Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 28. febrúar var haldinn 201. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.10.

Viðstödd: Eva Einarsdóttir formaður,  Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadottir, Bjarni Þór Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason.

Einnig: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

1. Á fundinn komu Óli J. Hertervig og Guðlaug S. Sigurðardóttir frá skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar og kynntu framkvæmdaáætlun 2014-2020. 

- Kl. 11.15 komu Hermann Valsson, Ingvar Sverrisson og Kjartan Magnússon á fundinn. 

2. Rætt um hjólagarð í Skálafelli.  Ákveðið að funda með forsvarsmönnum hjólagarðsins.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 10. feb. sl. vegna styrkumsóknar til borgarráðs frá Íslenska fitness félagsins vegna Evrópumóts í Fit Kid 2014 í Reykjavík.  Borgarráð vísaði umsókninni til íþrótta- og tómstundaráðs.

4. Lagt fram bréf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar dags. 18. febrúar sl. vegna fjölmenningarþings.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Aðgangur innflytjenda að upplýsingum var aðalumræðuefni síðasta fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar. Þar kom m.a. fram að marga innflytjendur skortir upplýsingar um það íþróttastarf, sem er í boði fyrir börn og unglinga í borginni. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir eftirfarandi:

1. Íþróttafélögum í Reykjavík verði að nýju gefinn kostur á að kynna starfsemi

sína í grunnskólum borgarinnar.

2.    Efnt verði til átaks í því skyni að hvetja börn og unglinga af erlendum uppruna til þátttöku til íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meðal annars fái íþróttafélög aðstoð borgarinnar til að kynna starfsemi sína í ákveðnum grunnskólum á fleiri tungumálum en íslensku og með aðstoð túlka þar sem því verður við komið; t.d. með sérstökum kynningarfundi fyrir foreldra og nemendur að hausti.

Frestað.

5. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar sl. - Hjólaskautahöll í Reykjavík.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar framkomna hugmynd og mun hafa hana til hliðsjónar við mótun framtíðarstefnu í íþróttamálum í Reykjavík. 

6. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 3. nóvember sl. - Auka hita í Vesturbæjarlaug (barnalaug).

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar framkomna ábendingu um hitastig í barnalaug Vesturbæjarlaugar.

Árið 2009 var lokið við að skipta upp aðallaug og barnalaug með sérstöku stálþili. Kjarnaborað var fyrir 6 innstreymisstútum við botn barnalaugar og breytt var hitavatnslögn ásamt hitastýribúnaði. Með þessari aðgerð hefur tekist að halda barnalauginni í 32°c meðan aðallaugin er í 29°c. Nú standa yfir framkvæmdir við nýja laug (potta) þar sem gert er ráð fyrir svæði fyrir yngstu börnin til að vera í enn heitara vatni, þeirri framkvæmd á að ljúka í apríl n.k.

Vonir standa til þess að sú framkvæmd mæti að einhverju leyti þörfum barnafjölskyldna í Vesturbænum. 

7. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar sl. - Loka Öskjuhlíð fyrir bílaumferð.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir framkomna hugmynd um að loka Öskjuhlíð fyrir bílaumferð.

Hugmyndinni verður komið á framfæri við Umhverfis- og skipulagssvið þar sem unnið er að málinu.

8. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar sl. - Hafa sumaropnun í íþróttahúsum.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fram komna hugmynd um sumaropnun íþróttahúsa.

Þar sem ÍTR rekur ekki íþróttasali skólanna heldur leigir þá af Skóla- og frístundasviði og Íþróttabandalag Reykjavíkur annast úthlutun tíma til félaga og almennings er óskað eftir áliti Íþróttabandalags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs á hugmyndinni.

9. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. desember sl. - Snjóframleiðsla í Bláfjöll.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar hugleiðingar um snjóframleiðslu í Bláfjöllum.

Unnið er að undirbúningi snjóframleiðslu á skíðasvæðum m.a. með úttekt á vatnsverndarmálum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.  Þar til niðurstaða fæst í vatnsverndarmálum er ekki hægt að taka  endanlega afstöðu til snjóframleiðslu en í nýlegum samstarfssamningi sveitarfélaganna til næstu þriggja ára er því lýst yfir að unnið verði að snjóframleiðslu á skíðasvæðunum.

- kl. 12.50 vék Eva Baldursdóttir af fundi. 

10. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri kynntu fjárhagsáætlun 2014 og fóru yfir stöðu og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar.  Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fóru yfir stöðuna vegna skuldbindinga, valkosta og tækifæra ÍTR við gerð fimm ára áætlunar.

11. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa VG:

Fulltrúi vinstri grænna í Íþrótta- og tómstundaráði óskar eftir að kannað verði hvort mögulegt sé að semja við eigendur að endurnýja gervigras í Egilshöll.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.35.

Eva Einarsdóttir

Diljá Ámundadóttir     Bjarni Þór Sigurðsson

Kjartan Magnússon     Marta Guðjónsdóttir

Björn Gíslason