Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 10. september var haldinn 116. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni Gufunesi og hófst kl. 11:10. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Einar Örn Benediktsson, Kjartan Magnússon, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt: Eva Einarsdóttir, Drífa Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Á fundinn mættu forstöðumenn frístundamiðstöðva ásamt starfsmönnum á skrifstofu tómstundamála. Atli Steinn Árnason forstöðumaður Gufunesbæjar kynnti starfsemi frístundamiðstöðva almennt. Markús H. Guðmundsson forstöðumaður Hins Hússins, Guðrún Kaldal forstöðumaður Frostaskjóls, Guðrún Snorradóttir forstöðumaður Kamps, Helgi Eiríksson forstöðumaður Miðbergs Haraldur Sigurðsson forstöðumaður Kringlumýrar, Jóhannes Guðlaugsson forstöðumaður Ársels og Atli Steinn Árason forstöðumaður Gufunesbæjar kynntu öll starfsemi sinna frístundamiðstöðva.
2. Lögð fram skýrsla um húsnæðismál frístundaheimila dags. 8. september 2010.
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. í dag varðandi samninga við einkarekna grunnskóla vegna frístundaheimila.
Vísað til skrifstofustjóra tómstundamála.
4. Lögð fram tillaga Bestaflokksins og Samfylkingar vegna sorpmála á frístundaheimilum:
ÍTR felur sviðsstjóra ÍTR og skrifstofustjóra tómstundarmála að hrinda af stað átaki með það að markmiði að ná niður sorpmagni í frístundarheimilum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar með aukinni flokkun sorps og endurnýtingu. Öðrum tillögum starfshópsins verði forgangsraðað og þeirra sjáist stað í starfsáætlunum sviðsins næsta ár.
Sambærileg tillaga verður lögð fram í mennta- og leikskólaráði og verkefnið unnið í samvinnu sviðanna þriggja sem hlut eiga að máli.
Samþykkt samhljóða.
5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 7. sept. sl. vegna hjólreiðavangs í Skálafelli.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
ÍTR samþykkir að beita sér fyrir því að vél með hraðabreyti verði keypt fyrir stólalyftuna í Skálafelli. Eldri vél er úr sér genginn og ljóst að endurnýjun hennar mun koma að góðu gagni, bæði í þágu iðkunar skíðaíþrótta og hjólreiða á Skálafelli.
Samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram bréf Hestamiðstöðvar Reykjavíkur dags. 2. september sl. vegna styrkumsóknar.
7. Lögð fram dagskrá vinabæjarráðstefnu um tómstundamál í Reykjavík 22.-25. september n.k.
8. Rætt um dagskrárliðinn önnur mál.
Fundi slitið kl. 14:25.
Diljá Ámundadóttir
Eva H. Baldursdóttir Hilmar Sigurðsson
Einar Örn Benediktsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir