Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 8. apríl var haldinn 135. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.15. Mættir: Eva Baldursdóttir varaformaður, Diljá Ámundadóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, og Geir Sveinsson. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga styrkjahóps íþrótta- og tómstundaráðs um úthlutun styrkja ráðsins 2011.
Kl. 11.25 kom Eva Einarsdóttir á fundinn.
Tillagan samþykkt.
Framkvæmdastjóra falið að skoða fyrirkomulag styrkveitinga fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Kl. 11.30 kom skrifstofustjóri tómstundamála á fundinn.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. mars sl. með ósk um umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um reglur um samþykktarferli vegna mannvirkjagerðar.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar fram komnum tillögum að reglum og samþykktarferli vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar og mælir með því að þær verði samþykktar.
3. Lagt fram svar við fyrirspurn vegna sparkvalla sbr. 4. liður 131. fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. febrúar sl.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til framkvæmdasviðs og borgarráðs að upphitaður gervigrasvöllur (battavöllur) verði lagður á lóð Vesturbæjarskóla sumarið 2011. ÍTR og menntaráð hafa bæði samþykkt að við ákvörðun um lagningu battavalla á skólalóðum verði fylgt tillögum Íþróttabandalags Reykjavíkur og Knattspyrnuráðs Reykjavíkur um forgangsröðun slíkra valla en við hana var farið eftir því hvar íþróttaaðstöðu barna og unglinga væri helst ábótavant í hverfum borgarinnar. Samkvæmt umræddri forgangsröðun er umrædd vallarlagning við Vesturbæjarskóla efst á blaði.
4. Á fundinn mættu frá Framkvæmda- og eignasviði Ámundi Brynjólfsson og Rúnar Guðjónsson og kynntu endurbætur á sundlaugum á árinu 2011 og meiriháttar viðhald fasteigna. Jafnframt var kynnt Framkvæmdasjá, sem er upplýsingavefur fyrir framkvæmdir.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkaði fyrir góða kynningu og lýsti ánægju sinni með Framkvæmdasjánna.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar þeim tillögum sem fyrir liggja um endurbætur í sundlaugum Reykjavíkurborgar og mælir með því við borgarráð að Framkvæmda- og eignasviði verði heimilað að hefjast handa nú þegar við þau verkefni sem fyrirhugað er að ráðast í nú í ár.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. mars sl. með ósk um umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við þau verkefni sem fyrirhugað er ráðast í í mannvirkjum sem heyra undir ÍTR í þeim tillögum sem nú liggja fyrir um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011.
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 1. apríl sl. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa ÍTR, alls 3 mál.
7. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 29. mars sl. ásamt drögum að ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011 - 2020 með ósk um umsögn.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við þau drög sem liggja fyrir að Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020 og lýsir yfir ánægju með þau atriði er snúa að íþróttum, sundlaugum og öðrum málum er snúa að ÍTR enda margir sameiginlegir fletir og mörg sóknarfæri.
8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hvetja meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins til að draga fyrirliggjandi tillögur um sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila til baka. Tilllögurnar hafa valdið miklu uppnámi í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík og í fyrirliggjandi umsögnum frá foreldrum, nemendum, skólastjórnendum og starfsmönnum kemur í ljós að rúmlega 90#PR þessara aðila eru algerlega á móti umræddum tillögum meirihlutans. Þá hafa um tólf þúsund foreldrar mótmælt þessum áformum. Í ljósi þess að meirihlutanum hefur mistekist að stýra umræddri vinnu með farsælum hætti, leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG til að tillögurnar verði dregnar til baka og þegar í stað gengið til öflugs samráðs við alla hagsmunaaðila um hagræðingu í skólastarfi.
Fundi slitið kl. 12.40.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Hilmar Sigurðsson Kjartan Magnússon
Geir Sveinsson