155. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12 og hófst kl. 11.35. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Bendiktsson, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Ennfremur: Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga styrkjahóps ÍTR um styrkumsóknir sem borist hafa til ÍTR.
Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu dags. 16. janúar sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 25. nóvember sl. um Landsmót hestamanna 2012.

Kl. 11.45 kom Jarðþrúður Ásmundsdóttir á fundinn.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. janúar sl. vegna reglna um fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Á fundinn kom Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri og kynnti reglurnar. Bragi Þór Bjarnason og Ásdís Ásbjörnsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

4. Lagt fram 11. mánaða uppgjör ÍTR.

5. Rætt um aðstöðumál Fjölnis. Á fundinn komu Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis og Hjörtur Þorgilsson framkvæmdastjóri og kynntu húsnæðismál Fjölnis.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að hafnar verði formlegar viðræður sem fyrst við Fjölni vegna aðstöðuvanda félagsins.

Kl. 13.05 var gert matarhlé.
Kl. 13.25 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.

6. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR og framkvæmdastjóra skíðasvæðanna dags. 16. janúar sl. varðandi Skálafell. Einnig lagt fram bréf sömu aðila dags. 20. jan. sl. til sveitarfélaga með aðild að stjórn skíðasvæðanna.

Kl. 13.45 véku Björn Gíslason og Eva Baldursdóttir af fundi.

7. Lögð fram umsögn ÍBR dags. 13. janúar sl. vegna erindis Gróttu dags. 30. sept. 2011 sbr. 4. liður 146. fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs varðandi styrk frá Reykjavíkurborg vegna þátttöku barna úr Reykjavík í fimleikadeild Gróttu.
Vísað til skoðunar hjá SSH.

8. Lagt fram bréf skólaráðs og foreldrafélags Breiðagerðisskóla dags. 9. janúar sl. vegna battavallar á lóð skólans.

9. Lagt fram minniblað um embættisfærslur á skrifstofu framkvæmdastjóra dags. 24. janúar sl.

Fundi slitið kl. 13.55

Eva Einarsdóttir

Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Jarðþrúður Ásmundsdóttir