Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 14. mars var haldinn 202. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:10.Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Guðmundur Vignir Óskarsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 23. mars sl. vegna erindis Íþróttafélagsins Fylkis dags. 26. febrúar sl. með ósk um viðbótarstyrk vegna byggingu áhorfendastúku við Fylkisveg. Jafnframt lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 13. mars sl.
Björn Gíslason vék af fundi undir þessum lið.
Framkvæmdastjóra falið að fara yfir málið með forsvarsmönnum Fylkis fyrir næsta fund. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík styður ósk Íþróttafélagsins Fylkis um styrkveitingu vegna kaupa á sætum í áhorfendaaðstöðu félagsins við Fylkisveg. Með slíkri styrkveitingu er unnt að tryggja að umrædd áhorfendaaðstaða komi að fullum notum á þessu ári og að ásýnd þess verði umræddu hverfi og Reykjavíkurborg til sóma. Frestað.
2. Rætt um höfuðborgarráðstefnu í maí 2014 í Stokkhólmi og ferð ráðsins til Akureyrar 9. og 10. apríl n.k.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta vel fallist á að fulltrúar ÍTR kynni sér starfsemi í þágu íþrótta- og tómstundamála á Akureyri með heimsókn þangað. Hins vegar er fyrirhuguð tímasetning ferðarinnar um miðjan apríl fráleit enda verður þá aðeins rúmur mánuður eftir af kjörtímabilinu og ljóst að sú þekking, sem aflað verður í ferðinni mun aðeins nýtast að hluta. Skynsamlegra væri að skipuleggja slíka ferð þegar nýtt ráð hefur tekið til starfa í júní nk.
3. Lagt fram bréf Siglingasambands Íslands dags. 25. febrúar sl. varðandi stuðning sveitarfélaga um eingreinafélög í landinu. Vísað til ÍBR.
4. Lögð fram að nýju greinargerð vinnuhóps um aðstöðu fyrir tennisíþróttina í Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 3. mars sl. varðandi skipulagsmál er snúa að tennismálum. Einnig lagt fram bréf Verkís dags.í dag. Samþykkt að vísa framlögðum gögnum frá Verkís og Umhverfis- og skipulagssviði til vinnuhóps og SEA.
5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi um kynningarmál varðandi íþróttastarf: Aðgangur innflytjenda að upplýsingum var aðalumræðuefni síðasta fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar. Þar kom m.a. fram að marga innflytjendur skortir upplýsingar um það íþróttastarf, sem er í boði fyrir börn og unglinga í borginni.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir eftirfarandi: 1. Íþróttafélögum í Reykjavík verði að nýju gefinn kostur á að kynna starfsemi sína í grunnskólum borgarinnar. 2. Efnt verði til átaks í því skyni að hvetja börn og unglinga af erlendum uppruna til þátttöku til íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meðal annars fái íþróttafélög aðstoð borgarinnar til að kynna starfsemi sína í ákveðnum grunnskólum á fleiri tungumálum en íslensku og með aðstoð túlka þar sem því verður við komið; t.d. með sérstökum kynningarfundi fyrir foreldra og nemendur að hausti. Samþykkt með fjórum atkvæðum að vísa tillögunni til mannréttindaráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar: Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs vill gjarnan mæta þeim ábendingum um annmarka á kynningarmálum vegna starfsemi íþróttafélaga og kynningarmála er fram komu á Fjölmenningarþingi og leggur til að Mannréttindaráð og -skrifstofa leggi til leiðir til að bæta kynningu á skipulögðu æskulýðsstarfi ennfrekar. Því er vísað til Mannréttindaskrifstofu/sviðsins að koma með tillögur að úrbótum sem það telur henta í samstarfi við starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs. Í því skyni taki það tillögu Sjálfstæðisflokksins til skoðunar og er henni því samhliða þessari tillögu vísað til Mannréttindaráðs.
Greinargerð. Mikið hefur unnist í fjölmenningarmálum á kjörtímabilinu. Sérfræðingur í málefnum innflytjenda var ráðinn inn á mannréttindaskrifstofu árið 2012 og það sama ár var sett á fót fagteymi í innflytjendamálum innan borgarinnar 2012. Hægt er að kalla teymið til ef þörf er á ráðgjöf eða stuðningi. Þá er vinnur starfshópur , í fyrsta sinn, að stefnu um fjölmenningalegt skóla - og frístundastarf sem er væntanleg nú vorið 2014 Hvað varðar bættar upplýsingar/útgáfu hefur frá árinu 2011 verið unnið að því sérstaklega að bæta upplýsingar á erlendum tungumálum á vef borgarinnar t.d. fréttir á ensku og pólsku eru settar á netið jafnóðum. Sérstakur vefur er á ensku og annar á pólsku með gagnlegum upplýsingum fyrir innflytjendur var settur á fót árið 2011. Einnig voru settar upp Facebook síður á vegum borgarinnar á ensku og pólsku til að miðla upplýsingum. https://www.facebook.com/LivingInReykjavik https://www.facebook.com/Reykjavik.Nasze.miasto Þá var gefið út „Við og Börnin okkar“ á ensku, filippeysku, pólsku og rússnesku. Ýmislegt annað þýtt á ensku og pólsku eins og jafnréttisstefna Reykjavíkurborgar. Árið 2011 kom svo út stefnumótunin Ódýrari frístundir en í framhaldinu voru lagðar til styrkveitingar til verkefna m.a. á sviði fjölmenningar til að ná betur til barna- og unglinga af erlendum uppruna í tengslum vi ðskipulagt æskulýðsstarf. Þá eru fjöldamörg önnur átaksverkefni á þessu sviði á sviði skóla- og frístundamála m.a. 1,2 og Fellaskóli frá því á árinu 2012 sem felur í sér samþættan skóla- og frístundadag fyrir 1. og 2. bekk og að frítt er í frístundaheimilin fyrir börnin. Þá er www.fristund.is á fjöldamörgum tungumálum. Samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
6. Lögð fram að nýju bréf Lyftingafélags Reykjavíkur dags. 14. okt. sl. og ÍBR dags. 15. nóv. sl. vegna aðstöðumála. Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 7. mars sl. vegna boðs UMFÍ til sveitarfélaga vegna landsmóts UMFÍ fyrir 50 + árið 2016. Vísað til umsagnar ÍBR.
8. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 4. mars sl. varðandi samþykkt mannréttindaráðs um mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar.
9. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa VG frá síðasta fundi um endurnýjun á gervigrasi í Egilshöll. Jafnframt lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 11. mars sl. vegna málsins. Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði óskar eftir að kannað verði hvort mögulegt sé að semja við eigendur að endurnýja gervigras í Egilhöll. Samþykkt samhljóða.
10. Á fundinn komu Sindri Snær Einarsson verkefnisstjóri og Markús Guðmundsson forstöðumaður Hins Hússins og kynntu Áttavitann sem er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Fundi slitið kl. 12:55.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Guðmundur Vignir Óskarsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason